Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 40

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 40
Vænum laxi gefiö líf í Hafralónsá. "Að sleppa Laxi er mjög viðskiptavænt." Verðsprengja í Víðidal Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á ehf er nýja nafnið í íslenskri laxveiði. Stefán á og rekur fyrirtækið H&S ísland ehf sem nýlega undirritaði samninga um leigu á Víðidalsá frá og með sumrinu 2006. H&S ísland ehf er að fullu í eigu Stefáns og konu hans sem heitir Harpa Hlín Þórðardóttir og vinnur einnig hjá Lax-á ehf og er titluð framkvœmdastjóri sölusviðs. Þessi samningur er merkilegur fyrst og fremst fyrir metfjárhœð sem greidd er fyrir veiðirétt. Leiguverðið er 52 milljónir og 180 þúsund krónum betur fyrir hvert sumar. í Víðidalsá eru átta stangir sem skiptast á fjögur laxasvœði. Sem sagt tvær á svœði. Einnig er inni í heildartölunni leiga á silungasvæðinu neðst í ánni og er þar um að rœða tvær stangir. Þið vinnið bæði hjá Lax-á. Hver eru tengslin milli H&S íslands og Lax-ár? Það er rétt, við höfum bæði starfað hjá Lax-á í fjölda ára og eigum hluti í Lax-á. H&S ísland er aðeins tengt Lax-á að því leyti að við Harpa höfum hagsmuni af báðum fyrirtækjunum. Því var ákveðið að Lax-á muni sjá um að selja fyrir okkur veiðileyfi í Víðidalsá þar sem Lax-á býr yfir mikilli þekkingu og er með tengiliði um allan heim. Eru þetta óeiginlegir fjármunir að einhverju leyti svo sem eins og seiði, bygging húsa eða slíkt? "Nei. Þetta er bara reiðufé en samt að vissu leyti fer alltaf hluti leigunar í rekstrarkostnað veiðifélagsins, t.d. seiði, viðhald húsnæðis o.fl. þó að ég sé enginn milligöngumaður með þann hluta. Gengur þetta upp peningalega? "Já, þetta gengur upp. Við eyddum góðum tíma í að reikna og spá áður en við sendum inn tilboðið." Hver er hugsunin á bak við þetta? "Víðidalsá er alveg einstök og hvern dreymir ekki um að veiða í slíkri perlu. Veiði í Víðidalsá hentar líka vel með 40 Veiðimaðurinn Júni 2005 J

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.