Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Síða 41

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Síða 41
Stefán með vorlax úr ánni Dee í Skotlandi. Þessi var um lOpund og var veiddur í apríl sem leið. öðrum veiðisvæðum sem Lax-á er að selja og það er alltaf eftirspurn eftir leyfum í svona frábærar ár." Salan er þegar hafin fyrir árið 2006 en Stefán vill ekki opinbera verðið. Hann segir hins vegar að það hafi ekki komið veiðimönnum á óvart. Mikið hafi verið fjallað um tilboðið í fjölmiðlum og menn hafi því ekki verið undrandi þegar þeir heyrðu verðið. Erum við ekki að tala um hátt í 200 þúsund krónur á dag stöngina með öllu yfir besta tímann? Stefán vill ekki játa því, segir að það sé of há tala og bendir á að verðlagningin verði með þeim hætti að leyfin muni seljast. Maður heyrir tvennt í framhaldi af samningum milli H&S og Víðidalsárbænda. Annars vegar að Miðfjarðarár- bændur hafi krafist þess að fá sömu upphæð og að það sé frágengið? Stefán játar því að samningar hafi verið endurskoðaðir við Miðfjarðarárbændur en vill ekki nefna nákvæma tölu, Árni Baldursson hafi séð um þau samningamál fyrir Lax-á. Hitt sem heyrist er frá hinum almenna veiðimanni. Þeir óttist þessa þróun og sjái fram á að geta nú ekki einu sinni keypt köldu og blautu septemberdagana. Allar ár muni hækka í kjölfarið? "Það munu ekki allar ár hækka. Það eru nokkrar ár sem eru í sama gæðaflokki og Víðidalsá, má þá nefna Miðfjarðará, Selá, Hofsá, Haffjarðará, Þverá/Kjarrá og Laxá á Ásum. Verðið á þeim er hátt og þær eru dýrar í leigu.” En þetta staðfestir væntanlega endanlega það sem margir vita að ísland er orðið langdýrasta laxveiðiland í heimi? "Það gæti verið alveg rétt hjá þér og líka langbest, samt má ekki gleymast að allar ár sem eru í einkaeigu erlendis af svipuðum staðli og þær ár sem við höfum heima á íslandi eru mjög sambærilegar í verði ef ekki dýrari." Því hefur gjarnan verið haldið fram að yfirboð og barátta um laxveiðiárnar sé einhver fjandsamlegasta aðgerð sem hægt er að framkvæma þegar horft er til hins almenna laxveiðimanns. Eru þið óvinir laxveiðimanna? "Nei, ef við leigðum ekki árnar væru aðrir fljótir að taka við þeim. Lax-á hefur ekki verið í neinum yfirboðum upp á síðkastið og ég vil minna þig á að H&S átti ekki hæsta tilboðið í Víðidalsá. Við fengum ána eftir að kosið var á milli þriggja aðila og var ansi mjótt á munum. Það eru komnir nýir aðilar inn á markaðinn og þeir eru að láta til sín taka," segir Stefán. Hann bendir á að ýmsir hafi gert sig gildandi á þessu sviði og er ekki langt síðan markaðurinn fékk áfall vegna verðhækkana sem virðast hafa gleymst í ummræðunni. Þó svo Stefán nefni ána ekki á nafn fer ekki á milli mála að hann á við Grímsá. Hvað þola þessar ár miklar hækkanir svo hægt verði að selja þessi leyfi? Erum við búin að sjá toppinn í þessu? "Á þessum tímapunkti eru margar af þessum ám komnar nálægt þakinu. Hins vegar getur það breyst. Þetta er svo Júni2005 Veiðimaðurinn 41

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.