Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 16

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Side 16
I Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur að loknum aðalfundi í nóvember 2008. Standandi frá vinstri eru þeir Þorsteinn Ólafs, Marinó Marinósson og Bernhard A. Petersen. Sitjandi frá vinstri eru þeir Eiríkur St. Eiríksson, Gylfi Gautur Pétursson, Guðmundur Stefán Maríasson formaður og Árni Friðleifsson. Ljósmynd: Golli. Hugmyndir um stækkun athafnasvæðis Hestamannafélagsins Fáks, sem leiða munu til þess, ef af verður, að hesthúsahvetfið mun teygja sig niður undir árhakkann ofan við skeiðvöll Fáks, eru algerlegafráleitar. Bœði munu þær stofna lífríki Elliðaánna, þ.á.m. fiskistofnum ánna í mikla hættu, en einnig eru þessar hugmyndir afar varhugaverðar útfrá öryggissjónarmiði m.t.t.flóðahœttu í ánum. Borgaryfirvöld hafa margsinnis lýst yfir þeim ásetningi sínum að vernda svo sem kostur er viðkvæmt lífríki Elliðaánna sem og að stuðla að vexti og viðgangi laxastofns ánna sem því miður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Er þar skemmst að minnast nýrnaveiki sem greinst hefur í klaklaxi undanfarin ár setn hefur orðið þess valdandi að seiðum hefur ekki verið sleppt í árnar til styrkingar laxastofninum. Breyting á deiliskipulagi sem leiðir til þess að áreiti við árnar verður aukið ennfrekar en orðið er, en flestum þykir reyndar nóg um, er algerlega á skjön við yflrlýst tnarktnið um verndum EUiðaánna. Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur hvetur borgaryfirvöld eindregið til þess að falla frá öllum hugmyndum umfrekari stafsemi og rask á bökkum Elliðaánna sem og hug- myndum um framkvæmdir sem mögulega geta stefnt lífríki Elliðaánna í hœttu.Að eiga gjöfula laxveiðiá í miðri borg er ekki bara tíl þess að stæra sig af á tyUidögum. Slíkri eign fylgir gríðarleg ábyrgð, ekki bara gagnvart þeim sem njóta umhverfisins í samtíðinni, heldur einnig gagnvart óbornum kynslóðum um alla framtíð. Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavikur" Fyrstur á mælendaskrá var Einar Guðmundsson - öðru nafni Einar prentari - og sagðist hann vilja spjalla lítillega um Elliðaárnar. Hann sagði það sína skoðun að tveggja laxa kvóti á stöng í Elliðaánum væri fráleitur. Þá væri alveg eins gott að hætta því að veiða í ánum. Einar sagðist hafa orðið var við það þegar hann gekk með ánum í sumar sem leið að á sumum stöðum hefði verið haugur af gæsaskít á árbakkanum og líkja mætti ánni við sannkallaðan drullupoll vegna þessa. Fiskurinn gæti ekki verið ætur. Einar sagðist andmæla hugmyndum um byggingu Slökkvistöðvar fyrir neðan Stekkjarbakkann en hann teldi farfugla, líkt og gæsir, vera mesta vandamálið. Enginn vissi hvaða sníkjudýr þessir fuglar gætu borið með sér erlendis frá til landsins. Einar sagði brýna nauðsyn bera til þess að fá ýlur til að fæla gæsirnar frá Elliðaánum og hann sagðist hvetja fundarmenn til að samþykkja að ýlum verði komið upp við árnar í því skyni. Hann sagði sömuleiðis að fjórir laxar á stöng væri lágmarkskvóti og nær væri að hafa kvótann sex eða jafnvel átta laxa á stöngina. Enginn annar bað um orðið og fundarstjóri bar því upp tillögu stjórnar. Var tillagan samþykkt samhljóða. Fundarstjóri bjó sig því næst til að gefa formanni orðið áður en fundi væri slitið en Einar Guðmundsson bað þá aftur um orðið sem fundarstjóri varð við. Einar sagðist hafa ýmislegt að athuga við það hve veiðin í Stóru-Laxá hefði verið léleg og þá ekki síst í byijun veiðitímabilsins. Ain væri steindauð í júní og byijun júlí þrátt fýrir að mikið hefði áunnist í netaupptökumálum. Það hlyti að vera hægt að auka klak í ánni og Einar sagðist 16 4 '09

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.