Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 13

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 13
BYGGINGARLIST VARÐVEISLA - ENDURREISN Ibréfi, sem Skúli Magnússon landfógeti ritaði 20. septem- ber 1755 og lét fylgja úttekt á Viðeyjarstofu nýbyggðri, segir hann orðrétt, að þessa byggingu hafi „een deel af mine landsmænder skriftlig og mundtlig kaldet SLOTTET paa Widöe“. Reyndar segir hann á öðrum stað í bréfinu, að auð- vitað sé það ekki í hans verkahring að vitna um ágæti hússins, en þeir sem hafa gluggað í sögu Skúla, eiga sjálfsagt erfitt með að ímynda sér, að hann hefði nokkru sinni látið sér nægja að vera hlutlaus áhorfandi úttektardaginn í Viðey fyrir 233 árum. Slotið hans Skúla Skúli var orðlagður málafylgjumaður. Hann hafði barist fyrir byggingu Viðeyjarstofu, og takmarkið var ekki einungis að reisa sjálfum sér embættisbústað, heldur að sannfæra lands- menn og danska embættismenn um það, að reisa mætti hús úr varanlegu íslensku byggingarefni. Pað má ljóst vera, að eng- inn íslendingur hafði viðlíka yfirsýn yfir málið í heild sinni og hann. Hann hafði sjálfur gengið á fund ráðamanna í Kaup- mannahöfn og tekið virkan þátt í öllum undirbúningi, hann hafði fylgst með framkvæmdum á staðnum, jarðvinnu, stein- vinnslu, múrverki, trésmíði og fleiru, og þegar hann flutti loks inn, fékk hann tækifæri til að sannreyna, hvernig til hefði tek- ist með byggingu fyrsta steinhússins á Islandi. Þó að íslendingar hafi ekki almennt haft sömu forsendur og Skúli til að meta gildi byggingarinnar á miðri 18. öld er freist- andi að hugleiða hvaða hughrif þetta kalklímda steinhús með bikuðu timburþaki og stórum blámáluðum gluggum hefur vakið þeim, þegar þeir litu það nýreist og snoturlega staðsett milli grasigróinna hæða á eyjunni með Esjuna í baksýn, og áttu sjálfir ekki að venjast öðrum húsakosti en þeim, er þeir byggðu sér úr torfi, timbri og holtagrjóti. Pegar þessi saman- burður er hafður í huga, er það skiljanlegt, að þeir hafi freist- ast til að velja húsinu jafnvirðulega nafngift og Slotið í Viðey. Kaflaskil f íslenskri byggingarsögu Það verður að teljast heldur ólíklegt, að íslendingum hafi ver- ið kunnugt um, að húsið var teiknað af fremsta húsameistara Dana á þessum árum, Nicolaj Eigtved, þeim hinum sama er teiknaði dönsku konungshöllina Amalienborg, Prinsens Palæ á bökkum Friðrikshólms-kanals og Friðriksspítala við Breið- götu, svo einungis séu nefnd örfá af verkum hans. Viðeyjar- stofa er að vísu harla fábrotið verk í samanburði við ofan- greind stórvirki hans á sviði byggingarlistarinnar, en engu að síður er byggingin prýðilegt dæmi um skýra og góða bygging- arlist, þar sem einfaldleiki og notagildi sitja í fyrirrúmi, en skraut og íburður höfð í lágmarki, miðað við það, sem þótti hæfa í sambærilegum húsum erlendis. Að sama skapi er það harla ólíklegt, að landsmenn hafi al- mennt áttað sig á því, að bygging Viðeyjarstofu gæti þýtt merk þáttaskil í íslenskri byggingarsögu, ef tilraunin heppnaðist. Af þessum sökum er fróðlegt að kynna sér viðbrögð manna, þeg- ar smíði hússins var lokið. Skúli virðist fara nákvæmlega í saumana á ýmsum frágangsatriðum og er fljótur að komast að þeirri niðurstöðu, að húsið þurfi framvegis árlegt viðhald, ef vel eigi að vera. Magnús Gíslason amtmaður dáist að því, hve byggingin er falleg. Og úttektarmennirnir, sem reyna í flestu að vera hlutlægir í mati sínu og halda sig við staðreyndir, geta ekki orða bundist og segja, að aðra eins byggingu hafi enginn augum litið á íslandi. Svo virðist sem mönnum hafi komið saman um, að tilraunin hafi heppnast, og ári síðar, þegar ráðgert er að gera við gömlu timburkirkjuna á Hólum í Hjaltadal, leggja íslenskir embættis- menn það til, að kirkjan verði rifin og í hennar stað verði reist ný kirkja úr steini með sama hætti og embættisbústaður land- fógeta í Viðey. í kjölfar Hóladómkirkju fylgdu síðan Bessa- staðastofa og Nesstofa, Typtunarhúsið á Arnarhóli, Við- eyjarkirkja, Landakirkja í Vestmannaeyjum, Bessastaðakirkja og loks dómkirkjan í Reykjavík, og var þá ekki liðinn nema tæpur aldarfjórðungur frá því að hafist var handa við byggingu Viðeyjarstofu. Því má með sanni segja, að Skúla hafi orðið að þeirri ósk sinni, sem hann orðar á eftirfarandi hátt í bréfinu 20. september 1755: „jeg önsker að dessens impression enten det er Slot eller Huus mátte have den . . . at alle som kunde og have leylighed her til lands villde lægge sig efter sádan bygnings máde, til deres disto bedre beqvemmelighed og con- servation." ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.