Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 57

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 57
Horft niður á Helluna. Þar liggur oft mikið af fiski. leið og veiða ólgurnar sem myndast frá grjótunum austan til í ánni. Gott er að byrja aðeins ofan við veiðiskiltið og fara rúmlega 50 metra niður eftir eða þegar agnið fer að nálgast grjótgarðinn á austurbakkanum. Þar neðan við er svo annar veiðistaður sem heitir Grjótgarðshylur. Nr. 33 Ferjupollur Ferjupollur er einn af betri og skemmtilegri stöðum í ánni. Best að veiða hann að vestanverðu og byrja ofarlega en oft má sjá fisk stökkva um allt svæðið á góðum stundum í ágúst. Þá er vegslóðinn frá Sandi ekinn og beygt inn á gamalt tún við útihús og keyrt þar niður að á. Við háan malarbakka að vestanverðu eru grjót nálægt landi og þar fást oft laxar. Varast ber að vaða þar heldur veiða aðeins frá landi. Frá þessum malarbakka og niður að steini sem brýtur á neðarlega í hylnum fást einnig fiskar en aðaltökustaðurinn er í kringum þennan stein og niður af honum. Þar eru fleiri smærri grjót í kring og þarna eru alltaf laxar. Varast skal að vaða of mikið í fyrstu en þegar reynt hefur verið nálægt landi er gott að vaða aðeins út, kasta út fyrir steininn og veiða vel niður fyrir hann. Nr. 34 Sandur Eftir tilkomu sleppitjarnarinnar hefur þessi veiðistaður tekið við sér. Ekið er niður að Draflastöðum og þar sem vegurinn skiptist að bæjunum tveimur er vegslóði sem liggur niður að hliði rétt ofan við veiðistaðinn. Við þetta hlið er sleppitjörnin. Ekið er lítillega niður fyrir hliðið og má þá finna vik í sandhólinn þar sem leggja má bílnum efst við veiðistaðinn. Best er að byrja aðeins neðan við þetta vik og hafa verið að veiðast fiskar alveg niður að skilti, sem er á sama stað og klakkistan hefur verið. Aðalsvæðið byrjar aðeins ofar en þar sem grasbakkinn tekur við af grýtta bakkanum, þar liggja grjót frá bakkanum út í ána. Vænlegt er að byrja á því að veiða frá landi áður en farið er að vaða, sérstaklega snemma á morgnana og í miklu vatni. Þegar það hefur verið reynt er ráð að vaða þriðjung út í á og veiða aðalstrenginn niður. Gott er að einbeita sér vel að steinum sem sést brjóta á en fara hraðar yfir á öðrum stöðum. Gott er að miða við að veiða niður að stórum steini sem stendur upp úr ánni við grasbakkann að vestan. Margir veiða alveg niður að skiltinu og jafnvel niður fyrir það, von er á fiski alla leið. Nr. 35 Böðvarsneshylur Einn af betri veiðistöðum til margra ára en eyðilagðist fyrir nokkrum árum vegna breytingar á farvegi en virðist nú vera að lagast aftur. Nr. 36 Hringsbreiða Gefur einstaka lax. Gott er að byrja um það bil 50 metrum fyrir ofan skiltið eða rétt ofan við staur sem stendur á árbakkanum og veiða aðeins niður fyrir skiltið. Veiðisvæði 3 Almennt um veiðisvæðið Veiðisvæði þrjú nær frá Flúðaseli og upp að merki ofan við Hrísgerðisbreiðu, númer 50. Merktir veiðistaðir eru nr. 37- 50. Þetta veiðisvæði er bæði skemmtilegt og fjölbreytilegt, flestir veiðistaðirnir halda laxi allt tímabilið. Snemmgengni fiskurinn virðist fara rakleitt upp á svæði þrjú og leggjast þar og oftar en ekki veiðast fyrstu laxarnar á efri hluta árinnar á þessu svæði. Misjafnt er hvorum megin veiðimenn veiða staðina en algengast er að veiðistaðir 46-50 séu veiddir austan frá og er þá ekinn jeppaslóði á austurbakkanum. Veiðistaðir 40-45 eru frekar veiddir að vestanverðu. Sumarið 2004 veiddust 138 laxar á svæði þrjú og var Símastrengur með 35 laxa, Litlabreiða með 29 laxa, Stekkjarhylur með 24 laxa og Eyrarbreiða með 24 laxa. Veiðimenn skipta svæðinu á milli sín eftir samkomulagi. Nr. 37 Végeirsstaðaklif (Efraklif) Þessi veiðistaður er ónýtur en vert er að skoða nýjan stað sem hefur myndast aðeins ofar og einhverjir laxar fengist í. Stuttur malarslóði liggur þar af veginu og niður að ánni en þar er strengur sem breiðir úr sér niður í litla breiðu áður en áin fellur niður af broti. Nr. 39 Kvíslardjúp Einn af albestu veiðistöðum í ánni fyrr á árum en er nú ónýtur vegna farvegsbreytinga. Júní 2005 Veiðimaðurinn 52

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.