Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 40

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.04.1986, Side 40
40 SKIPULAGSSKRIFSTOFA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS 1 1986 FRÉTTIR II linn 9. maí s.l. var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um skipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þar er sam- gönguráðherra falið í samráði við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu að láta fara fram könnun á hagkvæmi þess að samræma rekstur almenningsfarartækja á höfuðborg- arsvæðinu. Könnuð verði almenn og þjóðhagsleg hagkvæmni slíks sameiginlegs samgöngukerfis og gerð langímaáætlun um almenn- ingssamgöngur á svæðinu. Ráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að þessu máli og hefur hún þegar hafið störf. í henni eiga sæti Sveinn Björnsson, forstj. S.V.R., for- maður, Gestur Ólafsson framkvstj. S.S.H. og Halldór Jónsson, fram- kvstj. Ritari nefndarinnar er Sigurður Skúli Bergsson, Samgönguráðuneyt- inu. Samkvæmt verkáætlun sem nefndin hefur unnið er ráðgert að áfangaskýrsla um þetta mál liggi fyrir í október n.k. SÝNING H ■ eimssýningin EXPO 86 verður haldin í Vancouver, British Colum- bia í Canada dagana 2. maí til 13. október 1986. Á þessari sýningu, sem þekur um 70 hektara sýna meira en 80 þjóðlönd margskonar framleiðslu þ.m.t. bæði Bandaríkin og Sovétríkin og Kína. Frekari upp- lýsingar liggja frami frammi á Skipu- lagsstofunni. RÁÐSTEFNA UM STEFNUMÓTUN í LANDNOTKUN D I «áðstefna um ofangreint efni er ber heiti „WORLD CONGRESS ON LAND POLICY" verður haldin í London dagana 6.-11. júlí 1986. Frekari upplýsingar liggja frammi á Skipulagsstofunni. RÁÐSTEFNA UM FRAMKVÆMDA- STJÓRNUN r A ■ ■kveðið hefur verið að halda norræna ráðstefnu um „NORDISK PROJEKTLEDNING I PRAKTIKEN" í Esbo, Finnlandi, dagana 23.-25. september 1986. Á þessari ráð- stefnu gefst gott tækifæri fyrir verk- efnastjórnendur að kynna sér verk- efnastjórnun á hinum Norðurlönd- unum og skiptast á skoðunum við norræn starfssystkin. Frekari upplýs- ingar veita félagið Verkefnastjórnun og Skipulagsstofa höfuðborgar- svæðisins. ENDURSKOÐUN SKIPULAGS- LAGANNA s %#amkvæmt upplýsingum frá Fé- lagsmálaráðuneytinu er nú unnið að endurskoðun skipulagslaganna og er ráðgert að leggja frumvarp að nýjum skipulagslögum fram á yfir- standandi þingi. NORDISK BYGGDAG, 1986 ^jfangreind ráðstefna verður haldin í Helsinki 11 .-14. ágúst n.k. Þar leiða norrænir byggingar- og skipulagsmenn saman hesta sína og ræða sérstaklega upplýsingamál og framtíðarhorfur á þessu sviði. Frek- ari upplýsingar veitir Byggingaþjón- ustan, Hallveigarstíg 1, Reykjavík.

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.