Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.03.2023, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 22.03.2023, Qupperneq 27
Tónskáldið Kjartan Ólafs­ son hefur lagt lokahönd á nýja plötu sem er að stórum hluta samin með aðstoð gervigreindar. Kjartan segir að þrátt fyrir fordóma gagn­ vart gervigreind hafi honum í langan tíma reynst vel að nota hana við tónsmíðar. kristinnpall@frettabladid.is „Ég er búinn að vera að nota gervi­ greind í þrjátíu ár í tónsmíðum með forriti sem ég bjó til sjálfur sem námsmaður í doktorsnámi. Þá var mér kennt að forrita þegar gervigreind var fyrst að koma fram á sjónarsviðið í listsköpun. Síðan þá hef ég gert mörg tónverk með aðstoð gervigreindar,“ segir Kjartan Ólafsson tónskáld þegar talið berst að nýrri plötu hans, Piano, sem er komin á streymis­ veituna Spotify. Á plötunni er að finna þrjú verk fyrir píanó og eru tvö þeirra samin með aðstoð gervi­ greindar með notkun tónsmíðafor­ ritsins CalmusComposer. „Í gegnum tíðina hafa viðbrögð fólks verið að setja fyrirvara á að þetta sé rétta aðferðin til list­ sköpunar þegar maður minnist á að þetta sé gert með aðstoð gervi­ greindar. Fréttirnar af nýjustu gervigreindinni virðast hafa breytt viðmóti fólks sem er orðið mun jákvæðara fyrir þessu.“ Fyrsta verkið, Mozaik Vl, er upp­ taka frá frumflutningi Tinnu Þor­ steinsdóttur á verkinu frá Myrkum músíkdögum 2012 á meðan ein­ leiksverkið Structure ll er frá náms­ árum höfundar við Síbelíusar­ akademíuna í Finnlandi og eru hógvær mótmæli gegn vaxandi notkun mengjafræða í tónsköpun. Skoski píanóleikarinn James Clap­ perton frumflutti verkið árið 1993 og er upptakan frá frumflutningn­ um. Síðasta verkið var frumf lutt á ErkiTíð 2022 og er rauntímatón­ sköpun með aðstoð gervigreindar. „Tvö verkanna eru gerð með gervigreind, það er með tónsmíða­ forritinu Calmus sem ég byrjað að vinna að á námsárunum. Fyrra verkið var frumf lutt árið 2012 á Myrkum músíkdögum, þá tók ég lítil stef frá sautjándu og átjándu öld og setti inn í Calmus­forritið sem greinir efniviðinn og stillir sig eftir því áður en það semur, notar niður­ stöður greiningar á verkinu til að semja áfram. Forritið er stillt inn á tónsmíðaaðferðir frá síðustu öldum sem það kann á og höfundurinn fer í ritstjórahlutverkið. Ef maður er óánægður með það sem forritið býr til breytir maður forsendunum og stillir þetta af og þróar hugmyndirnar áfram,“ segir Kjartan sem kannast við raddir um að slíkar tónsmíðar séu ekki jafn persónulegar. „Það eru til tónsmíðaaðferðir frá síðustu öld sem eru mun ópersónu­ legri og ósveigjanlegri en gervi­ greindin sem við erum að nota. Kerfið nýtir tækifæri til að vinna með þetta efni og gerir tónsmíða­ hlutann hraðvirkari en áður þekkt­ ist og gerir listamönnum jafnframt kleift að vinna ítarlegra með efni, gera alls konar tilraunir, lenda úti í skurði og koma sér upp úr honum líka. Þetta er mjög lifandi kerfi, þó að gamlir spekingar hafi spáð því að gervigreindin ætti eftir að tor­ tíma mannkyninu. Þeir gera aldrei ráð fyrir því að gervigreindin gæti bjargað mannkyninu,“ segir Kjartan kíminn. Kjartan nefnir konsert sem hann gaf út fyrir rúmum tveimur ára­ tugum en hann vildi aldrei segja frá því að hann væri unninn með aðstoð gervigreindar. „Árið 2000  samdi ég konsert fyrir einleiksvíólu og fullskipaða sinfóníuhljómsveit meðal annars með notkun gervigreindar, og sagði engum frá því á þeim tíma. Þetta verk fékk Íslensku tón­ listarverðlaunin. Ég get sagt frá því núna, ég held að það sé óhætt,“ segir Kjartan sem notaðist einnig við gervigreindina við tónsköpun þegar hann gaf út sinn fyrsta disk sem var undirlagður af hugleiðslutónlist. „Fyrir ári síðan gaf ég út hug­ leiðsludisk í fyrsta sinn með hug­ leiðslutónlist til heilunar. Það var öðruvísi tónlist en ég hef áður gert og  ég notaðist við nýja útgáfu af gervigreindarforritinu, Calmus­ VST3. Ég setti inn í forritið þrjá hljóma, forritið greindi það í þaula og bjó til  50 mínútna tónverk á meðan ég var í tennis. Tók mig tíma að stytta það og klippa til en það varð að plötunni sem heitir Voyage Through the Waves.“ Hann tekur undir að það séu spennandi tímar fram undan með notkun gervigreindar í tónlist og menningarsköpun. „Menn hafa ekki alveg þekkt þetta, horft til bandarískra hryll­ ingsmynda um gervigreind sem enduðu yfirleitt með að gervi­ greindin tók yfir heiminn með endalokum mannkynsins. Það er mikilvægt að það sé uppi umræða um þetta en Peter Gabriel sem var í framúrstefnuhljómsveit­ inni Genesis kom inn á þetta í við­ tali nýlega þar sem hann talaði um þörfina fyrir að takast á við gervi­ greindina í tónlist. Þegar gervigreind er notuð í list­ sköpun getur maður haft fullkomna stjórn á öllum tónsmíðaþáttum, það gerist ekkert nema að maður sé full­ komlega ánægður með útkomuna. Þetta er nútímalegt samstarf tækni og mannlegrar hugsunar.“ n Með Bíóteki Kvikmyndasafns Íslands vill safnið gefa kvikmyndaáhugafólki tækifæri til að upplifa ólíkar kvikmyndir einn sunnudag í mánuði. Kjartan segist hafa notað gervigreind við tónsmíðar sínar áratugum saman. Fréttablaðið/ ernir Gervigreind gerir tónsmíðar hraðvirkari Þegar gervigreind er notuð í listsköpun getur maður haft fullkomna stjórn á öllum tónsmíða­ þáttum. tsh@frettabladid.is Kvikmy ndasafn Íslands sý nir nokkrar klassískar kvikmyndir í Bíótekinu næstkomandi sunnudag, 26. mars; Er sjón sögu ríkari?, Z og Poltergeist. Bíótekið er heiti yfir reglulegar kvikmyndasýningar Kvikmyndasafns Íslands í Bíó Para­ dís. Er sjón sögu ríkari? er saman­ safn nokkurra kvikmynda sem sýna óeirðirnar sem brutust út við Alþingishúsið 30. mars 1949 vegna fyrirhugaðrar inngöngu Íslands í Atlandshafsbandalagið. Mynd­ irnar sýna viðburðinn í ólíku ljósi og fjallað verður um hvernig ólík sýn á inngönguna mótar viðbrögð stríðandi fylkinga. Því hefur verið haldið fram af fræðimönnum að pólitísk sýn leiki stórt hlutverk við upplifun og túlkun áhorfenda sama hvað kvikmyndirnar sýna í reynd. Að lokinni sýningu munu Kolbeinn Rastrick kvikmyndafræðingur og Ingibjörg Haraldsdóttir, fyrrverandi formaður félags herstöðvarand­ stæðinga, spjalla við áhorfendur um myndirnar. Z er frönsk pólítísk spennumynd frá 1969 eftir Costa Gavras sem vann meðal annars til Óskars­ og BAFTA­verðlauna. Myndin segir frá því hvernig þekktur stjórnmála­ maður og læknir er myrtur mitt í hringiðu of beldisfullra mótmæla. Embættismenn á vegum hersins og stjórnvalda vilja hylma yfir það en þrautseigur sýslumaður reynir allt sem hann getur til að koma upp um glæpinn. Myndin er sýnd í samstarfi við Franska sendiráðið. Poltergeist er bandarísk hroll­ vekja frá 1982 eftir leikstjórann Tobe Hooper byggð á sögu eftir Steven Spielberg sem sló rækilega í gegn á sínum tíma og vann til fjölda verðlauna. Myndin segir frá ungri fjölskyldu sem kaupir sér hús þar sem draugagangs verður f ljótlega vart. Í fyrstu virðast draugarnir vin­ gjarnlegir og færa til hluti um húsið öllum til mikillar skemmtunar. Þeir færa sig svo upp á skaftið og hræða líftóruna úr fjölskyldunni og ræna að lokum yngstu dótturinni. Með Bíóteki Kvikmyndasafns Íslands vill safnið gefa kvikmynda­ áhugafólki tækifæri til að upplifa ólíkar kvikmyndir einn sunnudag í mánuði. Margar kvikmyndir njóta sín best á stóru tjaldi í kvikmynda­ húsi og við val á kvikmyndum til sýninga er lögð áhersla á að höfða til fólks á öllum aldri. Miðaverði er stillt í hóf og miðinn kostar ein­ ungis 1.000 krónur en þeir sem vilja sjá allar sýningar dagsins fá þriðju myndina fría. n Óeirðir, pólitísk morð og draugagangur Er sjón sögu ríkari? er saman- safn nokkurra kvikmynda sem sýna óeirðirnar við Alþingis- húsið 30. mars 1949 vegna fyrirhugaðrar inngöngu Ís- lands í NATO. Mynd/ ljósMyndasaFn reykjavíkur Fréttablaðið menning 2322. mars 2023 miÐViKUDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.