Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 63

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Blaðsíða 63
viðsemjendur félagsins um verðlækkun í samningum. Sem fyrr greiða félagar í SVFR lægra verð fyrir veiðileyfi hjá félaginu en utan- félagsmenn sem greiða 20% hærra verð. í vatnaveiði eiga félagsmenn sem fyrr kost á að kaupa Veiðikortið með 1.000 króna afslætti eða fyrir aðeins 5.000 krónur. Handhafar Veiðikortsins hafa nær ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 30 veiði- vötnumognægirþaraðnefnaÞingvallavatn(fyrirlandiþjóðgarðsins), Hítarvatn á Mýrum, Meðalfellsvatn í Kjós, Hópið í Húnavatnssýslu og Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Kvóti í stað veiða og sleppa í Stóru-Laxá, Sogi og Tungufljóti Veiðireglur eru breyttar í Stóru-Laxá, Sogi ogTungufljóti í Skaftafells- sýslu fyrir komandi veiðitímabil. Búið er að afnema veiða/sleppa reglurnar sem settar höfðu verið á svæðunum og settur kvóti á veiðimenn í staðinn. Þetta hefur í för með sér breytingar á leyfilegu agni, og eins hefur veiðitíma í Stóru-Laxá verið breytt verulega. í Stóru-Laxá verður júníveiði ekki í boði og hefst veiði ekki fyrr en 1. júlíá öllum svæðum. Þá verður svæði IV lokað í september. Veiða /sleppa reglan sem var í gildi í september hefur verið afnumin og nú er kvóti tveir laxar á hvern stangardag í september. Eftir það ber að sleppa laxi. Því er nú hægt að brúka flugu, maðk og spón í Stóru-Laxá líkt og áður en menn eru hvattir til þess að sleþþa stórlaxi. Þá er hægt að kaupa staka daga fram í miðjan ágúst á svæðum I og II og er veitt frá morgni til kvölds. Eftir það taka við tveggja daga holl. Á svæðum III og IV eru seldir stakir dagar allt veiðitímabilið. [ Soginu er einnig búið að afnema veiða/sleppa regluna í september og setja á tveggja laxa kvóta. Maðkveiði er því nú aftur leyfileg í september. Veiðimenn eru hvattirtil þess að sleppa stórlaxi ef kosturer. í Tungufljóti í Skaftafellssýslu hefur veiða/sleppa reglan einnig verið afnumin í samráði við Veiðimálastofnun. Nú er kvóti á veiði- menn frá 15. september tveir sjóbirtingar á hverja dagsstöng. Því er aftur leyfilegt að brúka flugu, maðk og spón í Tungufljóti. Ekki er kvóti á laxi og bleikju. Mýrarkvísl ný veiðiá hjá SVFR Mýrarkvísl í Reykjahverfi er ný í umboðssölu hjá SVFR. Mýrarkvísl rennur til Laxár í Aðaldal sunnan við Laxamýri, rétt neðan við Heiðar- endann ofan Mýrarvatns. Um er að ræða 25 kílómetra veiðisvæði með 50 merktum veiðistöðum.Það er ánægjulegt að segja frá því að mjög mikil verðlækkun hefur orðið á veiðileyfum frá síðasta ári. Það er ekki aðeins að verð veiðileyfanna lækkar umtalsvert frá fyrra ári heldur hefur stöngum einnig verið fækkað og er veitt á þrjár stangir í stað fjögurra áður. Sem fyrr er aðeins heimilt að veiða á flugu í Mýrarkvísl og er það í samræmi við þær reglur sem eru við lýði í Laxá. Stórlaxi ber að sleppa en heimilt er að hirða minni laxana. Mýrarkvísl ersíðsumarsá, og því eru aðeins í boði hjá SVFR veiðileyfi eftir miðjan júlí. Sjá nánar á vef félagsins, www.svfr.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á halli@svfr.is. Laus veiðileyfi á www.svfr.is í lok febrúar í ár var opnað fyrir sölu veiðileyfa á vef félagsins, www. svfr.is. Þar er að finna upplýsingar um veiðisvæði og laus veiðileyfi. Félagsmenn í SVFR og aðrir veiðimenn eru hvattir til að kynna sér sem fyrst laus veiðileyfi. Sími skrifstofunnar er 568 6050, einnig er hægt að senda fyrirspurn á svfr@svfr.is. 4 '09 63 SVFR-PUNKTAR Samantekt / Þorsteinn Ólafs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.