Fréttablaðið - 22.03.2023, Page 25

Fréttablaðið - 22.03.2023, Page 25
gardabaer.is SKIPULAGSMÁL Í GARÐABÆ Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Urriðaholt norðurhluti 1, Holtsvegur 20 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga. Hnoðraholt norður - Deiliskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir viðbótarhæðum fjölbýlishúsa sem verða inndregnar og fjölgun bílastæða innan lóða til að mæta mögulegri fjölgun íbúða vegna aukins byggingarmagns. Tillagan gerir einnig ráð fyrir því að fjórum tveggja hæða einbýlishúsalóðum verði breytt í rað- og parhúsalóðir. Samkvæmt tillögunni getur íbúðareiningum fjölgað um 32. Urriðaholt norðurhluti 1, Holtsvegur 20, leikskóli – Deiliskipulagsbreyting Tillagan gerir ráð fyrir að aðkoma að byggingunni breytist. Í stað aðkomu á efri hæð verður aðkoma að neðri hæð. Kennisnið breytist til samræmis við breytta aðkomu. Byggingarreitur breytist. Hæð sem kallast kjallari breytist í aðkomuhæð (1.hæð), hæð sem kallast aðkomuhæð breytist í 2. hæð. Snið D-D í deili- skipulagsgreinargerð breytist og sýnir aðkomuhæð í 49.00 mys. Byggingarreitur neðri hæðar er óbreyttur en byggingarreitur efri hæðar minnkar og tekur nú aðeins til nyrsta hluta byggingarreits. Tafla sem sýnir stærð lóðar og byggingarreits breytist þar sem að byggingarreitur efri hæðar minnkar verulega. Setning í texta greinargerðar um áætlaða stærð byggingar er felld út og í stað setningar þar sem gert er ráð fyrir 100 barna leikskóla kemur setning um 100-120 barna sex deilda leikskóla. Tillagan er aðgengileg á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 3. maí 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrif- stofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ. Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2023, kl. 18.00, á Stórhöfða 27, að neðanverðu (gengið inn Grafarvogsmegin) Fundinum verður streymt DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál AÐALFUNDUR 2023 Veitingar í boði fyrir fund Kveðja, stjórnin Þátttakandi í íslensku atvinnulífi í meira en 50 ár hagvangur.is Erum við að leita að þér? Fréttablaðið atvinna 2122. mars 2023 MiÐviKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.