Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 64

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 64
I NÝRNAVEIKI I LAXFISKUM c NÝRNAVEIKI í LAXFISKUM Á ÍSLANDI Höfundar: - Árni Kristmundsson, Sigurður Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir - Rannsóknadeild fisksjúkdóma -Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum Almennt um nýrnaveiki Nýrnaveiki afvöldum bakteríunnar Renibacterium salmoninarum er algengur sjúkdómur í laxfiskum víða um heim og veldur oft miklu tjóni, einkum í eldisfiski. Sjúkdómsfaraldrar af völdum bakteríunnar eru sjaldgæfir í náttúrunni og ekki þekktir i villi- fiskum hér á landi. Tegundir laxfiska eru misnæmar fyrir sýk- ingunni og sýnir reynslan hérlendis að regnbogasilungur og urriði séu talsvert þolmeiri en bleikja, sem er þolnari en lax. Þróun sjúkdómsins er oftast hæg en smit án sjúkdómseinkenna getur breyst í alvarlega sýkingu fyrir áhrif umhverfisþátta, breyt- inga á hormónajafnvægi (göngubúningsmyndun, kynþroski) og mismunandi erfðaeiginleika. Erfiðara er að beita forvörnum og lækningu gegn nýrnaveiki en ýmsum öðrum algengum bakteríu- sýkingum í fiski. Kemur þar m.a. ti! sú sérstaða bakteríunnar að geta borist inni í hrogni milli kynslóða (hefðbundin sótthreinsun ytra borðs hrogna dugar því ekki gegn þessari bakteríu), sýklalyf duga illa og nothæf bóluefni eru ekki enn tiltæk. Auk þessa má nefna að einangrun bakteríunnar á bakteríuæti, sem er staðalaðferð við greiningu flestra bakteríusýkinga, tekur oft langan tíma, eða 2-19 vikur. Sjúkdómseinkenni Ytri sjúkdómseinkenni geta verið lítil eða engin. Oft dökkna þó sjúkir fiskar, kviður verður þaninn vegna uppsöfnunar á kviðar- holsvökva, augu útstæð, lítil blæðandi sár á roði og blæðingar við uggajaðra. Roðsár stækka gjarnan eftir því sem sýkinni vindur fram. Innri einkenni eru mun algengari; oftast eru nýru þrútin og alsett ljósum bólguhnúðum, svo á einnig við um milta, lifur og hjarta (sjá mynd 1). Nýrnaveiki á Islandi Svo virðist sem nýrnaveikismit sé nokkuð algengt í villtum lax- fiskum um land allt (Jónsdóttir et al. 1998). Bakterían greindist í fyrsta skipti á Islandi árið 1968 í laxaseiðum í eldisstöð við Elliðaár (Helgason, 1985) og því næst í annarri stöð árin 1977-78. Greina má þrjú meginskeið í sögu nýrnaveiki í eldisfiski hér á landi. Fyrsta tímabilið spannar árin 1985-1992, en þá varð nýrnaveiki verulegt vandamál í kjölfar mikillar aukningar á laxeldi. Næsta tímabil spannar árin 1992-2003; þá hafði tekist að ná tökum á vandanum og tilfelli voru fá. Að lokum er svo tímabilið frá 2003 er nýrnaveiki greindist á ný í allmörgum eldisstöðvum. Á árunum 2003-2007 var milljónum eldisseiða fargað vegna nýrnaveikismits og nam tjónið hundruðum milljóna króna. Ástæða þessarar hrinu er að öllum líkindum sú að smit barst inn í eldisstöð með áhöldum úr smituðum villiklakfiskum. Þar magnaðist smitið og dreifðist með flutningi smitaðra, en einkennalausra seiða til fleiri eldis- J 64 4'09

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.