Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 40

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 40
LÁRUS KARL C I Lárus Karl með fallegan lax úr Hnausastreng úr Vatnsdalsá. Sigurður er frábær persóna, einstakur fluguhnýtari og segir mjög skemmtilega frá. Bækurnar eru lagðar upp þannig að veiðimennirnir eru eiginlega að ráðleggja mönnum um val á flugum og segja þeim til á bakkanum. Þarna er heilmikill fróðleikur t.d. um hvaða flugur skal nota við tilteknar aðstæður." Myndirnar af flugunum eru margar hveqar einkar listrænar enda leggur ljósmyndarinn mikið upp úr hverri mynd. „Ég vildi ekki nota dauða bakgrunna því þá verða myndirnar eins og þær séu teknar á spítala. Það verður að vera stemmning í þeim, eins og þær séu teknar úti í náttúrunni eða í veiðihúsi. Svo eru veiðimyndir og landslag inni á miHi sem gera bækurnar Mflegri. Textarnir eru hnit- miðaðir og þar er að finna ýmsar skemmti- og reynslusögur." Lárus Karl gefur íslenskum fiuguhnýturum hæstu einkunn. „Við eigum marga snillinga í þessari listgrein. Þegar farið er svona nálægt flugunum með linsunni er heldur enginn afsláttur gefinn. Þá sést hvert einasta smáatriði. Og flugurnar eru frábærlega vel hnýttar. Þetta eru yfirleitt miklir ástríðumenn í handverkinu og gera þetta óaðfinnanlega." I laxaflugubókinni eru nokkrar flugur sem fæstar er að finna í fluguveskjum veiðimanna. Nægir að nefna t.d. fluguna Akroyd í því samhengi. „Það er nú dálítið skemmtilegt að segja frá því að eftir að bókin kom út hefur flugnaúrvalið aukist. Verslanir hafa á ný látið hnýta sumar af flugunum sem voru hættar að fást. Það er gaman að hafa orðið til þess að auka fjölbreytnina." Lárus Karl kveðst veiða silung og lax jöfnum höndum. Hann byijar veiðisumarið yfirleitt í Hlíðarvatni í Selvogi sem hann hefur mikið dálæti á og fer síðan í Svartá í Bárðardal eða Laxá í Þing- eyjarsýslu að glíma við urriðann. „Ég fer yfirleitt ekki nema í tvo til þrjá laxatúra á sumri. Ég stunda helst haustveiðar á laxi þegar verðið er orðið skaplegt. Ég reyni að komast árlega í fjölskyldutúr í Krossá á Skarðsströnd sem er feiki skemmtileg fjölskylduá. Skemmtilegasta veiði sem ég kemst í er urriðaveiði. Urriðinn er líka svolítið agnvandur. Maður getur setið ráðalaus á bakkanum í Laxá í Þing, búinn að kasta öflu í þurrfluguboxinu en þá er hann að éta eitthvað allt annað aflt í kringum mann. Þegar maður hittir á réttu fluguna er líka gaman að vera til. Ogleymanlegur urriði Þurrfluguveiðar eru toppurinn í veiðinni. Ég hef fengið sex punda urriða á þurrflugu og mun aldrei gleyma því. Ég er á móti magn- veiði. Ég held ég hafi aldrei komið með meira en fjóra laxa heim úr veiðiferð. Ef ég fæ tvo til þijá urriða á dag er ég mjög ánægður. Mér myndi ekki detta í hug að raða 20 fiskum í bakpokann hjá mér. Góður veiðitúr snýst alls ekki um aflann heldur heildarpakkann; félagsskapinn, útiveruna og náttúrlega allt þetta óvænta sem kemur upp á í hverri einustu veiðiferð. Það er líka svo hollt að rifa sig burt frá borgarlífmu og hugsa um eitthvað allt annað en vinnuna." Ert þú afltaf með myndavél með þér í veiði? „Ljósmyndun er ekki vinna. Hún er lífsstíll sagði koflegi minn eitt sinn. Eg er alltaf með fltla myndavél með mér á bakkanum. Ég var lengi vel með eina vatnshelda sem ætti að vera staðalbúnaður veiðimannsins. Eg mæli með Pentax og Olympus vatnsheldum vélum sem hægt er að stinga á kaf og taka myndir niðri í vatrnnu. Þetta eru ffábær tæki að hafa með sér. Þegar ég er að vinna er ég hins vegar með stóru græjurnar í farteskinu. Myndirnar verða betri með alvöru græjum.“ 40 4 '09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.