Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 34

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 34
Fjalakötturinn (Ljósmynd Hjörleifur Stefánsson) Kvosarskipulag - nýtt Aðalskipulag í Kvosarskipulaginu sem nýlega hefur verið staðfest af ráð- herra er gert ráð fyrir niðurrifi fjölmargra gamalla timburhúsa án þess að nægilega ítarleg könnun hafi verið gerð á húsunum. Kvosarskipulagið ber þó með sér manneskjulegri blæ en áður hefur tíðkast, m.a. virðist draumurinn um skýjakljúfana og reykvískt Manhattan vera úr sögunni. Á hinn bóginn er grátbroslegt að verða vitni að því þessa dagana þegar áhugi borgaryfirvalda á að varðveita Aðalstræti 16, eitt elsta hús Reykjavíkur, hefur vaknað að það er nánast um seinan. Staðfest hefur verið skipulag sem gerir ráð fyrir að húsið hverfi en í staðinn komi mun stærri bygging. Eigandi Aðalstrætis 16 sýnir málinu engan áhuga og hefur hafnað við- ræðum við borgaryfirvöld að svo stöddu. Borgaryfirvöld eða menntamálaráðherra gæti að sjálfsögðu friðað húsið skv. þjóðminjalögum, en vegna þeirra mistaka við gerð Kvosarskipulagsins sem getið er um hér að framan yrði þessi leið mun kostnaðarsamari en ella og þar af leiðandi minni líkur á að af því verði. Nýtt Aðalskipulag hefur nú séð dagsins ljós. Ekki hefur frekar en áður farið fram viðunandi könnun á húsum í tengsl- um við það. Þó má nefna húsakannanir Árbæjarsafns sem tengdust tillögum Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts að hverfa- skipulagi gömlu hverfanna. Árið 1984 var henni falið að vinna að deiliskipulagi gömlu hverfanna í Reykjavík en eftir þriggja ára vinnu vilja borgaryfirvöld ekkert af þessu deiliskipulagi vita. Því er ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvemig farið sé með almannafé. Hér er rétt að ítreka nauðsyn þess að ljúka gerð deiliskipulags í gömlu hverfunum en í byggingalögum er gert ráð fyrir að framkvæmdir skuli ekki aðeins vera í sam- ræmi við staðfest aðalskipulag heldur einnig samþykkt deili- skipulag. Lokaorð byggðar í elstu hverfum Reykjavíkur. Rétt er að minnast einnig á það sem vel hefur verið gert. Á árunum eftir 1970 jókst mjög áhugi á að búa í eldri hverfum borgarinnar sem varð til þess að hafist var handa um endurreisn fjölmargra gamalla húsa sem verið höfðu í niðurníðslu. Tókst oft vel til og má í dag víða sjá þess merki. Reykjavíkurborg hefur látið gera upp mörg gömul hús í eigu borgarinnar. Hefur það gerst smám saman undir styrkri stjórn Leifs Blumenstein byggingarfræðings, án þess þó að heildarstefna um varðveislu gamalla húsa hafi verið mörkuð. Þá var Iðnaðarmannahúsið endurbyggt á skömmum tíma eftir að eldur kom upp í því fyrir nokkrum árum og nú í sumar var lokið við að endurreisa Viðeyjarstofu, eina af merkustu bygg- ingum okkar lands. Allir eru sammála um að þessi síðast nefndu dæmi séu lofsverð en þau flokkast undir friðun ein- stakra húsa eins og getið var um hér í byrjun. Stiklað hefur verið á stóru um varðveislu húsa og hverfa í Reykjavík sl. tvo áratugi. Því miður lítur út fyrir að enn sé langt í land að borgaryfirvöld sinni því sjálfsagða hlutverki að standa vörð um þau menningarverðmæti sem gamla byggðin er þrátt fyrir ötula baráttu margra húsfriðunarsinna á sl. ára- tugum. Fyrst og fremst virðist tekið tillit til gróðasjónarmiða einstaklinga með rétt pólitísk sambönd en hagsmunir heildar- innar sitja of oft á hakanum. Enginn má skilja orð mín á þann veg að ég sé mótfallinn nýbyggingum í eldri hverfum. Þvert á móti. Nýbyggingar verða hins vegar að taka mið af þeirri byggð sem fyrir er og sýna henni fulla virðingu. Til að svo megi verða þurfa að liggja fyrir ítarlegar og vel unnar húsakannanir ásamt deili- skipulagi sem byggist á þeim. Höfum ávallt hugfast að „að fortíð skal hyggja ef frumlegt skal byggja“. ■ Hér hafa verið dregnar upp ýmsar dökkar hliðar á þróun Reykjavík í október 1988 Magnús Skúlason ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.