Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 61

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 61
 SVFR SVFR-PUNKTAR Tómasson skyldu gera tillögu um leigu Elliðaánna en Gunnar E. Benediktsson, Óskar Norðmann og Brynjólfur Stefánsson gera uppkast að lögum fyrir félagið. Nefndin kom tvívegis saman, og varð ásátt um að leggja fyrir fundinn frumvarp að lögum fyrir hið nýja félag. Samþykkt var með 15 atkvæðum að félagið skyldi heita Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Eggert Kristjánsson stórkaupmaður kvaddi sér hljóðs, taldi hann nauðsynlegt að hverfundarmaðurfengifjölritað eintakaf lögunum til þess að geta áttað sig á þeim og bar hann fram svofellda tillögu: „Þar sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur verið stofnað og því valið nafn, en þar sem lagafrumvarp fyrir félagið ekki er nægilega undirbúið, þá ályktar fundurinn að halda framhaldsstofnfund til þess að ganga frá samþykkt laganna, en í millitíðinni sé kosin þriggja manna bráðabirgðastjórn, sem gæti hagsmuna félagsins til næsta fundar." Eftir umræður var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og kosnir í bráðabirgðastjórn þeir Gunnar E. Benediktsson formaður og meðstjórnendur Óskar Norðmann og Friðrik Þorsteinsson. Friðrik Þorsteinsson tók næstur til máls og skýrði fyrir fundar- mönnum tilboð það sem nefndin (sem kosin var á síðasta fundi) hefði komið sér saman um að gera í Elliðaárnar. Bar hann fram eftir- farandi tillögur fyrir hönd nefndarinnar: 1) Að leigja Elliðaárnar í sumar, með sama fyrirkomulagi á rennsli og var í fyrra fyrir kr. 2.800 og leggja til einn næturvörð. 2) Að leigja Elliðaárnar fyrir kr. 5.000 með frjálsu rennsli og ieggja til einn næturvörð. Eftir beiðni Ásgeirs Gunnlaugssonar kaupmanns var hvor liður fyrir sig borinn sérstaklega undir atkvæði. Var fyrri liðurinn sam- þykktur með níu atkvæðum gegn einu, en síðari liðurinn sam- þykktur með öllum greiddum atkvæðum. í lokfundar bað fundarstjóri þá menn sem vildu gerast stofn- endur að félaginu að láta skrá(setja) sig hjá ritara og létu þessir menn skrá sig: Eiríkur S. Beck, Eggert Kristjánsson, Egill Vilhjálmsson, Sig- urður Z. Guðmundsson, Jóhannes Z. Magnússon, Óskar Norð- mann, Sigmundur Jóhannsson, Gunnar E. Benediktsson, Friðrik Þorsteinsson, Guðmundur Helgi Pétursson, Jón Sívertsen, Pétur H. Magnússon, Óskar Thorberg, Gunnlaugur Fossberg, Magnús S. Magnússon, Gunnar Bachmann, EinarTómasson, Egill Árnason, Eyjólfur Þorsteinsson, Kristján Sólmundsson, Sigurður Sigurz, Ólafur Jónsson, Valur Gíslason, Indriði Waage, Þorbergur Kjartansson, Pálmar (sólfsson, Friðrik Petersen, Agúst Jónsson bakarameistari, Halldór R. Gunnarsson, Guðmundur Jóhannsson, Björn E. Árnason endurskoðandi, Brynjólfur Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ólafur Gíslason stórkaupmaður, Morten Ottesen, ÁsgeirGunnlaugsson, Lauritz Boeskov, Jón Símonarsson bakara- meistari, Jón Þorvarðarson, Árni Knudsen, Þórarinn Kristjánsson, Guðbjörn Guðmundsson, Jón Bergsson, Pétur Jóhannsson, Sæmundur Stefánsson, Magnús Vigfússon, Lúðvík Lárusson og Gunnlaugur Ásgeirsson. FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Árið 1939, miðvikudaginn 24. maí, kl. 20:30 varframhaldsstofnfundur í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur settur í Baðstofu Iðnaðarmanna. Fundur þessi var boðaður skriflega og var hverjum félagsmanni jafnframt sent fjölritað eintak að frumvarpi að lögum fyrir Stanga- veiðifélag Reykjavíkurfrá síðasta fundi. Ákvað fundarstjóri að hver grein frumvarpsins yrði borin undir atkvæði sérstaklega með breytingum sem fram komu á fundinum. Frumvarpið í heild yrði síðan einnig borið undir atkvæði með breytingum sem samþykktar voru við hverja grein. Frumvarpið var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. í lögunum segir í 2. grein um tilgang félagsins: • Að veita þeim félagsmönnum sem vilja, eftir því sem við verður komið, aðstoð til að fá leigð veiðiréttindi í veiðiám og vötnum. • Að vinna á móti því að notaðar séu veiðiaðferðir sem eru ólöglegar eða líklegartil að spilla veiði. • Að auka félagslyndi og samvinnu meðal þeirra er hafa áhuga á og taka þátt í lax- og silungsveiðum og í félaginu eru. • Að veita félagsmönnum fræðslu um lax- og silungsveiðar eftir því sem tökeru á án verulegs kostnaðar. Í4. grein var ársgjald félagsmanna ákveðið krónur 10,00og skal það greiðast fyrir 1. apríl ár hvert. í 5. grein er kveðið á um skipan 3ja manna veiðinefndar sem skal kosin í félaginu, er hefur það starfá hendi að athuga hverjar veiðiár eru á boðstólum til útleigu fyrir stangaveiði, og með hvaða kjörum. Nefnd þessi skal og annast undirbúning og úthlutun á veiðileyfum, eftil kemur. I stjórnarkosningu hlutu þessir kosningu: Gunnar E. Benediktsson lögfræðingur formaður. Meðstjórnendur Óskar Norðmann stórkaupmaður og Friðrik Þorsteinsson'húsgagnasmíðameistari. I varastjórn voru kosnir þeir Pétur Halldórsson deildarstjóri og Brynjólfur Stefánsson forstjóri. Endurskoðendur voru kosnir Egill Vilhjálmsson forstjóri og Egill Árnason umboðssali. I veiðinefnd voru kosnir Einar Tómasson kolakaupmaður, Björn E. Árnason endurskoðandi og Sigmundur Jóhannsson verslunarmaður. Næsta mál á dagskrá var „Veiðiréttindi í Elliðaánum". Gunnar E. Benediktsson tók til máls. Las hann upp tilboð sem gert hafði verið í Elliðaárnar og bréf frá borgarstjóra. Bar hann fram eftirfarandi tillögur: 1) Fundurinn ályktar að fela stjórn félagsins að samþykkja tilboð rafveitunnar um leigu á veiðirétti í Elliðaárnar á þessu sumri, fyrir kr. 3.500. og gera samning þessu viðvíkjandi við rafmagnsstjóra. 2) Fundurinn samþykkir að láta félagsmenn ganga fyrir um leigu á veiðirétti í Elliðaánum í sumar en heimilar að leigja utanfélagsmönnum verði ekki fullskipað af félagsmönnum þann 28. maí nk. Voru báðar þessar tillögur samþykktar með öllum greiddum atkvæðum. f lok fundar bað fundarstjóri þá sem hefðu hug á því að veiða í Elliðaánum í sumar að verða eftir þegar fundi væri slitið svo þeir gætu rætt málið sín á milli. 4 '09 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.