Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 7

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 7
OG HiPULH 3. tbl. 9. árgangur 1988. ÚTGEFANDI: SAV, Hamraborg 7, 200 Kópavogi. SKRIFSTOFA Hamraborg 7, 200 Kópavogl. SÍMI: 45155. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gestur Ólafsson. RITNEFND: Auður Sveinsdóttir, Birgir H. Sigurðsson, Jakob E. Líndal, Kjartan Jónsson, Sigurður Ein- arsson, Trausti Valsson, Þorsteinn Þorsteinsson. PRÓFÖRK: Jóhannes Halldórsson. HÖNNUN: Ivar Török. RÁÐGJÖF OG EFTIRLIT Sœvar Guðbjörnsson. AUGLÝSINGAR: Ásdís Kristinsdóttir, Guðrún Bergmann. ENSKUR ÚRDRÁTTUR: Anna H. Yates. MARKAÐSSETNING: Guðbjörg Garðarsdóttir. PRENTUN: Oddi hf. © SAV, Hamraborg 7, 200 Kópav. öll réttindi áskilin hvað varðar efni og myndir. í smiðju ísalands forma. - Tryggvi Hansen.....7 Byggingarlist, varðveisla - endurreisn. Þorsteinn Gunnarsson, Arkitekt ...............11 Húsavernd Þjóðminja- safns. - Þór Magnússon, Þjóðminjavörður ........17 Rödd fólksins. Þáttur Torfusamtaka og hverfasamtaka í verndun umhverfis. - Magnús Skúlason, Arkitekt ... 29 Ráðstefna á Akureyri. - Auður Sveinsdóttir, Landslagsarkitekt ......51 Utvörður byggðar á Sund- um - Þorvaldur S.......67 Þorvaldsson, forstöðum. Borgarskipulags ........59 Afskipti af skipulagi. Þáttur íbúasamtaka Skuggahverfis í skipulagi við Skúlagötu. Geirharður Þorsteinsson, Arkitekt. Guðmundur Gunnarsson, Verkfræðing- ur .....................57 Upphaf íslensks landslags- arkitektúrs á íslandi. Jón H. Björnsson, Lands- lagsarkitekt............45 Viðhald mannvirkja. Ríkharður Kristjánsson, Verkfræðingur ..........26 Eru íslenskar fasteignir að hrynja? - Björn Marteins- son, Verkfræðingur og Arkitekt, Benedikt Jónas- son, Verkfræðingur ... 51 Steypurannsóknir. Athugun á raskaheldni ís- lensks Portlandsements í steinsteypu. - Hannes Kr. Davíðsson, Arkitekt .......................63 Nýtt hús í miðbænum. Fyrirhuguð nýbygging Hins íslenzka bókmennta- félags, Lækjargötu 4, Rvk .......................38 Gæði og skipulag. - Stefán Thors, Skipulagsstjóri Rík- isins .................71 U mhverfisverðlaun. Viðurkenning fyrir merkt framlag til umhverfismála .......................42 Amtsbókasafnið á Akur- eyri. Sagt frá verðlaunatillögum í samkeppni - Gunnar Ragnarsson.............24 Stjórnsýsluhús á ísafirði. - 15 fyrirtæki og stofnanir undir einu þaki. - Albína og Guðfinna Thordarson..............81 Píramídahús í Vogum. - Björn Agnarsson, Bygg- ingatæknifræðingur ... 20 Tvöfalt hús. - Hafsteinn Ólafsson, Byggingameist- ari ....................77 Parc de la Villette, París. Nýstárlegt útivistarsvæði. - Sigurður Einarsson, Arki- tekt ...................87 Arkitektafélag íslands - kynning á félagi .......90 Myndlist Daði Guðbjörnsson, list- málari. - Sjón .........79 Summary - Enskur úr- dráttur. - Anna H. Yat- es......................93 Forsíðumyndin er í eigu Þjóðminjasafnsins ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Mikill hluti af eignum íslendinga er bundinn í bygg- ingum. Þessar byggingar mynda daglegt umhverfi allra landsmanna og hafa mikil áhrif á það hvernig lífi þeir lifa og hvaða lífsgæða þeir njóta. Því skiptir miklu hvernig þessar byggingar eru gerðar úr garði, hvort þær halda veðri og vindum, hvernig þær endast og hvað þær þurfa mikið viðhald. Oft gera menn sér litla grein fyrir því í upphafi hvort við- komandi bygging þarf mikið eða lítið viðhald. Þessi atriði eru ákveðin að verulegu leyti þegar byggingin er á hönnunarstigi, þannig að ákveðið samhengi er á milli hönnunar og viðhalds- kostnaðar. Arkitektar og aðrir hönnuðir eiga að geta gefið verkkaupa haldgóðar upplýsingar um það þegar á þessu stigi hvernig mismunandi útfærslur og efnisval hafa áhrif á þennan kostnað. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem byggingar- kostnaður og viðhaldskostnaður fellur á mismunandi aðila, eins og er um margar opinberar byggingar, þar sem ríkið greiðir stofnkostnað, en sveitarfélög greiða viðhaldskostnað. Okkur þykir flestum sjálfsagt að fara með bílinn okkar í reglulegt eftirlit á verkstæði, og sama máli gegnir t.d. um tannviðgerðir. Sambærilegt reglubundið eftirlit á byggingum heyrir hins vegar til undantekninga. Góðir hönnuðir ættu hins vegar að láta verkkaupa í té viðhaldsskrá, þar sem gerð er grein fyrir því hvernig eigi að halda viðkomandi mannvirki við svo vel sé. Þetta ætti að vera sjálfsögð þjónusta og hefur tíðk- ast í bifreiðaiðnaðinum um áratuga skeið. Þær athafnir sem við viljum geta framkvæmt í þessum bygg- ingum eru líka stöðugt að breytast. Gerð fjölskyldna og heim- ilishættir eru með allt öðru sniði í dag en var fyrir nokkrum tugum ára. Sífellt eru ný tæki og ný tækni sem við viljum færa okkur í nyt að koma til sögunnar og við viljum geta breytt byggingum í samræmi við þarfir hvers tíma. Þetta getur hins vegar verið mikið vandaverk. Mikill hluti af menningararfleifð hverrar þjóðar er bundinn í byggingar- list. Hér á landi eigum við tiltölulega fáar byggingar frá gam- alli tíð, sem hafa listrænt og menningarsögulegt gildi og því ber okkur að leggja sérstaka áherslu á að vernda þennan menningararf. Þessar byggingar gera ísland sérstakt og okkur sérstök og eru órofa hluti af því sem gerir okkur að íslending- um. Gestur Ólafsson ©
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.