Fréttablaðið - 22.03.2023, Side 15

Fréttablaðið - 22.03.2023, Side 15
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 22. mars 2023 Í Svíþjóð eru konur sem eignast sitt fyrsta barn yfir 45 ára fleiri en þær yngstu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Svíar benda á að nýbakaðar mæður séu orðnar mun eldri en áður þekktist. Í fyrra fæddust 410 börn í Svíþjóð þar sem móðirin er 19 ára eða yngri en 537 börn þar sem hún er yfir 45 ára. Þannig eiga nú fleiri börn á fyrsta ári móður í eldri aldurshópnum en þeim yngri. Er þetta mamma eða amma sem sækir barnið í leikskólann? Mjög líklega er það móðirin sem er á sama aldri og amman var fyrir nokkrum árum. Árið í fyrra var það fyrsta þar sem eldri mæðurnar urðu fleiri en yngri en þessi þróun hefur verið stöðug á Norðurlönd- unum. Barneignir eru í vaxandi mæli skipulagðar með tilliti til mennt- unar og að koma sér í gott starf, að því er Gunnar Andersson, prófessor í lýðfræði við Stokkhólmsháskóla, segir í netmiðlinum expressen.se. Betur undirbúin Norðurlöndin skera sig úr hvað varðar þessar breytingar enda er aðgengi að tæknifrjóvgun meira en víðast hvar annars staðar. Börn fædd af eldri mæðrum eru oft félagslega betur undirbúin fyrir lífið en börn sem fædd eru af mjög ungum mæðrum. Mæðurnar hafa betri tekjur, félagsleg úrræði, eru með stærra tengslanet og meiri per- sónulegan þroska. Að eignast barn eftir miðjan aldur getur þó haft í för með sér nokkra heilsufarsáhættu. n Nýbakaðar mæður eldast Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Chello og Man Power með þér í liði á breytingaskeiðinu Talið er að karlmenn gangi í gegnum breytingaskeiðið jafnt sem kvenmenn en Man Power er fyrir karlmenn sem eiga við væg stinningarvandamál að stríða. 2 Karlmenn ganga margir í gegnum breytingaskeið ekki síður en konur. Með hækkandi aldri fer magn testósteróns í líkama karlmanna að minnka en 30 prósent karlmanna á sextugsaldri finna fyrir einkennum hormónabreytinga vegna minna magns testósteróns. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.