Fréttablaðið - 22.03.2023, Side 8
En hún tekur engar
ákvarðanir þegar
kemur að viðskiptum.
Módelið er ekki stað-
reyndavél og mun
alltaf gefa upp líkleg-
asta svarið. Það er ekki
leitarvél.
Angela Jiang, vöruhönnuður
hjá Open AI
8 markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 22. mARs 2023
miðVikuDaGur
lovisa@frettabladid.is
Árni Geir Valgeirsson, forstöðu-
maður á upplýsingatæknisviði
Íslandsbanka, segir að þar á bæ
sjái þau mörg tækifæri almennt í
nýtingu á máltækni og að þau séu
sérstaklega ánægð með samstarfið
með Miðeind.
„Að okkar mati eru þau leiðandi
aðili með vinnslu á íslenskum texta
og talmáli í stafrænum lausnum.
Tæknin er í mjög hraðri þróun á
heimsvísu, sérstaklega með Chat
GPT-4 spjallmenninu, og gæðin
eru að aukast og tækifærunum að
fjölga,“ segir Árni Geir.
Hann segir að markmiðið með
gervigreindinni sé ekki að fækka
starfsfólki heldur eigi tæknin að
nýtast til að auðvelda störf þess.
„Hún á að hjálpa til svo að starfsfólk
geti sinnt mikilvægum verkefnum
betur. Það skiptir okkur máli að geta
boðið upp á góða þjónustu, aðgengi
að upplýsingum og aðgengi fyrir
alla. Fyrir ákveðinn hóp þýðir það
að geta átt samskipti við banka með
tali. Það geta ekki allir notað snjall-
tækin sín og svo sjáum við einnig
tækifæri í aukinni sjálfvirkni í innra
starfi, í gagnavinnslu og flokkun og
greiningu gagna,“ segir Árni og að
mjög mikilvægt í þessu samhengi,
og vinnslu slíkra gagna, sé að gæta
að öryggi gagnanna.
„Við leggjum mikla áherslu á
að þessi atriði séu í lagi en eitt af
stóru markmiðum bankans í veg-
ferðinni á nýtingu á máltækni er að
leggja okkar af mörkum í að tryggja
íslenska tungu í stafrænum heimi
og þess vegna viljum við vinna með
fyrirtækjum eins og Miðeind.“
Bæði er gervigreindin notuð í
bankanum til að aðstoða spjall-
menni þeirra en einnig nota þau
hana til að greina gögn og f lokka
þau. „En hún tekur engar ákvarð-
anir þegar kemur að viðskiptum.
Við erum ekki komin þangað,“ segir
Árni Geir og að fólk þurfi ekki að
óttast um gögnin sín.
„Við hugsum þetta aðallega til
að bæta upplifun viðskiptavina og
sjálfsafgreiðslu og innri skilvirkni,“
segir hann og að gervigreind sé til
dæmis notuð til greiningar á pen-
ingaþvætti en íslenska módelið sé
ekki komið þangað.
„Við erum að horfa á þetta til að
bæta þjónustu. Hún getur svarað
viðskiptavinum hraðar og betur
og unnið hraðar úr gögnunum. Ef
einhver þarf aðstoð strax eða sam-
skipti strax er hægt að greina það
fyrr.“
Árni segir að bankinn muni byrja
smátt í þessu en að þau sjái fyrir sér
að halda áfram á þessari vegferð og
vilji styðja við þróun í máltækni.
Hann segir að fyrir bankann
skipti líka miklu máli að geta gefið
til baka og að það sé þeim mjög
mikilvægt að geta notað íslensku og
að viðskiptavinir þeirra geti treyst
á á það líka. n
Gervigreindin svarar og vinnur hraðar
Árni Geir segir gervigreindina bæta þjónustuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vöruhönnuður hjá Open AI
segir samstarfið við Miðeind
og íslensk stjórnvöld hafa
verið gott en gervigreindar-
módel fyrirtækisins, GPT-4,
talar nú íslensku. Hún segir
módelið ekki leitarvél heldur
frekar hjálparhellu.
lovisa@frettabladid.is
Angela Jiang vöruhönnuður og Elie
Georges samskiptafulltrúi starfa
bæði hjá bandaríska tæknifyrir-
tækinu Open AI sem sérhæfir sig
í gervigreind og segja samstarfið
við íslensk stjórnvöld og Miðeind
hafa gengið mjög vel. Angela segir
að hún hafi haft vitneskju um sam-
starf Open AI við íslensk stjórnvöld
og Miðeind og að henni hafi þótt til-
valið að sameina verkefnin.
Í síðustu viku var tilkynnt um
samstarf fyrirtækjanna en markmið
þess er að styðja betur við íslensku í
næstu kynslóð gervigreindarlíkana
frá fyrirtækinu og var nýjasta gervi-
greindarlíkanið, GPT-4, þjálfað í
íslensku.
„Eftir að við vorum búin að þjálfa
GPT-4 var ég að leita að samstarfs-
aðilum sem gætu aðstoðað okkur
við að komast að því hvernig það
væri að virka og hvernig við gætum
bætt það á næstu sex mánuðum
áður en við opnuðum fyrir það,“
segir Angela Jiang frá Open AI sem
vann að því að þróa forritið.
„Við viljum að módelið sé gott í
íslensku því við viljum að módelið
sé fyrir alla. Það þýðir að það þarf
að vera nytsamlegt í íslensku og allt
ferlið við að bæta módelið á öðru
tungumáli en okkar eigin gerir
módelið betra og auðveldar okkur
að útfæra það fyrir fleiri tungumál,“
segir Angela.
„Margt af því sem við höfum verið
að gera með Miðeind og íslenskum
stjórnvöldum hefur verið ákveðin
tilraunastarfsemi og þessi vinna
mun nýtast í öðrum tungumálum
líka,“ segir Angela og að smæð
landsins hafi unnið með þeim.
Þau hafi þurft að vinna hratt og að
hennar sögn var íslenska teymið
lipurt og gat tekið ákvarðanir hratt
og örugglega.
Að mati Angelu er hægt að nota
forritið til margs góðs. Hægt sé að
nota það í alls konar þjónustu, til
að kóða, það tali mörg tungumál
og svo getur það verið nytsamlegt í
menntageiranum.
„Við erum spennt fyrir notkunar-
möguleikum módelsins í öllum
geirum en hver geiri nýtir tæknina
á sínum hraða,“ segir Angela og að
allir sem vinni með texta geti notað
það til að styrkja og bæta.
Hefur þú lært einhverja íslensku?
„Ég er búin að læra takk og nota
mikið,“ segir Angela og hlær.
Elie er hluti af samskiptateymi
Open AI og segir að á sama tíma
og tæknileg vinna hafi farið fram
hafi hans teymi unnið með sam-
skiptateyminu hérna á Íslandi til að
komast að því hvernig best væri að
greina frá verkefninu og segja sögu
þess.
„Þetta er viðkvæmt málefni og
á sama tíma og við vorum að gera
þetta var mikil umræða um Chat
GPT í tengslum við menntun.“
Elie segir að í upphafi hafi margir
verið smeykir við módelið og óttast
að nemendur myndu nota það til að
svindla en nú séu margir kennarar
farnir að nota það í kennslu.
„Það getur hjálpað nemendum
að vera skapandi í hugsun og að
finna lausnir og að skilja af hverju
einhver setning lítur út eins og hún
lítur út. Við höfum einnig séð kenn-
ara nýta sér módelið til að búa til
kennsluáætlun og leiðbeiningar til
nemenda, auk þess sem hægt er að
nota lausnina sem eiginlegan kenn-
ara. Hver kennari er með sínar eigin
aðferðir til að læra,“ segir Elie.
Hægt er að nota forritið í ýmis-
legt eins og að búa til matseðla,
skrifa texta og aðstoða við nám en
Elie segir að það hafi hjálpað honum
mikið í vinnunni þegar hann er
stopp í skrifum sínum.
„Þegar ég veit ekki hvar ég á að
byrja þá hef ég notað forritið til að
hjálpa mér við að finna ólíkar leiðir
til að byrja. Eða ég skrifa eitthvað
og bið forritið að laga textann að
þeim sem á að fá hann, sama hvort
textinn á að vera faglegri eða vina-
legri,“ segir hann.
Angela segir að það sé eitt sem
forritið er ekki, leitarvél, og því sé
ekki hægt að ætlast til þess að það
svari endilega rétt. Hún útskýrir
að ekki allar útgáfur módelsins séu
tengdar netinu og því geti það ekki
vitað margt af því sem það er spurt
um.
„Módelið er ekki staðreyndavél
og mun alltaf gefa upp líklegasta
svarið. Það er ekki leitarvél en eins
og við höfum þjálfað það núna er
ólíklegra að það svari með ímynd-
uðum staðreyndum [e. halucinate
facts] og svari frekar á þá leið að það
sé tungumálamódel og að það viti
ekki svarið. Við viljum að það svari
annaðhvort með sannleikanum eða
að það viti ekki. En fólk ætti alveg að
staðreyndatékka það sem það fær úr
forritinu,“ segir hún og hlær. n
Ekki leitarvél heldur hjálparhella
Angela Jiang,
vöruhönnuður,
og Elie Georges
samskiptafull-
trúi hjá Open AI
sjá möguleika í
að nota tæknina
í öllum geirum
en að hver geiri
fari á sínum
hraða.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Lovísa
Arnardóttir
lovisa
@frettabladid.is