Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Síða 13
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÓFUDBORGARSVÆDISINS 1 1986
13
og Félagsmálastofnunar bæjarins.
Umræður eru einnig hafnar um
möguleika á að reisa jajónustuíbúðir
aldraða við Kristnesspítala og munu
sveitarstjórnir Öngulsstaðahrepps,
Hrafnagilshrepps og Saurbæjar-
hrepps annast framkvæmdir ef til
kemur.
Þjónustuhópur aldraðra
rá því í lok maímánaðar 1985
hefur verið starfandi 5 manna þjón-
ustuhópur aldraðra í Akureyr-
arlæknishéraði, sem reynt hefur að
rækja hlutverk sitt með því að kynna
sér félagslegar og heilsufarslegar
ástæður aldraðra í héraðinu. Frægur
er biðlisti dvalarheimilanna með ná-
lægt 300 nöfnum en athuganir hóps-
ins hingað til hafa leitt í Ijós að það
eru ekki nema tæplega 20 manns á
þessum lista, sem vildu pláss á dval-
arheimili strax í dag ef það biðist.
Aðrir hafa fengið nöfn sín skráð á
listann til öryggis. Flestir óska að fá
að dveljast sem lengst í heimahús-
um og eru þakklátir fyrir þjónustu
sem þeir geta fengið til að lengja
dvölina heima, en vilja geta treyst á
öryggi dvalarheimilis eða langlegu-
deildar þegar og ef á þarf að halda.
Þjónustuhópur aldraðra hefur einnig
skoðað þær stofnanir, sem veita
öldruðum þjónustu, og gert tillögur
um endurbætur á þeim. Reynt er að
samræma betur þá þjónustu, sem
mismunandi stofnanir veita, og sjá
til þess að fólkið fái hjálp á því
þjónustustigi, sem við á, eða með
öðrum orðum reynt til dæmis að sjá
um að fólk, sem nægja mundi þjón-
usta, sem dvalarheimili veita, fari
ekki inn á hjúkrunardeildir og koma
í veg fyrir að hjúkrunarsjúklingar fari
inn á dvalarheimili o.s.frv. Þjón-
ustuhópur aldraðra á margt óunnið
enn og tíunda ég það ekki frekar
hér.
Hjúkrunarsjúklingar
A
■ ■ sjúkrahúsinu á Akureyri - FSA -
eru 35 pláss fyrir langlegusjúklinga
og 32 á Kristnesspítala, sem er um
10 km sunnan við Akureyri. Við
athugun, sem udirritaður gerði
haustið 1982, reyndust 30% þeirra
sem vistuðust á Kristnesspítala eiga
lögheimili utan Akureyrarlæknishér-
aðs og 15% allra vistaðra þar með
lögheimili utan Norðausturlands. Þá
voru 13% vistmanna á dvalarheim-
ilinu í Skjaldarvík með lögheimili
utan Norðausturlands og 28% í
Skjaldarvík með lögheimili utan Ak-
ureyrarlæknishéraðs. Þetta sýnir að
gamalt fólk af ýmsum stöðum á
landinu leitar til barna sinna, sem
flutt hafa í þéttbýliskjarna, og treystir
á þjónustu þar. Tel ég þetta ásamt
reynslu okkar, sem fylgjumst með
hjúkrunarsjúklingum hér á Akur-
eyri, sýna að við útreikninga á þörf
fyrir hjúkrunarrými hér sé rétt að
miða við sama staðal og í Reykjavík.
Á lista þjónustuhóps aldraðra í Akur-
eyrarlæknishéaði þann 15. janúar
sl. yfir hjúkrunarsjúklinga í þörf fyrir
langlegupláss töldust 16 þarfnast
plássanna þegar, en 33 voru þannig
settir að lítið mátti út af bera til að
þeir þyrftu einnig á þjónustu lang-
legudeilda að halda. Við mat á
hjúkrunarþyngd vistmanna í Skjald-
arvík fyrr í vetur voru 20 sjúklingar
með 20 stig í hjúkrunarþyngd eða
meira, en fólk, sem þarfnaðist svo
mikillar hjálpar, er ágreiningslaust
hjúkrunarsjúklingar og ætti að vera
á langlegudeild en ekki dvalarheim-
ili. Ekki hefur unnist tími til sams
konar mats á vistmönnum dvalar-
heimilisins Hlíðar (sem eru ekki á
hjúkrunardeildinni, en á henni eru
þungir hjúkrunarsjúklingar), en
sennilegt er að ástand þeirra sé svip-
að og meðal vistmanna í Skjaldar-
vík. Af þessu sést að staðhæfingar
um að hér vanti nú þegar 30-40
langlegudeildarpláss í viðbót við
það sem nú er til eru ekkert fleipur.
Samkvæmt spá Framkvæmdastofn-
unar ríkisins um mannfjölda og
aldursskiptingu mun fjöldi 65 ára og
eldri í Akureyrarlæknishéraði tvö-
faldast frá 1981 til 2001 og fjöldi
þeirra, sem náð hafa 85 ára aldri
eða meira, rúmlega fimmfaldast, en
það er einmitt sá aldurshópur sem
mest þarf á þjónustu stofnana að
halda. Reikni maður með því að
þessi spá rætist og þörf á hjúkrunar-
rýmum sé 70 rúm fyrir hverja 1.000
íbúa sjötíu ára og eldri blasir við
okkur sú staðreynd að um næstu
aldamót vantar um 127 pláss fyrir
langlegusjúklinga á þjónustusvæði
F.S.A. í viðbót við þau sem nú eru,
en þetta samsvarar rúmlega 5 venju-
legum sjúkradeildum á spítala. Því
miður hafa enn ekki verið gerðar
neinar áætlanir um byggingu fleiri
plássa fyrir hjúkrunarsjúklinga en nú
eru til, þrátt fyrir ábendingar und-
irritaðs og fleiri aðila.
Öldrunarlækningadeild
A
A
■ ■ langlegudeildum eða hjúkrun-
ardeildum miðast þjónustan við það
að hjúkra sjúklingunum þar til þeir
deyja. En á öldrunarlækninga-
deildum er vinnutilhögun talsvert
frábrugðin þessu. Fólk kemur þang-
að til rannsókna, læknismeðferðar
og umfram allt til endurhæfingar.
Þar er meðallegutími 3-6 mánuðir
og fólk útskrifast annað hvort á lang-
legudeildir, önnur sjúkrahús eða
dvalarheimili. Svo er alltaf tals-
verður hluti, sérstaklega þeir sem
eru undir 80 ára aldri og eru giftir
eða búa með fjölskyldu sinni, sem
getur útskrifast í heimahús. Fólk get-
ur þó þurft að koma endurtekið inn
á öldrunarlækningadeildir en starf-
semi þar er öll mun virkari en á
langlegudeildum. Við öldrunar-
lækningadeildir eru einnig reknar
dagdeildir. Udirritaður hefur haldið
því fram allt frá árinu 1982 að ein
þarfasta framkvæmd á sviði öldrun-
armála á Norðausturlandi væri að
koma upp öldrunarlækningadeild
við F.S.A. Þessi tillaga hefur því
miður ekki hlotið neinn hjómgrunn.
Á síðastliðnu ári ályktaði stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna, sem er yfir-
stjórn Kristnesspítala, að þarskyldi í
frmatíðinni vera langlegudeild fyrir
32 hjúkrunarsjúklinga og endurhæf-