Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 65

Veiðimaðurinn - 01.06.2005, Page 65
Undirbúningur fyrir veiðitímabilið Árnefndir keppast víða við að koma í lag veiðihúsum, setja niður merki og annað áður en veiðitíminn hefst og fyrstu veiðimenn hefja veiði. Árnefndir eru veigamikill hlekkur í starfi SVFR, vinnuframlag þeirra er mjög mikilvægt. Við Andakílsá ern tvö veiðihús, annað fyrir silungasvœðið og hitt fyrir laxasvœðið. Myndin er af veiðihúsinu fyrir laxasvœðið i Andakílsá sem var tekið i gegn að innan og málað að utan svo veiðimenn geti átt góðar stundir í húsinu í sumar. Ljósmynd Kristján Guðmundsson. Við Norðurá 1 var gengið frá nýrri viðbyggingu við veiðihúsið og aðstaða fyrir starfsfólk bœtt. Ný amerísk heilsurúm er í öllum herbergjum veiðimanna. Bás SVFR og Veiðikortsins á sýningunni Sumarið 2005. Ljósmynd Haraldur Eiríksson. SVFR og Veiðikortið kynnt á sýningunni Sumarið 2005 SVFR og Veiðikortið voru með veglegan sýningarbás á sýningunni Sumarið 2005 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi um miðjan apríl s.l. Markmiðið með þátttöku í sýningunni var að afla nýrra félaga í SVFR og selja hið margrómaða Veiðikort. Óhætt er að fullyrða að hvort tveggja gekk mjög vel. Þeir Páll Þór Ármann og Haraldur Eiríksson stóðu vaktina fyrir SVFR á sýningunni auk þess sem stjórnarmenn tóku þátt í kynningunni. Fyrir Veiðikortið stóðu einkum að kynningunni þeir Ingimundur Bergsson og Vilhjálmur St. Eiríksson. SVFR bauð upp á sérstakt inngöngutilboð og fengu þeir sem gengu í félagið á sýningunni, 5000 króna ávísun á veiðileyfi á svæðum SVFR. Þá stóð félagið að hlutaveltu þar sem fjöldi góðra veiðivinninga var í boði. Veiðikortið var boðið á sýningunni á 4500 krónur til utanfélagsmanna en félagsmenn í SVFR fá kortið á 4000 krónur. Almennt verð er 5000 krónur. Þá gátu menn einnig valið þann möguleika að kaupa Veiðikortið og tvær fyrstu Stangaveiðihandbækurnar (Suðurland og Vesturland/ Vestfirði) á 6900 krónur. Fréttapunktar SVFR - samantekt Þorsteinn Ólafs 65

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.