Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 61

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Blaðsíða 61
Afmælisfundur: Veiða og sleppa aðferðin Það var vel mœtt á afmœlisfund SVFR á Grand Hótel Reykjavík. Ljósmynd Loftur Atli Eiríksson. SVFR hélt fund á afmælisdegi félagsins 17. maí s.l. á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins var VEIÐA OG SLEPPA - Hefur það tilgang? Skilar það árangri? Fundurinn hófst á ávarpi Bjarna Júlíussonar formanns Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Síðan fluttu þeir Guðni Guðbergsson fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, Jón Kristjánsson sjálfstætt starfandi fiskifræðingur, Orri Vigfússon formaður NASF og Ólafur E. Jóhannsson veiðimaður áhugaverð framsöguerindi. Óhætt er að segja að misjöfn sjónarmið komu fram í máli framsögumanna og sýndist sitt hverjum um árangur þess að sleppa fiskinum aftur í ána. Að loknum erindum framsögumanna voru pallborðsumræður með fyrirspurnum úr sal. Þátttakendur í pallborðsumræðum voru framsögumenn auk Péturs Péturssonar leigutaka Vatnsdalsár sem greindi frá reynslu sinni af þessari veiðiaðferð, að sleppa öllum veiddum fiski. Fundarstjóri var Stefán Jón Hafstein. Fundurinn var fjölmennur og því óhætt að fullyrða að umræðuefnið vakti áhuga veiðimanna. Stangaveiðifélag Reykjavíkur vill færa framsögumönnum, fundarstjóra og Pétri Péturssyni bestu þakkir fyrir þátttöku í fundinum sem að mati undirritaðs var bæði fróðlegur og málefnalegur og heppnaðist vel. Brynjar Már Magnússon formaður LS kynnir veggspjald sem LS er að gefa út. Stefán Jón Hafstein fundarstjóri heldur á fyrsta eintakinu af veggspaldinu. Ljósmynd Loftur Atli Eiríksson. Veggspjald frá LS Á afmælisfundinum kvaddi Brynjar Már Magnússon formaður Landssambands stangaveiðifélaga sér hljóðs og sagði frá því að LS hefði gefið út veggspjald sem setja ætti upp í veiðihúsum víðs vegar um landið. Á veggspjaldinu væru leiðbeiningar fyrir veiðimenn sem kjósa að sleppa veiddum fiski. Að svo mæltu afhenti Brynjar formanni SVFR fyrsta eintakið af veggspjaldinu. Fréttapunktar SVFR - samantekt Þorsteinn Ólafs 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.