Fréttablaðið - 22.03.2023, Blaðsíða 9
Fjármálakerfin svo og
regluverk þeirra hafa
tekið miklum breyt-
ingum frá 2008.
Heiðrún Jónsdóttir
Verðbólguspá Seðla-
bankans var líklega
talsvert of bjartsýn til
skemmri tíma litið.
Jón Bjarki
Bentsson, aðal-
hagfræðingur
Íslandsbanka
olafur@frettabladid.is
Greiningaraðilar hafa spáð 0,75
prósenta stýrivaxtahækkun Seðla-
bankans í dag.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segist
búast við 0,75 prósenta vaxtahækk-
un í þetta skiptið. Líkt og í febrúar
verði rætt um 0,5-1 prósentu og
mögulegt sé að ákvörðunin lendi
í öðrum kantinum þótt miðjan á
þessu bili sé líklegust.
„Frá því nefndin gaf sterklega
til kynna að frekari vaxtahækkun
væri líkleg á febrúarfundi sínum
hefur komið á daginn að verð-
bólgu spá Seðlabankans var líklega
talsvert of bjartsýn til skemmri
tíma litið,“ segir Jón Bjarki.
Hann bendir á að ekki aðeins
hafi verðbólga mælst í tveggja stafa
tölu í febrúar heldur hafi allir mæli-
kvarðar undirliggjandi verðbólgu
hækkað.
Verðlag ning á sk uldabréfa-
markaði bendi einnig til þess að
væntingar þar um verðbólgu hafi
áfram hækkað þó að einhver við-
snúningur hafi orðið í þeirri þróun
síðustu daga.
Í raun vegi f lest í þá átt að skrefið
nú verði stærra en í febrúar.
Að mati Jóns Bjarka er þrennt
sem mælir gegn því að hækkunin
verði yfir 0,75 prósent nú:
Íbúðaverð sé hætt að hækka og
íbúðamarkaður sýnir merki um
mun betra jafnvægi en var lengst af
í fyrra. Krónan hafi styrkst nokkuð
á ný eftir veikingu á fyrstu vikum
ársins. Órói á erlendum fjármála-
mörkuðum hafi áhrif á vaxtavænt-
ingar á heimsvísu. Líklega þarf ekki
eins háa vexti hér til að viðhalda
talsverðum vaxtamun við útlönd
eins og útlit var fyrir áður en vand-
ræði bandarískra og svissneskra
banka komu upp á yfirborðið. n
Óvissa á mörkuðum
og stýrivaxtahækkun
ggunnars@frettabladid.is
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP
tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði
tryggt sér 5,6 milljarða króna fjár-
mögnun frá einum umsvifamesta
fjárfesti heims. Fjármagnið verður
nýtt til að þróa nýjan tölvuleik sem
meðal annars nýtir bálkakeðju-
tækni.
Leikurinn mun, að sögn Hilmars
Veigars Péturssonar forstjóra CCP,
marka tímamót í 25 ára sögu fyrir-
tækisins.
„Þetta er stór áfangi því við erum
búin að vera að vinna að þessu með
hléum frá 2017. CCP er með þannig
orðspor að við getum vandað valið
þegar kemur að fjárfestum og fyrir-
tækjum sem við viljum vinna með.
Það gerðum við í þessu tilviki og
erum gríðarlega spennt að vinna
með öllu þessum reynsluboltum í
þessum bransa," segir Hilmar Veigar.
Fjármögnun tölvuleiksins er
leidd af Andreessen Horowitz sem
hefur verið einn umsvifamesti
fjárfestir heims í nýsköpunar- og
tæknifyrirtækjum og komið að
fjármögnun fyrirtækja á borð við
Airbnb, Skype, Twitter og Face-
book.
Hilmar Veigar hefur marga fjör-
una sopið í tölvuleikjabransanum
síðastliðna þrjá áratugi. Hann seg-
ist alltaf verða jafn spenntur þegar
nýjum verkefnum er ýtt úr vör.
„Það á sérstaklega við um þetta
verkefni. EVE Online verður tutt-
ugu ára núna í maí og maður hefur
nú lært ýmislegt á þessum árum.
Það gefur okkur hjá CCP ótrú-
lega mikið að geta nýtt alla þessa
reynslu og viðhaldið sköpunar-
kraftinum, eins og við erum að gera
með þróun á þessum nýja tölvu-
leik. Við erum gríðarlega spennt,"
segir Hilmar Veigar. n
Milljarðar í nýjan tölvuleik CCP
Að sögn forstjórans verður leikurinn
sá fyrsti í sögu fyrirtækisins sem
nýtir bálkakeðjutæknina.
MYND/AÐSEND
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja.
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferðir
• Milliganga um
fjármögnun
• Samningagerð
kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík
www.kontakt.is
Kaup, sala og
samruni fyrirtækja
• Verðmat
• Ráðgjöf og undirbúningur
fyrir sölumeðferðir
• Milliganga um fjármögnun
• Samningagerð
Framkvæmdastjóri Samtaka
fjármálafyrirtækja telur vanda
erlendra banka ekki af svip-
uðum toga og árið 2008. Hún
segir eftirlit í dag strangara og
íslenska banka ekki eins háða
erlendri fjármögnun.
helgisteinar@frettabladid.is
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka f jármálaf y rir-
tækja, segir núverandi erfiðleika
hjá bönkum eins og Silicon Valley
Bank og Credit Suisse ekki eiga sér
hliðstæðu við bankahrunið 2008.
Staða þessara banka muni að öllum
líkindum ekki koma til með að hafa
nein stór áhrif hér á landi nema eitt-
hvað meira komi til.
„Fall Silicon Valley Bank (SVB)
er bundið við þann banka en ekki
aðra, það er tengt þungri stöðu
þeirra í löngum ríkisskuldabréfum,
þau fara í lækkunarhrinu vegna
vaxtahækkana seðlabankans ytra.
Í kjölfarið kemur áhlaup á bankann
og hann fellur.“
Hún segir að áhlaupið hafi hafist
vegna þess að tæknifyrirtæki sem
voru í viðskiptum við bankann
lentu í erfiðari rekstri vegna vaxta-
hækkana og gengu á innstæður.
Bankinn hafi síðan selt ríkisskulda-
bréfin til að ná í sér lausafé til að
mæta úttektum, bréfin voru skráð
á kaupgengi en ekki markaðsgengi
og kom tapið því ekki fram fyrr en
við sölu bréfanna.
Heiðrún telur að bandarískir
bankar séu ekki í einhverri kerfis-
lægri áhættu líkt og var 2008. Þvert
á móti virðast bandarískir bankar
standa almennt vel. Í það minnsta
hafi ekki annað komið fram. Þar
að auki sé eftirlit með evrópskum
bönkum meira og eins og fram
hefur komið hjá Ásgeiri Jónssyni
seðlabankastjóra er eftirlit með
íslenskum bönkum almennt mun
strangara.
„Mikilvægt er að hafa í huga að
reglur í Evrópu eru með öðrum
hætti og því hefðu skuldabréf eins
og þau sem SVB átti, átt að vera
skráð á markaðsvirði og því tapið og
áhættan ljós. Bankar af þeirri stærð
sem SVB er hefðu í Evrópu fallið
undir reglur um lausafjárhlutfall og
fjármögnunarhlutfall í BASEL III (e.
Liquidity ratio og Net Stable Fund-
ing Ratio) en vegna undanþága er
það ekki þannig í Bandaríkjunum.“
Svo virðist sem vandinn hjá Sili-
con Valley Bank tengist of einhæfu
viðskiptalíkani og vanmati bankans
á hve áhættusamt það hafi verið að
hafa löng ríkisskuldabréf á móti
óbundnum innstæðum. Vandinn
hjá Credit Suisse var aftur á móti
röð af útlánatöpum og gömul vand-
ræðamál eins og peningaþvætti. Í
báðum tilvikum voru vandamálin
tengd stjórnun og áhættustýringu.
Að mati Heiðrúnar virðist ekki
mikill grundvöllur fyrir áhyggjum
á Íslandi vegna vandræða þess-
ara tveggja banka. Staða íslensku
bankanna og kerfið hér er með allt
öðrum hætti en það var 2008 og
kerfið þar að auki rekið með allt
öðrum hætti og eftirlitið öflugra.
Til að byrja með eru engin sérstök
kerfisbundin vandræðamál og eru
bankar á Íslandi að stórum hluta
fjármagnaðir innanlands. Það þýðir
að fall á erlendum mörkuðum hafi
ekki eins mikil áhrif og áður fyrr en
íslenskir bankar voru mun stærri
og háðari erlendri fjármögnun árið
2008.
„Regluverk f jármálakerf isins
hefur tekið miklum breytingum frá
2008, stjórnendur bankanna og eft-
irlitsaðilar hafa mun betri stjórn á
innbyggðum áhættum í kerfinu.“ n
Ólíklegt að vandinn hafi
veruleg áhrif hér á Íslandi
Bankinn Credit Suisse lenti nýlega í hremmingum og var keyptur af UBS í stórfelldri björgunaraðgerð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Fréttablaðið Markaðurinn 922. mars 2023
MiðVikuDaGur