Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 28

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 28
28 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 KARLAR KONUR Aldurs- hópur Fjöldi í ald. hópi Starfandi Hlutf. starf. í ald. hópi Fjöldi í ald. hópi Starfandi Hlutf. starf. í ald. hópi 60-64 ára 4.473 4.010 89,6% 4.653 2.046 63,3% 65-69 - 3.541 2.908 82,1% 3.944 1.826 46,3% 70-74 - 2.867 1.550 54,1% 3.333 591 17,7% 75 og eldri 4.271 760 17,8% 6.042 25 3,7% Athyglisvert er hve atvinnuþátttaka kvenna frá 60 ára aldri er lág í hlut- falli við atvinnuþátttöku karla, ekki síst þegar samanburður er gerður á atvinnuþátttöku kvenna og karla á fyrra aldursskeiði, þegar atvinnu- þátttaka kynjanna er mun jafnari. Atvinnuþátttaka karla frá 20-60 ára aldri er á bilinu 87% í tæplega 94%, en stökkbreyting verður fyrst við 70 ára aldursmörkin þegar atvinnuþátt- taka karla dettur niður í 54%. Atvinnuþátttaka kvenna frá 20-64 ára aldri er á bilinu 72% í tæplega 80%. Strax við 60 ára aldur dettur atvinnuþátttaka kvenna niður í 63%. Atvinnuþátttaka kvenna á aldrinum 65-69 ára er síðan aðeins 46,3% á móti 82,1% hjá körlum á þessum aldri og aðeins 17,7% kvenna er á vinnumarkaðinum á aldrinum 70-74 ára á móti rúmlega 54% karla á þessum aldri. Þótt vafalaust megi finna á þessari niðurstöðu fleiri en eina skýringu, - verður þó að draga þá ályktun að konur búi við mun meira öryggis- leysi á vinnumarkaðinum en karlar og að það séu ekki síst konur sem verða fyrir því að vera ýtt út af vinnumarkaðinum fyrr en þær óska. Það sem einkum þarf að gera til að auka atvinnuöryggi aldraðra og tryggja að þeir þurfi ekki að hverfa af vinnumarkaðinum fyrr en þeir óska eða þurfa er að vinnumarkað- urinn aðlagi sig betur að þörfum aldraðra, svo og að öldruðum sé gert kleift að aðlaga sig að þörfum atvinnulífsins. í fyrsta lagi þarf að endurskipuleggja störf á vinnumarkaðinum með þarfir aldraðra í huga. Þetta gæti í mörgum tilfellum verið einfalt skipulagsatriði og mætti leysa þarfir margra aldr- aðra með auknum hlutastörfum, t.d. að skipta heilsdagsstarfi í tvö hálfs- dags eða hlutastörf. Ég tel að það sé ekki síst verkalýðshreyfingarinnar að hafa frumkvæði að því að slík endur- skipulagning á störfum gæti átt sér stað á vinnumarkaðinum. Mætti hugsa sér að komið yrði á fót sam- starfshópi aðila vinnumarkaðarins með þátttöku samtaka aldraðra og vinnumiðlunar sveitarfélags, sem hefði það verkefni með höndum. í öðru lagi þyrfti í tengslum við það verkefni að koma á skipulagðri verk- og endurmenntun þar sem miðaldra og eldra fólki yrði gert kleift að tak- ast á við ný og breytt verkefni. Mark- miðið með því væri tvíþætt: í fyrsta lagi að gefa fullorðnu fólki í tíma kost á að aðlagast breyttum atvinnu- háttum og þörfum atvinnulífsins, og í annan stað að gefa öldruðum kost á að breyta til og taka að sér starf sem hentaði betur þörfum þeirra, heilsu og þreki. í þriðja lagi þarf að vinna skipulega að fyrirbyggjandi aðgerðum, til að koma í veg fyrir ýmsa atvinnu- og slitsjúkdóma, sem skert hafa starfs- þrek margra svo mikið að jafnvel á besta aldri er fólk neytt til að hverfa af vinnumarkaðinum. Fyrir- byggjandi aðgerðir þurfa fyrst og fremst að felast í bættum aðbúnaði á vinnustöðum, svo og að gefa fólki kost á skipulagðri og markvissri endurhæfingu til að styrkja líkam- lega og andlega hæfni þess til at- vinnuþátttöku. Væri skipulega og markvisst unnið að þeim þrem þáttum, sem ég hér hef lýst, er ekki að efa að aldraðir geta með eðlilegri hætti en nú er aðlagast því að hætta þátttöku í störf- um á vinnumarkaðinum og að auki verið þar lengur en ella, en það er ekki síður verðmætt fyrir samfélagið en þá öldruðu. Frh. bls. 3 þá lífsfyllingu sem við viljum geta notið á efri árum á sem flestum svið- um. í þrengri merkingu er hér um að ræða daglegt umhverfi aldraðra bæði innan dyra og utan, atvinnu- möguleika, samgöngur, þjónustu og möguleika á að taka þátt í daglegu lífi og starfi svo lengi sem löngun og heilsa leyfa. Á mörgum þessara sviða er hægt að bæta aðstöðu aldraðra mjög veru- lega og búa okkur undir þær breyt- ingar sem nú eru að verða. Önnur atriði eru mun erfiðari viðfangs og full ástæða til að samstaða náist um lausn þeirra, m.a. milli landshluta. Einnig má telja líklegt að framfærsla aldraðra verði komandi kynslóð nokkuð þungur baggi næstu áratug- ina til viðbótar við greiðslur af er- lendum og innlendum lánum, í Ijósi þess sem hér hefur verið sagt. Erlend lán til lengri tíma en eins árs nema nú um 66.000 milljónum króna og spariskírteini ríkissjóðs voru um sl. áramót að verðgildi um 6.000 millj- ónir kr., auk happdrættisbréfa og innlendra vísitölutryggðra lána. Þessi greiðslubyrði mun að öllu lík- indum takmarka þá möguleika, sem við kunnum að óska eftir, öldruðum til handa á næstu áratugum, þótt hugvit, framsækni og áræði geti einnig vegið þungt. Engu að síður verður ekki fram hjá því litið að hér er um mál að ræða sem engan veg- inn hefur verið nægilega vel sinnt undanfarin ár. Þetta mál varðarokk- ur öll, og við verðum því að leggjast á eitt við að koma því í betra horf.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.