Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Qupperneq 58
Nr. 40 Símastrengur
Hægt að veiða frá báðum bökkum. Að vestanverðu má
fara í gegnum hlið rétt norðan við bæinn Dæli og þar niður
vegslóða sem liggur að ánni. Að austanverðu er einnig slóði
alveg niður á bakka. Laxinn liggur frekar nær landi vestan
megin og gott er að byrja mjög ofarlega og veiða niður fyrir
grjótið sem brýtur áberandi á neðarlega á staðnum. Ef veitt
er að vestanverðu þarf að fara varlega og vaða ekki langt út.
Einnig er hægt að veiða að austanverðu, vaðið er út í miðja á
og veitt með vesturlandinu. Þá er bleikja oft á grynningunum
að austan, gott en að strippa silungaflugu niður breiðuna.
Nr. 41 Melbreiða
Lítið stundaður veiðistaður en gefur einstaka fisk. Helst er að
reyna beint út af skiltinu þar sem brýtur á nokkrum grjótum.
Farið er að staðnum að vestanverðu upp frá Símastreng og
vaðið út í miðja á.
Nr. 42 Stekkjarhylur
Farinn er sami slóði og að Símastreng og keyrt upp með
ánni, einnig er hægt að fara inn á sama slóða aðeins ofan
við bæinn Dæli í gegnum hlið við veginn þar. Hægt að veiða
báðum megin frá en flestir veiða að vestanverðu. Þá er
vaðið aðeins út í fyrir ofan steinana sem standa þarna upp
úr og kastað yfir á vatnið hinum megin við strenginn niður
af steinunum en þar getur laxinn legið töluvert langt niður
eftir.
Nr. 43 Straumar
Ólgur og stórir steinar á löngum kafla þar sem áin rennur
þvert á dalinn og einnig í sjálfri beygjunni þegar hún er að
snúa til norðurs og stefnir á Stekkjarhyl.
44 - 45 Vatnsleysuhylur og Bakkahylur
Þetta svæði hefur breyst mikið og er nú Vatnsleysuhylur
horfinn sökum þess að grjótgarður var settur fyrir hann til
að hindra landbrot en veiðistaðir hafa myndast víða við
þennan grjótgarð og einhverjir laxar verið skráðir þarna. Sett
var upp sleppitjörn á þessu svæði þar sem vatn rennur úr
gamla Vatnsleysuhylnum og um það bil 4.000 gönguseiðum
sleppt vorið 2004. Því verður fróðlegt að sjá hvernig veiðin
verður þarna sumarið 2005. Bakkahylur er við efri enda
grjótgarðsins og er þar ennþá álitlegur veiðistaður þó aðeins
sé um efri hluta upphaflegs Bakkahyls að ræða. Einnig hafa
myndast fleiri staðir neðar og falleg breiða neðarlega við
grjótgarðinn sem er vel þess virði að kasta á.
Nr. 46 Eyrarbreiða
Eyrarbreiða er oftast veidd að austanverðu og er þá ekið
niður veg við bæinn Veisusel og þaðan í túnjaðrinum þar
til hægt er beygja og keyra niður brekku að veiðistaðnum.
Efst í veiðistaðnum er ævinlega bleikja og liggur hún helst
í straumskilunum og aðeins inn á dauða vatnið. Fyrir miðri
breiðu er steinn sem stendur upp úr og er gott að byrja aðeins
ofan við hann þegar reynt er við laxinn. í kringum þennan
stein og utan við hann eru fleiri steinar og liggur laxinn við
þá en einnig í miðjum strengnum frá þessum steinum og
alveg niður á brot. Einn af betri stöðunum í uppánni og
heldur fiski allt tímabilið.
Nr. 47 Litlabreiða
Nafnið er ekki réttnefni á veiðistaðnum enda líklega
vandfundin stærri breiða. Ekið er frá sama slóða og liggur
niður á Eyrarbreiðu en þegar komið er niður brekkuna er
farið upp með ánni þangað til komið er að girðingu, þaðan
er gengið upp að veiðistaðnum en ekki er ráðlegt að vera
uppi á háa kantinum. Hægt er að veiða staðinn frá báðum
bökkum en þó kjósa flestir að veiða hann að austanverðu,
þar er laxinn nær landi. Ef staðurinn er veiddur að
vestanverðu þarf að vaða töluvert út í ána. Gott er að byrja
fremur ofarlega og kasta ofan við ólgur sem myndast af
stórum steinum úti í ánni. Rétt ofan við og neðan við þessa
steina eru aðallegustaðir laxanna þegar líða tekur á sumar
en þegar fiskur er að ganga af krafti má fá fiska alla leið
niður á brot.
Fiskur á í Ferjupolli.
Nr. 49 Þvergarðsbreiða
Flestir veiða staðinn að austanverðu en einnig er hægt að
vaða út í miðja á að vestanverðu og kasta þaðan. Ofarlega
eru grjót á grynningunum og er ráðlegt að byrja aðeins
ofan við þau en út af þeim og aðeins ofar má finna laxa,
sérstaklega ef gott vatn er í ánni. Neðan við grjótin er renna
meðfram austurlandinu og niður að steini sem stendur upp
úr neðarlega. Þarna getur fengist silungur mjög nálægt landi
og neðan við steininn sem stendur upp úr.
Nr. 50 Hrísgerðisbreiða
Laxinn liggur hér nær vesturlandinu og getur verið nálægt
landi. Erfitt er þó að athafna sig þar sem hár bakki truflar
köstin og auðvelt er að styggja fiskinn. Því kjósa flestir að
veiða staðinn frá austurlandinu, vaða út í miðja á og veiða
vesturbakkann þaðan. Gott er að vaða út í þar sem steinn
stendur upp úr nálægt vesturbakkanum og veiða niður eftir.
Á miðri breiðu sést brjóta á steini aðeins vestan við miðju,
niður af honum liggur oft lax. Gott er að veiða niður að
stórum steini sem stendur upp úr að austanverðu og vaða
þaðan aftur í land.
58 Veiðimaðurinn Júni 2005