Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 18
VEIÐIKONAN MJÖLL „NORÐURÁ, MJÖLL“ Mjöll Daníelsdóttir og GuðmundurViðarsson hafa rekið veiðihúsið á Rjúpnaási við Norðurá af miklum myndarskap síðan árið 1996. Nú sjá þau um rekstur íjögurra veiðihúsa áVesturlandi. Bæði hafa brennandi áhuga á fluguveiði, eru lunknir veiðimenn og kasta fyrir lax þegar þau geta, bæði í Norðurá sem og annars staðar.VEIÐIMAÐURINN tók hús á Mjöll og ræddi við hana urn laxveiði, nýstofnað veiðifélag kvenna sem kallast Kavíarklúbburinnn og lífið við Norðurá. Texti: Bjarni Brynjólfsson Myndir: Úr einkasafni Mjallar. N:: “orðurá,Mjöll!“ Þannig er gjarnan svarað í símann þegar hringt er í veiðihúsið á Rjúpnaási. Þessi tvö orð gætu svo auðveldlega ruglað ókunnuga í ríniinu um hásumar. Kunnugir vita hins vegar að Mjöll er allt í öllu í veiðihúsinu í Norðurá og að þar ræður hún ríkjum þótt Gummi hafi auðvitað sitt að segja líka. „Þú ert eiginlega orðin samgróin Norðurárdalnum og eiginlega mamrnan í veiðihúsinu, bæði í bókstaflegum skilningi og svo fýrir veiðimenn og starfsfólkið. Ertu svona hrifin af staðnum?" „Þetta er yndislegur staður.Við höfum verið þarna öll sumur í tólf ár og verðum áfram með veiðihúsið í sumar. Þegar ég ek Norðurárdalinn finnst mér ég alltafvera komin heim.Að reka svona stað er hins vegar gríðarrnikil vinna. Maður vaknar klukkan hálfsex á morgnana og fer að sofa klukkan hálftvö á nóttunni - allt sumarið. Við erum í rauninni á vaktinni allan sólarhringinn því við erum staðarhaldarar þarna. Og það hefúr ýmislegt komið upp á. Menn hafa til dæmis slasað sig, dottið í ána fram af klettum svo þurft hefur að flytja þá á sjúkrahús. En þetta er gefandi starf og skemmtilegt, ekki síst ef maður hefi.tr mikinn áhuga á veiði eins og ég. Starfið er hins vegar ekki ntjög fjölskylduvænt. Við Gummi eigum þrjú börn og höfum verið svo heppin að foreldrar hans eru með bústað rétt hjá veiðihúsinu og þau hafa verið með Hlluna okkar á meðan við erum að vinna en hin tvö starfa hjá okkur." Veiðiveitingar, fyrirtæki Guðmundar og Mjallar, sér nú um fjögur veiðihús á Vesturlandi. Veiðihúsin við Norðurá, Hítará, Langá og Laxá í Dölum. Það er því í mörg horn að líta hjá þeim hjónum. „Fyrirtækið er orðið allstórt. Það þarf að vanda val á starfsfólki. Ég hef haft mannaráðningarnar á minni könnu og er yfirleitt búin að ráða í allar stöður í lok febrúar. Stelpurnar mínar verða að vera reglusamar og duglegar. Ég hef aldrei lent í vandamálum þeirra vegna og flestar vílja koma aftur að ári.Við reynurn að hafa góðan vinnuanda í húsinu og ég hef t.d. lagt ínikið upp úr því að leiðsögumönnunum okkar Kði vel og að þeir hafi jafngóðan aðbúnað og annað starfifólk. Þeir verða að hafa sitt afdrep, góðar dýnur og fínan mat enda sinna þeir erfiðu og krefjandi starfi.“ Maríulaxinn úr Norðurá „Þú ert sjálf orðin mikil veiðikló? Ertu alveg forfalhn?“ „Ég veiddi maríulaxinn minn í Norðurá sumarið 1998. A besta tíma í júlí. Það er dálítið skemmtileg saga á bak við það. Hjá okkur voru Frakkar í mörg ár, þeir áttu alltaf bókaða sömu vikuna. Leiðtoginn í hópnunr heitir Eric og einn daginn bað hann mig urn að fa biHnn minn lánaðan. Ég sagði honum að það væri sjálfsagt ef ég fengi að veiða á stöngina hans á meðan. Hann samþykkti það strax. Mig hafði þá langað til að prófa að veiða í dáHtinn tíma og þetta var kjörið tækifæri.Við átturn Laxfoss þennan morgun og byrjuðum á Brotinu. Ég var alveg eins og Stella í orlofi. Lax stökkvandi um allt en enginn vildi bíta á hjá mér.Við vorum búin að reyna allar flugurnar í boxinu en ekkert gekk. Loks ákvað ég að setja fluguna Hauginn undir. Og í fyrsta kasti fékk ég lax. Jón G. Baldvinsson var á Eyrinni, hinum megin við ána og þegar hann sá að ég var komin með lax á fcrið óð hann yfir, rak Gurnma burt með þeim orðum að hann ætlaði að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.