Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Qupperneq 56

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Qupperneq 56
Nr. 19 Engjabakki Hægt er að veiða þennan stað af báðum bökkum en betra er að vera vestan megin. Aðkoman er þægilegri að austanverðu en þar þarf að vaða og kasta langt til að ná til laxins. Þarna er gott að byrja töluvert ofan við klappirnar og veiða niður á brotið, helst má finna lax utan við klappirnar er neðar dregur. Nr. 20 Skarðsbreiða Þessi veiðistaður er beint neðan við bæinn Skarð og er veiðistaðaskiltið ofan við túnið á vesturbakkanum. Þar er gott að byrja og veiða niður breiðuna, vaða ekkert í fyrstu en færa sig utar er neðar dregur. Hægt er að veiða þennan stað frá báðum bökkum en að austanverðu er áin aðeins nokkra metra frá veginum. Við Skarðsbreiðu var sett upp sleppitjörn og sleppt um 4.000 gönguseiðum vorið 2004 sem væntanlega skila sér sem fullorðnir laxar í sumar. Veiðisvæði 2 Almennt um veiðisvæðið Veiðisvæði tvö nær frá svæðamerki ofan við Skarðsbreiðu upp að merki ofan við Hringsbreiðu, númer 36, neðan við gamla veiðihúsið Flúðasel. Merktir veiðistaðir eru nr. 21-36 og þar fer að veiðast lax um og upp úr 10. júlí en silungur jafnvel fyrr. Sumarið 2004 veiddust 133 laxar á veiðisvæðinu. Fyrir nokkrum árum var komið upp eldis- og sleppitjörn fyrir ofan Sandinn (34) og eftir það hafa bestu staðirnir á svæðinu verið Ferjupollur (33) og Sandur. Hvor um sig gaf 48 laxa sumarið 2005. Flesta veiðistaði á þessu svæði er betra að veiða vestan árinnar og er hægt að aka að þeim eftir slóða meðfram allri ánni. Þá er farið út af þjóðveginum neðan við Víkurskarð og niður með ánni í átt að Draflastöðum og þaðan slóða niður að Sandi. Þessi vegur á vesturbakkanum er seinfarinn eftir að komið er niður fyrir Ferjupoll og margir kjósa að keyra aðalveginn austan megin og vaða yfir ána til að veiða staði neðan við Sand og Ferjupoll. Veiðimenn skipta svæðinu á milli sín eftir samkomulagi en ágætt er að skipta Sandi og Ferjupolli á milli stanganna á vaktinni og gera samkomulag um aðra veiðistaði. Nr. 21 Húsbreiða Veitt að vestanverðu. Efst á veiðistaðnum gengur klöpp út í ána og neðan við klöppina er lítil sandvík. Þarna getur verið bleikja mjög nálægt landi og lax aðeins utar og einnig neðan við sandvíkina. Nr. 24 Skuggapollar Betra að veiða að vestanverðu og er veiðistaðurinn aðeins ofan við girðinguna sem nær þarna niður að ánni. Vestan til í ánni brýtur á grjótum, gott er að byrja aðeins ofan þeirra og veiða töluvert niður fyrir þau, ekki þarf að vaða mikið. Nr. 26 Biskupsbreiða Þessi veiðistaður er meðfram brattri brekku á veginum vestan við ána. Gott er að aka upp brekkuna til að fá yfirsýn yfir staðinn. Áin skiptist þarna og myndast hólmi í ánni. Betra er að veiða að vestanverðu og byrja töluvert ofar en þar sem áin kvíslast. Ekki þarf að vaða mikið og helst er að finna lax á gróðurskilunum og við efri enda hólmans. Nr. 28-29 Árbugsárós og Vaðnesbreioa Segja má að hér sé um að ræða tvo eða jafnvel þrjá veiðistaði. Þar sem þveráin kemur út í Fnjóská er alltaf hægt að finna bleikju og hafa margir fengið góða veiði þar. Þá er farið að austanverðu og strengirnir og flatinn neðan við þá úr þveránni veiddir. Gott er að veiða andstreymis á kúluhausa. Ofan við ármótin er laxastaðurinn og má segja að Árbugsárós (28) og Vaðnesbreiða (29) séu nánast einn veiðistaður. Gott er að vaða aðeins út í ána ofarlega og veiða niður breiðuna. Sérstaklega ætti að fara vel yfir svæðið þar sem brýtur á áberandi stórum grjótum miðja leið niður að beygju. Þegar komið er þangað sem áin fer að beygja til norðvesturs er ráðlegt að veiða nálægt bakkanum í fyrstu en vaða svo utar og reyna við laxana úti í miðri á og er þá gott að miða við staðinn á móts við þar sem lækurinn fellur út í ána að austanverðu. Nr. 30 Hólmahylur Þessi veiðistaður hefur breyst mikið undanfarin ár en gefur stöku lax. Eins og aðstæður eru núna er betra að veiða að vestanverðu og þá í vestari kvíslinni og aðeins niður fyrir kvíslamótin. Nr. 32 Böðvarsnesklif (Neðraklif) Hér er betra að veiða að vestanverðu og er stutt ganga frá Ferjupolli niður að klifinu. Vaða þarf út tæplega hálfa 56 Veiðimaðurinn Júni 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.