Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Qupperneq 47
Crœnfriðungur
Flugur með reynslu
Stærsta nýjungin á flugumarkaðnum í ár er án efa
endurkoma flugna Kristjáns Gíslasonar. Flugur Kristjáns
hafa ekki fengist hér á landi í ein sex ár en margar af flugum
hans eru landsþekktar fyrir að vera afar gjöfular í lax- og
silungsveiði.
“Við töldum litlar líkur á því að við myndum finna
framleiðanda að flugum föður míns sem gæti framleitt
þær með þeim gæðum sem hann var þekktur fyrir. Lengi
vel var því ekki ætlunin að setja þær á markað aftur en
síðan duttum við niður á erlent fyrirtæki í eigu íslendings.
Handbragðið þar á bæ er með hreinum ólíkindum og mikið
lagt upp úr því að flugurnar séu sterkar og vel lakkaðar sem
er grundvallaratriði,” segir Stefán Kristjánsson hjá krafla.is.
Að krafla.is stendur fyrirtækið Skrautás ehf. sem er í eigu
sonar Kristjáns, Stefáns og Sólveigar Ögmundsdóttur.
Sjálfur veiddi Kristján Gíslason eingöngu á eigin flugur.
Alls fékk hann á annað þúsund laxa á löngum ferli sem
fluguveiðimaður. Þar af rúmlega 100 laxa 20 pund eða
stærri og nokkur hundruð laxa á bilinu 15-19 pund. Margar
af flugum Kristjáns eru annálaðar stórlaxaflugur. Nægir þar
að nefna Kröflurnar í öllum litum, Elliða rauðan, Skrögg og
Grænfriðung.
Ekki er nóg með að flugur Kristjáns séu nú fáanlegar aftur
heldur eru þær margar í boði i nýjum útfærslum sem
gárutúpur og örflugur í stærð 16. Einnig má nefna að nokkrar
af flugum Kristjáns eru nú fáanlegar á krafla.is í stærð 10 og
12 sem tvíkrækjur. í þessum stærðum eru flugur Kristjáns
afar skæðar silungaflugur.
“Kristján hannaði á sínum tíma hátt í 100 flugur. Lítill hluti
þeirra hefur verið til sölu hér á landi og fjölmargar hafa
aldrei sést opinberlega. Það er langtímamarkmið okkar á
krafla.is að framleiða allar flugur Kristjáns í öllum litum og
stærðum. Við eigum enn eftir að koma með mjög margar
flugur á markaðinn en munum bæta nýjum flugum jafnt og
þétt í netverslunina í framtíðinni,” sagði Stefán ennfremur
og bætti við að allar flugur eftir Kristján sem kæmu til sölu á
krafla.is í framtíðinni væru flugur með mikla “reynslu” og
hefðu mörg líf laxa á samviskunni frá því í gamla daga.
í netversluninni krafla.is eru einnig seldar hinar landsþekktu
silungaflugur Krókurinn, Mýslan og Beykir eftir Gylfa
Kristjánsson, son Kristjáns. í byrjun júlí kemur nýjasta fluga
Gylfa, Beygla, til sölu á krafla.is en Beyglan hefur þegar
sannað sig í vor og sumar sem afar sterk fluga í silungsveiði
og hefur vakið mikla athygli.
PUKB
FiSHING
Umboð/Þjónusta: Veiðitækni
Cardinal
Ambassadeur
fenimck
NightHawk
ÞESSAR URVALS VEIÐIVÖRUR FÁST I BETRI VEIÐIBUÐUM UM LAND ALLT