Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 29

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 29
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUDBORGARSVÆÐISINS 1 1986 29 Stefán Þórarinsson héraöslæknir Egilsstööum MALEFNI ALDRAÐRA í DREIFBÍLI egar fjallað er um málefni aldr- aðra í dreifbýli verður að hafa í huga að búseta þeirra er mjög mismun- andi. Sumir dveljast á afskekktum bóndabæjum og aðrir búa í bæjum eða byggðakjörnum. Málefnum aldraðra hefur einnig ver- ið sinnt mjög mismikið í dreifbýlinu. Sum byggðarlög standa vel að vígi, hafa byggt upp þjónustu og stofnan- ir, en önnur eru mun skemmra á veg komin. Sums staðar verða menn að flytja brott þegar heilsan fer að bila. Byggðaröskunin, sem einkenndi 6. áratuginn og aftur upphaf 8. áratug- arins, hefur haft margvísleg áhrif á hag aldraðra. Þó er munur á þessum tímabilum, þar sem aldrað fólk verð- ur nú í ríkara mæli eftir, þegar börn- in flytjast suður, en áður var. Ræður þar átthagatryggð, en einnig hitt hve málum sjúkra aldraðra er illa komið á Stór-Reykjavíkursvæðinu, verr en víða úti á landi. Þar með er komið að veigamiklum þætti málefna aldraðra, en það er heilbrigðisþjónustan. Fullyrða má að heilbrigðisþjónustan úti á landi henti á margan hátt betur þörfum aldraðra en stórspítala- og sérfræð- ingaþjónustan, sem einkennir Stór- Reykjavík. Heilsugæsla í dreifbýli hefur eflst verulega á síðustu 10-15 árum. Heilsugæslustöðvar hafa víða risið og þannig hefur batnað til stórra muna aðstaða til að stunda frumheilsugæslu, þ.e. heilbrigðis- þjónustu, sem hefur að markmiði að vera nærtæk og nálægt fólkinu, þeg- ar hennar er þörf og sem reynir að vera skrefi á undan sjúkdómum með því að stunda eftirlit og forvarnar- starf hjá áhættuhópum. Aldraðir þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda og heilbrigðisþjónusta heilsu- gæslustöðva leysir langstærstan hluta þeirra þarfa og veitir þeim að auki það öryggi, sem aldnir meta mikils, þ.e. þjónustu sama fólksins, sem þekkir það og ber ábyrgð á heilbrigðismálum þess eins og ann- arra í viðkomandi fjölskyldu og byggðarlagi. Vitjanir heilbrigðisstarfsmanna eru gildur þáttur í heilbrigðisþjónustu við aldraða. Þær fækka innlögnum og spara þannig fé og veita fólki öryggi, en til þess að ná fullum ár- angri verða mennirnir sem stunda þær að þekkja fólkið, möguleika þess og takmarkanir. Það að heilbrigðisstarfsmenn finni til ábyrgðar á hag tiltekins landfræði- lega afmarkaðs hóps og veiti honum auðveldan aðgang að þjónustu, er lykilatriði í þessum efnum. Ætla má að hluti, líklega stór hluti, vanda hinna sjúku gamalmenna í stórborginni sé skortur á þessu fyrir- komulagi á heilbrigðisþjónustu. Æ fleiri rök hníga að því að kennisetn- ingin: „Heilsugæslukerfið er ekkert fyrir okkur í Reykjavík", sé röng, svo að vonandi átta ráðamenn sig að lokum. Lítið dæmi eru inflúensu- bólusetningar. A meðan heilsu- gæslustarfsfólk úti um land lagði í það vinnu og fyrirhöfn á síðasta vetri að finna áhættuhópinn, aðallega gamalt fólk, og sjá til þess að honum byðist bólusetning, fóru hlutfalls- lega fleiri skammtar í Reykvíkinga, að stórum hluta í fulIfrískt fólk á besta aldri. Annar angi þessa máls, sem oft er auðveldari við að fást í dreifbýli en þéttbýli, eru vistunar- málin. Þegar ráðstöfun alls vistrýmis og þjónustu fyrir aldraða er á sömu hendi, er hægt að nýta möguleikana betur í þágu þeirra, sem erfiðast eiga en þegar ábyrgðin er dreifð og stofn- anirnar eru ekki samtengdar. I þétt- býli með mörgum stórum stofnun- um fara þarfir stofnananna að ráða. „Af því að við tókum inn „þungan" sjúkling síðast, verður „léttur" að koma í næsta pláss sem losnar". Þó að það kunni að hljóma annarlega vil ég halda því fram að heilbrigðis- þjónustan sé víða nálægari einstakl- ingnum í dreifbýlinu og að hún finni því til meiri ábyrgðar á vandamálum hans en í stórborgum. Hér hefur að gefnu tilefni verið tíð- rætt um kosti heilsugæslukerfisins fyrir aldraða borgara, en sum heil- brigðisvandamálin er erfiðara að leysa í dreifbýli. T.d. verður heima- hjúkrun ekki auðveldlega viðkomið til sveita og þarf því oft að vista á

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.