Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Page 18
1 8 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986
Þóröur Ægir Óskarsson
ALDRAÐIR OG
HÚSNÆÐIS
MÁL
Aldraðir á höfuðborgar-
svæðinu
M
■ Wlálefni aldraðra í víðum skiln-
ingi eru um þessar mundir að fá
sívaxandi hljómgrunn meðal ráða-
manna í þjóðfélaginu. Enda fer
raunverulegur og enn fremur hlut-
fallslegur fjöldi aldraðra ört vaxandi
vegna aukins langlífis þjóðarinnar
og minni frjósemi. Þau sveitarfélög,
sem teljast til höfuðborgarsvæðisins
munu, ekki fara varhluta af þeirri
þróun.
Málefni aldraðra hafa einkum verið
rædd á grundvelli aldurshópsins 65
ára og eldri. Þegar athuguð er ald-
ursskiping mannfjöldans á höfuð-
borgarsvæðinu kemur líkleg þróun
skýrt í Ijós. Aldursskipting íbúa á
höfuðborgarsvæðinu hefur tekið
umtalsverðum breytingum á undan-
förnum árum. Þær eru helstar að
börnum hefur fækkað hIutfalIslega
en fólki á miðjum aldri og á ellilíf-
eyrisaldri hefur fjölgað.
Skipulagsstofa höfuðborgar-
svæðisins framkvæmdi 3 fram-
reikninga á mannfjöldaþróun svæð-
isins fram til ársins 2034 út frá mis-
munandi forsendum. (Tafla 1).
Þessar forsendur voru eftirfarandi:
A. Hámarkskostur, þar sem gert er
ráð fyrir að frjósemi verði óbreytt
(2.05) út tímabilið; dánarlíkur lækki
um 1 % á ári og að aðfluttir til höfuð-
borgarsvæðisins verði 600 umfram
brottflutta fram til 2005 og jöfnuður
eftir það.
B. Lágmarkskostur, sem gerir ráð
fyrir að frjósemi fari dvínandi, niður
í 1.4; dánarlíkur lækki um 1% á ári
og jöfnuður sé í búferlaflutningum.
C. Meðalkostur, sem gerir ráð fyrir
að frjósemi minnki í 1.7; dánarlíkur
lækki um 1 % á ári og að aðfluttir
verði árlega 300 umfram brottflutta
fram til 2005, en jöfnuður eftir það.
Skipulagsstofan hefur talið C-kost
rauhæfasta framreikninginn fyrir
höfuðborgarsvæðið. Eins og tafla 1
sýnir Ijóslega þá verður hlufall ein-
staklinga á aldrinum 65 ára og eldri
orðið mjög hátt árið 2034. Meðal-
kosturinn gerir t.d. ráð fyrir að 2034
verði umræddur aldurshópur
hartnær fjórðungur íbúa svæðisins
eða 24%.
Til skemmri tíma litið eða ársins
2005, þá verður hlutfall aldurshóps-
ins 65 ára og eldri líkt því sem gerist
nú annars staðar á Norðurlöndun-
um, en trúlega verður hlutfallið
hærra hérlendis þegar fram í sækir
því að lífslíkur eru hvað mestar á
íslandi.
Framreikningar til ársins 2005 sam-
kvæmt meðalkosti fyrir einstök
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
(tafla 2) gefa einnig sterka vísbend-
ingu um öra fjölgun aldraðra innan
þeirra. Reykjavík hefur löngum haft
hæst hlutfall aldraðra á svæðinu á
meðan flest nágrannasveitarfélögin
hafa haft tiltölulega lágt hlutfall
þessa aldurshóps eða rúmlega helm-
ingi lægra en í Reykjavík. Fyrirsjáan-
legt er þó að í nær öllum sveitarfé-
lögum nema í Reykjavík og Kjósar-
hreppi muni verða umtalsverð aukn-
ing í aldurshópnum 65 ára og eldri á
næstu tveim áratugum, og enn frek-
ar ef litið er til næstu 50 ára.
Það er þó vert að hafa í huga við
þessar vangaveltur um þróun aldurs-
dreifingar á höfuðborgarsvæðinu,
að mjög stórir aldurshópar, semi
fæddust á árunum 1959-1968, eru
óðum að bætast í hóp aldraðra urr
og upp úr árinu 2034.
Hin öra fjölgun aldraðra í íslensku
þjóðfélagi hefur hrundið af stað
öflugri en þó oft ómarkvissri um-
ræðu um þau atriði er snerta velferð
aldraðra og er þar af nógu að taka.
Hér verður fjallað um einn en afar
mikilvægan þátt í málefnum aldr-
aðra, en það eru húsnæðismálin.
Húsnæðismál aldraðra
M
■ Wieginhluti aldraðra býr í venju-
legu húsnæði og kemst vel af. Þó er
nokkur fjöldi aldraðra sem hvorki
getur né vill búa í slíku húsnæði,