Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 63

Veiðimaðurinn - 01.04.2009, Síða 63
viðsemjendur félagsins um verðlækkun í samningum. Sem fyrr greiða félagar í SVFR lægra verð fyrir veiðileyfi hjá félaginu en utan- félagsmenn sem greiða 20% hærra verð. í vatnaveiði eiga félagsmenn sem fyrr kost á að kaupa Veiðikortið með 1.000 króna afslætti eða fyrir aðeins 5.000 krónur. Handhafar Veiðikortsins hafa nær ótakmarkaðan aðgang að rúmlega 30 veiði- vötnumognægirþaraðnefnaÞingvallavatn(fyrirlandiþjóðgarðsins), Hítarvatn á Mýrum, Meðalfellsvatn í Kjós, Hópið í Húnavatnssýslu og Hraunsfjörð á Snæfellsnesi. Kvóti í stað veiða og sleppa í Stóru-Laxá, Sogi og Tungufljóti Veiðireglur eru breyttar í Stóru-Laxá, Sogi ogTungufljóti í Skaftafells- sýslu fyrir komandi veiðitímabil. Búið er að afnema veiða/sleppa reglurnar sem settar höfðu verið á svæðunum og settur kvóti á veiðimenn í staðinn. Þetta hefur í för með sér breytingar á leyfilegu agni, og eins hefur veiðitíma í Stóru-Laxá verið breytt verulega. í Stóru-Laxá verður júníveiði ekki í boði og hefst veiði ekki fyrr en 1. júlíá öllum svæðum. Þá verður svæði IV lokað í september. Veiða /sleppa reglan sem var í gildi í september hefur verið afnumin og nú er kvóti tveir laxar á hvern stangardag í september. Eftir það ber að sleppa laxi. Því er nú hægt að brúka flugu, maðk og spón í Stóru-Laxá líkt og áður en menn eru hvattir til þess að sleþþa stórlaxi. Þá er hægt að kaupa staka daga fram í miðjan ágúst á svæðum I og II og er veitt frá morgni til kvölds. Eftir það taka við tveggja daga holl. Á svæðum III og IV eru seldir stakir dagar allt veiðitímabilið. [ Soginu er einnig búið að afnema veiða/sleppa regluna í september og setja á tveggja laxa kvóta. Maðkveiði er því nú aftur leyfileg í september. Veiðimenn eru hvattirtil þess að sleppa stórlaxi ef kosturer. í Tungufljóti í Skaftafellssýslu hefur veiða/sleppa reglan einnig verið afnumin í samráði við Veiðimálastofnun. Nú er kvóti á veiði- menn frá 15. september tveir sjóbirtingar á hverja dagsstöng. Því er aftur leyfilegt að brúka flugu, maðk og spón í Tungufljóti. Ekki er kvóti á laxi og bleikju. Mýrarkvísl ný veiðiá hjá SVFR Mýrarkvísl í Reykjahverfi er ný í umboðssölu hjá SVFR. Mýrarkvísl rennur til Laxár í Aðaldal sunnan við Laxamýri, rétt neðan við Heiðar- endann ofan Mýrarvatns. Um er að ræða 25 kílómetra veiðisvæði með 50 merktum veiðistöðum.Það er ánægjulegt að segja frá því að mjög mikil verðlækkun hefur orðið á veiðileyfum frá síðasta ári. Það er ekki aðeins að verð veiðileyfanna lækkar umtalsvert frá fyrra ári heldur hefur stöngum einnig verið fækkað og er veitt á þrjár stangir í stað fjögurra áður. Sem fyrr er aðeins heimilt að veiða á flugu í Mýrarkvísl og er það í samræmi við þær reglur sem eru við lýði í Laxá. Stórlaxi ber að sleppa en heimilt er að hirða minni laxana. Mýrarkvísl ersíðsumarsá, og því eru aðeins í boði hjá SVFR veiðileyfi eftir miðjan júlí. Sjá nánar á vef félagsins, www.svfr.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á halli@svfr.is. Laus veiðileyfi á www.svfr.is í lok febrúar í ár var opnað fyrir sölu veiðileyfa á vef félagsins, www. svfr.is. Þar er að finna upplýsingar um veiðisvæði og laus veiðileyfi. Félagsmenn í SVFR og aðrir veiðimenn eru hvattir til að kynna sér sem fyrst laus veiðileyfi. Sími skrifstofunnar er 568 6050, einnig er hægt að senda fyrirspurn á svfr@svfr.is. 4 '09 63 SVFR-PUNKTAR Samantekt / Þorsteinn Ólafs

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.