Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 63

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Side 63
 Jón Þór Júlíusson leiðbeinir veiðimönnum við Fosshyl í Korpu. Korpa hentar víða vel til fluguveiða. . ^^~T**~~TT”,r'iT*irMTnlVlrwffBWrmrli*irri »¥*li T *JI | ■ »L HII Hluti veiðimannanna sem tók þátt í göngunni með Korpu (Úlfarsá). Ljósmyndir Alfreð S. Jóhannsson. Veiðileiðsögn í Úlfarsá (Korpu) Fræðslunefnd SVFR í samstarfi við Jón Þór Júlíusson leigutaka Korpu stóð fyrir gönguferð með ánni um miðjan júní s.l. Það var góður hópur veiðimanna sem lagði upp frá félagsheimili SVFR í hópferðabíl. Á leið upp að Korpu afhenti Jón Þór Júlíusson þátttakendum kort af ánni. Fyrst var ekið upp að efri svæðum Korpu og síðan gengið með neðri hluta árinnar og endað niðri við ós. í ferðinni gerði Jón Þór grein fyrir leyndardómum árinnar og helstu veiðistöðum og hvernig best er að bera sig að við veiðarnar. Þá sagði Jón Þór frá fyrirhuguðum framkvæmdum við ána, brúargerð og spennandi breytingum á árfarvegi hennar, tilkomu nýs veiðihúss o.fl. í lok gönguferðar var áð við gamla veiðihúsið neðst við ána þar sem þátttakendur þáðu léttan hádegisverð. Undirritaður tók þátt í ferðinni og færir Jóni Þór bestu þakkir fyrir frábæra leiðsögn og veit að hann talar fyrir munn allra þátttakenda í ferðinni. Fréttapunktar SVFR - samantekt Þorsteinn Ólafs 63

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.