Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 33

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 33
Torfan máluð vorið 1973 Afleiðing aðalskipulagsins 1929 síðast en ekki síst urðu þær til að auka skilning margra arki- tekta á að byggingarhefð fyrri tíma yrði að virða og meta að verðleikum. Stofnun Torfusamtakanna og nokkurra íbúasamtaka Eins og áður er sagt gerði Aðalskipulagið 1962-83 ráð fyrir stórfenglegu niðurrifi í Kvosinni og Grjótaþorpi, þ. á m. hús- unum á Bernhöftstorfunni. Ýmsir voru þeirrar skoðunar að við svo búið mætti ekki standa og að ekki væru ráð nema í tíma væru tekin. Arkitektafélag íslands samþykkti einróma á fundi árið 1970 áskorun til ríkis og borgaryfirvalda um að friða bæri Bernhöftstorfu. Torfusamtökin voru síðan stofnuð vetur- inn 1972 eftir fjölmennan útifund og blysför. Baráttan var einungis að byrja því að ljóst var að bæði fjöl- mörg hús og heilu hverfin voru í hættu. Skilningur rikisvalds og borgaryfirvalda var nánast enginn. Hver sem vildi gat rifið hús og fellt tré án þess að nokkuð kæmi þar í staðinn nema e.t.v. bflastæði með tilheyrandi drullupollum og bréfarusli. Pvi var það mikill sigur fyrir húsverndunarmenn þegar það ákvæði komst í byggingarlög og reglugerð 1978 og 1979 að leyfi byggingaryfirvalda þyrfti til að rífa hús. Þetta ákvæði er háð vilja meirihluta og missir vitaskuld marks ef í viðkomandi bygginganefnd er ekki meirihluti gegn ótímabæru niðurrifi. Slíkur meirihluti hefur því miður sjaldan verið til staðar í bygginganefnd Reykjavíkur, jafnvel ekki á dögum vinstri meirihlutans á árunum 1978-82. Baráttunni um Bernhöftstorfu lauk 1979 þegar þáverandi menntamálaráðherra Vilmundur Gylfason tók af skarið og friðaði húsin. í millitíðinni höfðu þau verið máluð einn fagran vordag árið 1973 í óþökk eigenda. Þann dag fóru um 60-70 húsfriðunarsinnar í málningargallann, létu hendur standa fram úr ermum og luku verkinu á einum degi. Þetta framtak hafði gífurleg áhrif á borgarbúa sem margir hverjir uppgötv- uðu í fyrsta sinn gildi þessara bygginga og luku á þær lofsorði. Magnús Tómasson myndlistarmaður hafði veg og vanda af að velja liti á húsin og þótti valið takast einkar vel. Prýddu „Torfulitirnir“ mörg hús í gömlu hverfunum í Reykjavik næstu árin því að í kjölfar þessarar aðgerðar greip um sig gíf- urleg vakning meðal íbúa gömlu timburhúsanna í vesturbæn- um, miðbænum og Þingholtunum. Mörg hús sem lengi höfðu verið í hálfgerðri niðurníðslu fengu nú hressilega andlitslyft- ingu og voru gerð upp bæði að utan og innan. A áratugnum milli 1970 og 80 voru stofnuð íbúasamtök í Grjótaþorpi, Vesturbænum og Þingholtunum. Meginmarkmið þessara samtaka var að standa vörð um umhverfisverðmæti í hverfunum og félags- og menningarleg lífsskilyrði íbúanna. Til að vinna að þessu var fyrst og fremst lögð áhersla á að sporna við niðurrifi, brottflutningi eða eyðileggingu húsa er höfðu menningargildi eða voru mikils virði í umhverfinu. Þetta ákvæði var auðvitað til komið vegna þess sem á undan var gengið. Margir íbúar gömlu hverfanna höfðu fengið sig full- sadda og fannst réttur þeirra til að búa í friði fótum troðinn af bandalagi borgaryfirvalda og braskara. Gott dæmi um slíkt er Vesturgatan sem á þessum árum varð fyrir miklu hnjaski er Bókaforlagið Örn og Örlygur lét rífa húsið við Vesturgötu 40 og reisa í staðinn byggingu sem stakk mjög í stúf við umhverf- ið og raskaði allri götumyndinni. Grjótaþorpið - Fjalakötturinn Árið 1977 var gerð könnun á húsunum í Grjótaþorpi á vegum Árbæjarsafns. I þeirri könnun var annars vegar leitast við að meta tæknilegt ástand húsanna og hins vegar hvað viðgerð kostaði miðað við nýbyggingarverð. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG |aa 19 aaS ■■ ■■! 1 ij n |. - 1 V. _j| Ein meginröksemdin fyrir niðurrifi hafði verið að viðgerð eða endurgerð í ástand sem samrýmist nútímakröfum væri svo kostnaðarsöm að hún færi langt yfir nýbyggingarverð. Þetta sjónarmið er reyndar við lýði enn í dag. í Grjótaþorpsskýrsl- unni kom aftur á móti annað í ljós, þ.e. að kostnaður við end- urgerð væri um 30-70% af nýbyggingarverði. Komu þær tölur heim og saman við tölur frá nágrannalöndunum. Hér hefur verið drepið á Aðalskipulagið frá 1929 og áhrif þess á byggð borgarinnar ásamt Aðalskipulaginu 1962-83 en rétt er að geta þess að endurskoðun hins síðarnefnda lauk 1976. Við gerð þess og endurskoðun varð ekki heldur vart neins áhuga á húsverndunarmálum og engin frekari húsa- könnun fór fram í tengslum við þá vinnu. Þó var það ljóst að eitt af furðuverkum íslenskrar byggingarsögu, Fjalakötturinn, var í stórhættu á þessum árum. Af þeim sökum kusu áhuga- menn um húsverndun þriggja manna nefnd sem vinna skyldi að friðun Kattarins. Einn nefndarmannanna var Davíð Odds- son, þáverandi borgarfulltrúi, sem virtist á þeim tíma einlægur húsverndunarsinni og ýmsir bundu miklar vonir við. Ekki tókst þó eins vel til með Fjalaköttinn og Bernhöftstorfuna. Eins og allir vita var Fjalakötturinn að lokum rifinn þrátt fyrir að ýmsir aðilar hefðu barist fyrir varðveislu hans um langa hríð. Það gerðist í valdatíð þess sama Davíðs sem nokkrum árum áður hafði tekið að sér að vinna að friðun byggingarinn- ar. Ekki er of fast að orði kveðið þegar fullyrt er að þarna hafi orðið eitt mesta slys sem hent hefur íslenska byggingarsögu. I lok vinstri stjórnar í Reykjavík var samþykkt nýtt skipulag af Grjótaþorpi eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt. Ekki er of djúpt tekið í árinni þótt sagt sé að um tímamótaverk hafi verið að ræða. Skipulagið byggðist að miklu leyti á fyrrnefndri Grjótaþorpsskýrslu. Gert var ráð fyrir að varðveitt væru flest hús í þorpinu og ný hús sem tækju mið af þeim sem fyrir voru byggð í skörðin. Hér var því á ferðinni eins konar verndunar- Upphallegur gluggi skipulag. Eins og áður er sagt var þetta skipulag samþykkt í borgarstjórn 1982. Þá höfðu verið gerðar á því þær breytingar varðandi Aðalstræti að engin hús við þá götu skyldu varðveitt að Aðalstræti 10 undanskildu, elsta húsi borgarinnar. Þessi breyting rýrði mikið gildi skipulagsins sem kemur skýrast fram í því að eftir breytinguna var t.d. Fjalakötturinn ekki lengur inni á skipulaginu. Skömmu eftir samþykkt þessa tók við ný borgarstjórn sem engan áhuga hafði á málinu og hlaut því skipulagið aldrei staðfestingu ráðherra. Skipulag við Skúlagötu Ekki er hægt að láta hjá líða að minnast nokkrum orðum á Skúlagötuskipulagið svokallaða. í anda þess hafa verið rifin fjölmörg hús við Skúlagötu og Lindargötu, þ. á m. Kveldúlfs- skemman sem var að margra áliti falleg bygging auk þess sem hún bar vitni um ákveðið tímabil í atvinnusögu þjóðarinnar. Auðvelt hefði verið að finna þessari byggingu nýtt hlutverk. I stað þess að fella ný hús að byggðinni sem fyrir var á þess- um slóðum er nú fyrirhugað að reisa allt að tólf hæða bygging- ar, m.a. til að veita byggðinni ofan við skjól! Finnst mörgum að hér sé um hæpna röksemdafærslu að ræða því að nánast hvert mannsbarn á Islandi veit að byggingar af þessu tagi mynda ekki skjól heldur þvert á móti auka óæskileg áhrif vinds. Fyrir lágu ágætar tillögur frá borgarskipulagi um uppbygg- ingu svæðisins þar sem tekið var tillit til þeirrar byggðar sem fyrir var. Þessum tillögum höfnuðu borgaryfirvöld þar sem ekki þótti nást nægileg nýting á svæðinu. Stofnuð voru íbúasamtök í hverfinu til að berjast gegn ósómanum en allt kom fyrir ekki. Skipulagið er í höfn, stór- fellt niðurrif hefur þegar átt sér stað og nýbyggingar eru hafn- ar. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.