Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Page 16
Hólakirkja Ljósmynd Þorsteinn Gunnarsson
>»
Nesstofa
Ljósmynd
Þorsteinn
Gunnarsson
ekki er liðinn nema aldarfjórðungur frá því að fyrst var tekið
að ræða þessi mál að gagni hérlendis. Lengi framan af voru
skiptar skoðanir um áherslur og stefnumörkun varðandi verk-
tilhögun við endurbvggingu þeirra húsa, sem ákveðið hafði
verið að varðveita. Á síðustu árum hefur í vaxandi mæli verið
lögð áhersla á gildi byggingarannsókna, áður en hafist er
handa við hönnun og framkvæmdir.
Nákvæmar byggingarannsóknir veita í fyrsta lagi svör við
spurningum, sem varða upprunalega gerð hússins, og í öðru
lagi gera þær mönnum kleift að staðsetja í tíma og rúmi þær
breytingar, sem gerðar hafa verið á byggingunni frá upphafi,
og draga fram í dagsljósið nauðsynlegar skýringar á þessum
breytingum. Það er útbreiddur misskilningur, að takmarkið
með greiningu af þessu tagi sé yfirleitt að „færa húsið í upp-
runalegt“ horf eins og .það er orðað. Því fer víðs fjarri. Grein-
ingin er fyrst og fremst hjálpartæki til að létta þeim aðilum,
sem hafa yfirumsjón með verkinu, að taka ákvörðun og
marka stefnuna.
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG