Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Qupperneq 15

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Qupperneq 15
Viðhorf okkar til varðveislu húsanna Hver eru svo viðhorf okkar í dag til þessara húsa, sem hér um ræðir? Af upptalningunni einni saman ætti að vera ljóst, að þau hafa öll menningarsögulegt gildi fyrir okkur íslendinga. Auk þess tengjast sum húsin ýmsum mikilsverðum atburðum eða jafnvel heilum köflum í Islandssögunni. Þessar staðreynd- ir ættu raunar að nægja til að minna okkur á, hversu nauðsyn- legt það er að fara að með gát, þegar við ráðumst í breytingar eða endurbætur á húsum af þessu tagi. En fleira kemur til. Mörg húsanna eru sannkallaðar perlur í íslenskri byggingarlist, og það er einmitt sá þáttur, sem ætti að vera til umræðu á þessum vettvangi öðru fremur. Eins og get- ið er um hér að framan, voru danskir ráðamenn svo framsýnir í upphafi að fela hæfasta húsameistara sínum að teikna Við- eyjarstofu, og þegar Hóladómkirkja var í undirbúningi var hið sama uppi á teningnum. Eigtved var þá reyndar dáinn, en eft- irmaður hans sem húsameistari hirðarinnar, Laurids de Thur- ah, var þá fenginn til að gera teikningu af kirkjunni. Sömu sögu er að segja um húsin, sem reist voru á seinni hluta aldar- innar. Þau voru öll teiknuð af fremstu húsameisturum, sem völ var á hverju sinni. Því verður ekki neitað, að húsin eru misvel leyst af hendi höfunda, en þegar hin bestu þeirra eru skoðuð og metin með mælistiku byggingarlistarinnar, kemur fljótlega í ljós, að þar fer flest saman, sem prýðir fagurt verk: góðar grunnmyndir og skynsamlegar lausnir á innra fyrirkomulagi, notaleg rými, sem fyrst og fremst eru mótuð með hliðsjón af þörfum mannslík- amans, falleg hlutföll, form og ytra útlit, og er þá ótalinn sá þátturinn, sem höfundarnir höfðu sjaldnast aðstæður til að semja til enda, en þar á ég við efnisval og liti. Byggingarannsóknir - forsenda hönnunar En skyldi vera unnt að semja leiðbeiningar eða reglur fyrir þá, sem taka að sér að hafa yfirumsjón með breytingum og endur- bótum á þessum húsum og öðrum af sama toga? Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til að setja á blað eins konar siðareglur fyrir arkitekta og aðra, sem láta sig þessi mál varða. En það er samdóma álit þeirra, sem hafa sérhæft sig í þessari grein byggingarlistarinnar, að þær reglur, sem hér um ræðir, séu flestar gagnslausar, þegar á reynir, annars vegar séu þær alltof alhæfðar og hins vegar hafi reglur af þessu tagi tilhneigingu til að fjötra sköpunarhæfileika þess, sem hannar endurbygginguna hverju sinni. Eg hef á öðrum vettvangi látið í ljós þá skoðun mína, að margar leiðir séu færar við endurbyggingu gamalla húsa. Ég hef ennfremur haldið því fram, að það sé erfitt að segja til um það að óathuguðu máli, hvort einhver ein leið sé réttari en önnur. Til þess að unnt sé að marka stefnuna, er nauðsynlegt að greina hvert verkefni nákvæmlega, annars vegar sögu húss- ins, og hins vegar tæknilegar staðreyndir, sem það varða, og leiða síðan í ljós samhengi þessara tveggja þátta. Sé þessi að- ferð notuð af kunnáttu og hæfni, tel ég miklar líkur á því, að fyrr eða síðar tali húsið sjálft sínu máli og afhjúpi þær reglur, sem eiga að gilda um endurreisn þess. Saga húsverndunar er tæpast meira en 100 ára gömul, og Dómkirkjan Ljósmynd Guðmundur Ingólfsson ARKITEKTÚR OG SKIPULAG ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.