Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 26

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 26
26 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 vettvangi. Ég ætla einungis að minna á þann mikla fjölda sæmilega vel á sig kominna ellilífeyrisþega, sem eru búnir að leggja frá sér vinnutækin og teknir til við að hvíl- ast frá dagsins önn. Það var fólk af því tagi sem ég sá að elliskjólinu að Austurási. Það er slíktfólk sem sækir félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík og safnaðarheimilin. Það er þetta fólk, sem þarf að eignast fleiri athvörf í Reykjavík og ný athvörf úti á lands- byggðinni. Ég lofaði sjálfum mér því þegar ég fór frá Bærum að ég skyldi einhvern tíma eftir að ég væri aftur kominn heim vekja athygli á því fagra for- dæmi sem Bærumbúar hafa gefið okkur með því að reisa elliskjólin sín tólf. Ég hef reynt að standa við það loforð. En ég vil einnig fá að auka við það með því að vekja á því athygli að senn fara bæjar- og sveit- arstjórnarkosningar í hönd. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Noregi töldu sig ekki of góða til þess að skýra stefnumörk sín fyrir tiltölulega fá- mennum hópi ellilífeyrisþega. Tíu þúsund elIiIífeyrisþegar í Reykjavík og álíka fjölmennur hópur utan höf- uðborgarinnar eiga eftir að ákveða hverjum þeir Ijá fylgi sitt í næstu kosningum. Ég tel að þeim sé hyggi- legt að leggja eyru við því sem lofað verðurtil úrbóta í málum ellilífeyris- þega. Og ég held að væntanlegum frambjóðendum sé hyggilegt að spyrjast fyrir um óskir mjög fjöl- menns hóps kjósenda sinna áður en þeir taka til við að fullmóta stefnu- skrár sínar. Velkomin í BIRKIHLIÐ Glœsilegtúrval aftrjámog runnum. Gróðrastöðin Birkihlíð Einar Þorgeirsson Skrúðgarðyrkjumeistari Birkigrund 1, Kópavogi. s. 46612

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.