Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 46

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 46
Greinarhöfundur með 70 sentimetra langan fisk sem tók stóra Black Ghost túpu. að snúa við voru þeir búnir að setja í annan. Þau voru ekki mörg köstin hjá mér og Bjarna áður en við vorum búnir að setja í hann við Syðri-Hólma og þá byrjaði ballið. Milli hálftólf og eitt veiddum við allir til saman hátt í fjörutíu fiska, flesta á bilinu 70 - 85 sm og misstum marga. Það fór ekki milli mála að veðrið skipti öllu máli. Það var kominn ellefu stiga hiti og logn. Þegar hvíldin brast á trúðum við varla þessu ævintýri og hvað þá Bjössi þegar hann mætti. Við vorum ákveðnir í að reyna flotlínur og bombera á seinni vaktinni ef veður leyfði. Alvöruveiði tekur við "Þetta er bara rugl," sagði Björninn þegar hann mætti og tróð sér í vöðlurnar á mettíma. Það er alveg ótrúlegt að alltaf skal maður halda að veiðin haldi áfram þar sem frá var horfið þegar maður er búinn að lenda í svona veislu. Ég verð alltaf jafn hissa þegar raunin verður önnur. Bjössi var að mæta og hann átti skilið að fá að velja stað svo að hann fengi líka "fílinginn", við tveir fórum niður í Syðri-Hólma og ætluðum að halda veislunni áfram. Bjössi tók tvo strax og svo má eiginlega segja að alvöruveiði tæki við. Sem sagt, við þurftum að hafa fyrir hlutunum. Að sjálfsögðu er það eins og það á að vera. Hitastigið fór hratt lækkandi að nýju og allar hugmyndir um þurrflugur voru þurrkaðar út. Klukkan sex var hitinn komin niður í tvær gráður og þar með var sjálfhætt. Við höfðum á þessu síðdegi samt náð að landa vel ríflega tíu fiskum. Á þessum eina og hálfa degi sem eftir var af veiðiferðinni börðum við upp slatta af fiski í skítakulda. 2. apríl fór hitinn aldrei upp fyrir fimm gráður. Við það hitastig er frekar óþægilegt að vaða upp fyrir, trúið mér. Þetta kemur ótrúlega oft fyrir mig og ég fer sjaldan í veiðiferð án þess að busla pínulítið. Það er hugsanlegt að það hafi eitthvað með hæðina að gera. Eftir því sem á leið fór tökum fækkandi og síðasta morguninn var kominn fimmtán sentimetra djúpur snjór og enginn nennti út. Þetta kennir manni að það er eins gott að nýta tímann vel í vorveiðinni þegar aðstæður gefast. Skjótt skipast veður í lofti og gula kvikindið á himninum stjórnar mestu um árangurinn. Ef maður hugsar til baka þá stóðst þessi ferð allar okkar væntingar og ef spenningurinn verður meiri næsta ár þá bíð ég ekki í það. Eins og það er hrikalega spennandi að bíða veiðiferðanna og spá og spekúlera um veiðina þá finnst mér alveg ömurlegt að pakka og fara. Við félagarnir tökum ofan fyrir Tungufljóti og stefnum á að endurtaka leikinn að ári. Valli í Veiðibúðinni við Lœkinn 46 Veiðimaðurinn Júni 2005

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.