Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 27

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 27
]óhanna Siguröardóttir SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 27 ATVINNUMAL ALDRAÐRA eir þættir, sem oftast eru nefnd- ir, þegar rætt er um hvernig best sé hægt að tryggja hag, öryggi og af- komu aldraðra, eru framfærslu- og tryggingamál, húsnæðis- og vistun- armál, svo og heilbrigðis- og félags- leg þjónusta. Aftur á móti hafa atvinnumál aldr- aðra orðið hornreka í umræðunni og því allt of lítill gaumur gefinn hvaða áhrif það hefur á aldrað fólk við sæmilega heilsu og með löngun til að stunda vinnu við hæfi, þegar það skyndilega er rifið burt af vinnu- markaðinum. Fátt er öldruðum eins þungbært og það að vera rekin burt af vinnumark- aðinum, óháð heilsu, starfsgetu og óskum þeirra. mist er það vegna reglna fyrirtækja og opinberra aðila um aldurshámark starfsmanna eða vegna þess að aldraðir fá ekki starf við sitt hæfi á vinnumarkaðinum. Ekki er að efa að það hefur mikil áhrif á sjálfsvirðingu aldraðra, þegar þeir finna að þjóðfélagið hafnar þeim á þennan hátt og dæmir þá úr leik, þótt þeir séu fullfærir um að stunda vinnu og skila arðbæru verki fyrir þjóðfélagið, a.m.k. hluta úr degi, ef vinnumarkaðurinn aðlagaði sig að þörfum þeirra. Þegar þannig er að málum staðið leiða slíkar aðstæður hjá öldruðum ofttil félagslegrar einangruar, þrekið og kjarkurinn minnkar og hætta er á að aldraðir fyllist vonleysi og lífs- leiða. Afleiðing þessa getur síðan orðið ýmis heilsufarsleg og félagsvanda- mál hjá öldruðum, sem aftur kallar á aukin útgjöld fyrir þjóðarheildina. Þetta væri hægt að koma í veg fyrir með því að vinnumarkaðurinn að- lagaði sig betur þörfum aldraðra. Það tryggði öldruðum kosti um starfslok og stuðlaði þannig að aukinni velferð þeirra og lífsham- ingju. Auk þess gætu aldraðir lengur skilað arði í búið fyrir þjóðfélagið með vinnu sinni. Ljóst er að verði ekkert að gert munu vandamálin í atvinnumálum aldr- aðra aukast. Breyttir atvinnuhættir samfara sívaxandi tækninýjungum og tæknivæðingu í atvinnulífinu muriu enn auka á vandann og jafn- vel leiða til þess að aldraðir verða enn fyrr að hverfa af vinnumarkað- inum, því að mörg störf munu ann- aðhvort taka miklum breytingum eða úreldast og ný störf taka við. Sú róttæka breyting á vinnumarkaðin- um, sem áhrif tölvuvæðingarinnar mun hafa í för með sér, mun því ekki síst stefna atvinnuöryggi aldraðra í hættu. Verði ekkkert sérstakt að gert til að búa, aldraða undir það að aðlagast tæknivæðingunni geta þeir orðið hart úti í ört vaxandi tækniþró- un. Nauðsynlegt er einnig að líta á at- vinnumál aldraðra í víðara sam- hengi. í skýrslu, sem gerð hefur ver- ið á vegum endurskoðunarnefndar í lífeyrismáium kemur fram að líf- eyrisþegum fer mjög fjölgandi á næstu áratugum, jafnframt því sem allt bendir til þess að á næstunni muni draga verulega úr fólksfjölgun. í þessu felst mikil fjölgun fólks á lífeyrisaldri í hlutfalli við starfandi fólk. I skýrslunni segir að ætla megi að í dag séu 8,3 einstaklingar á aldr- inum 20-69 ára á móti hverjum ein- um 70 ára og eldri. En eftir 50 ár verði aðeins 4,5 einstaklingar 20-69 ára á móti hverjum einum 70 ára og Þessar tölur sýna ótvírætt hve brýnt er að endurskipuleggja vinnumark- aðinn með þarfir aldraðra í huga og hve mikil verðmæti eru fólgin í því að búa svo að öldruðum að þeir eigi nokkra kosti í atvinnumálum og geti verið sem lengst á vinnumarkaðin- um eftir óskum og getu. Fróðlegt er að líta á atvinnuþátttöku aldraðra á vinnumarkaðinum og hve snögg umskiptj verða í atvinnu- þátttöku aldraðra. í skýrslu Fram- kvæmdastofnunar ríkisins um vinnu- markaðinn 1983 kemur eftirfarandi í Ijós:

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.