Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 6

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Qupperneq 6
6 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 bæði munnlega, skriflega og verk- lega. Enn fremur er víða unnið að líkamsrækt en til hennar telst leikfimi, sem stendur til boða hjá ýmsum einkaaðilum jafnt sem á op- inberum vettvangi svo sem hinum ýmsu dagvistarstofnunum. Enn fremur hafa verið gefnir út bækl- ingar og nú síðast myndbönd til notkunar við kennslu. Þótt víða sé vel unnið að þessum málum er starf- semin ekki samræmd þannig að stórir hópar aldraðra njóta ekki þess- arar fræðslu. í fjórða og síðasta lagi má nefna félagslegar og heilsufarslegar athug- anir sem gerðar eru af félags- ráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum og læknum. Ekki er um að ræða hóp- skoðanir eins og áður hefur verið minnst á heldur beinist athyglin að einstaklingum, oftast að gefnu til- efni. Því er oftast ekki um eiginlegt forvarnarstarf að ræða, heldur það sem á ensku hefur verið kallað „sec- ondary prevention", reynt er að koma í veg fyrir að einstaklingur, sem hefur hlotið einhvern bata eftir sjúkdóm, veikist aftur. Starf þetta er að mestu unnið hjá heimilislæknum og starfsfólki heilsugæslustöðva en með nútímauppbyggingu þeirra eru þær vel í stakk búnar til þessa verk- efnis. Eins og síðar verður vikið að fer starf af þessu tagi einnig fram hjá öldrunarlækningadeildum. Öldrunarlækningadeildir C %#tarfshættir öldrunarlækninga- deilda eru um margt ólíkir því sem tíðkast á öðrum spítaladeildum. Mikil áhersla er lögð á teymis-vinnu þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafar taka sameiginlega afstöðu til vandamála, þótt læknir beri lokaábyrgð þar sem á öðrum spítaladeildum. Af skipuriti má í stórum dráttum sjá hvernig tekið er á einstökum málum. Einna helst vekur athygli að skjólstæðingar deildarinnar eru meira og minna á hennar vegum þótt þeir séu ekki á legudeild. Þannig er fylgst með við- komandi á þeim tíma sem hann bíð- ur eftir innlögn og fylgst með hvort aðstæður breytast. Enn fremur er honum fylgt um lengri eða skemmri tíma eftir útskrift og metið hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. Dag- spítali er nýnæmi og verður nánar fjallað um hann hér á eftir. Mikil áhersla er lögð á samstarf við aðra aðila, sérfræðinga á ýmsum sviðum læknisfræði, aðila sem útbúa eða útvega hjálpartæki af ýmsu tagi og enn fremur er reynt að hafa sem best samband við heimilislækna og heilsugæslustöðvar. Náið samstarf er við þá aðila sem sinna eftirliti í heimahúsum þ.e.a.s. heimilishjálp og heimahjúkrun og til þess að forð- ast tvíverknað hafa öldrunarlækn- ingadeildir samband sín á milli. Vandamál aldraðs fólks eru margvís- leg og samtvinnuð og það er því mikilvægt að vita hvað hver aðili hefur fram að færa og skipuleggja samstarfið sem best. SKIPURIT

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.