Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Blaðsíða 32
32
SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUDBORGARSVÆÐISINS 1 1986
fengnir færustu lista- og vísinda-
menn til að vinna með félögunum.
Auk þessa skipulega starfs í aðal-
samtökunum og klúbbunum fara fé-
lagarnir saman í leikhús og á lista-
söfn og er sú starfsemi einnig í um-
sjón starfsmanns.
Reynslan af frístundahópnum Hana
nú í Kópavogi er ótvírætt jákvæð.
Það er ekki aðeins mikill grund-
völlur fyrir þessari starfsemi, heldur
einnig mjög mikil félagsleg þörf.
Óteljandi dæmi eru um það, að
þessi starfsemi leysi fólk úr einangr-
un og það skapast kynni milli fólks,
sem þekktist ekki áður.
Hér hefur verið drepið á einn þátt í
félagsstarfi fullorðins fólks, þar sem
reynt er að tengja saman kynslóðirn-
ar. Markmiðið er að stuðla að eðli-
legri aðlögun starfsloka og því, að
fólk eigi þess kost að kynnast því
besta í listum, menningu, náttúruvís-
indum og öðru því, sem gefur lífinu
gildi og tilgang. Þetta er tilraun, sem
hefur verið gerð á þessu afmarkaða
sviði og virðist hún hafa tekist. Á
öðrum sviðum þyrfti að gera aðrar
tilraunir og félagslíf aldraðra hlýtur
að breytast.
Sá þáttur, sem við tekur þegar fólk
er orðið háaldrað eða heilsulítið,
hefur ekki verið reifaður hér, en þar
koma til önnur atriði. Og fólk, sem
lagt hefur í síðasta róðurinn, hefur
stundum aðrar þarfir og önnur sjón-
armið, sem þarf að sinna og er raun-
ar unnið mjög vel að því í Kópavogi.
Efri mynd: Gönguklúbbur „HANA
NÚ" í Kópavogi leggur af stað í
vikulega laugardagsgöngu.
Neðri mynd: Frá ferð „HANA
NÚ" í Kópavogi á Seltjarnanesi
1984.