Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 56

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 56
kostnað við hverja íbúð hússins. Ef reynt er að meta hvort þessi kostnaður sé raunhæfur er rétt að líta á hugsanlegt við- hald hússins og áætla hve oft hver hluti þarfnast viðhalds. Par sem ekki er vitað um raunverulega endingu verður að líta á þetta sem mjög grófa viðmiðun. Áætlaður viðhaldskostnaður fjölbýlishúss f 100 ár 1. Málun utanhúss u.þ.b. 10 sinnum: 10 x stofnkostn. kr. 4.700.000,- 2. Steypuviðgerðir - áætlaðar kr. 2.000.000,- 3. Skipt um gler og glugga á u.þ.b. 35 ára fresti: 2,86 x stofnkostnaður kr. 4.500.000,- 4. Útihurðir endurnýjaðar á u.þ.b. 40 ára fresti: 2.5 x stofnkostn. kr. 1.300.000,- 5. Innréttingar endurnýjaðar á u.þ.b. 25 ára fresti: 4 x stofnkostnaður kr. 17.000.000,- 6. Gólfefni endurnýjuð á u.þ.b. 20 ára fresti: 5 x stofnkostnaður kr. 6.600.000,- 7. Málun innanhúss á u.þ.b. 5 ára fresti: 20 x stofnkostnaður kr. 28.800.000,- 8. Þakklæðning og þakviðgerð: 1.5 x stofnkostnaður kr. 2.700.000,- 9. Hita-, vatns- og frárennslis- lagnir: Ein endurnýjun kr. 1.300.000,- 10. Hreinlætistæki endurnýjuð þrisvar: 3 x stofnkostnaður kr. 1.900.000,- 11. Raflagnir endurnýjaðar: 2.5 x stofnkostnaður kr. 4.200.000,- 12. Lóð: Ein endurnýjun kr. 1.500.000,- Viðhaldskostnaður í 100 ár samtals kr. 76.500.000,- Ofangreindar tölur eru allar miðaðar við margfeldi af stofn- verði viðkomandi liða í húsinu, þannig að vegna viðhalds- kostnaðar væri ekki óeðlilegt að hækka þær um 25-30%. Sam- kvæmt því verður heildarkostnaður við áætlað viðhald 96 til 100 milljónir króna eða árlegur viðhaldskostnaður kr. 960 þús. til ein milljón. Að sjálfsögðu er umdeilanlegt hvort ending byggingarefnanna er eins og sýnt er hér að framan - hún gæti verið lengri eða styttri, auk þess að verulega vantar á að list- inn sé tæmandi. Eigi að síður er hér fengin vísbending um að hugsanlega megi gera ráð fyrir árlegum viðhaldskostnaði sem nemur 2-3% af stofnkostnaði. Ef haldið er áfram með þennan útreikning og litið á at- vinnu- og íbúðarhúsnæði á íslandi í heild má áætla samkvæmt fyrrgreindu dæmi að heildarkostnaður við viðhald bygginga gæti orðið kr. 12.792 millj. á ári, miðað við lægstu upphæðina, en kr. 17.057 millj. miðað við þá hæstu. Hugsanlega greiðum við ekki þessar upphæðir í dag fyrir viðhald á húsum okkar. Ástæðurnar eru eflaust þær að hús á íslandi eru yfirleitt nýleg. Ef litið er á aldursdreifingu ís- lenskra húsa til ársins 1986 (fbúðar- og atvinnuhúsnæði) kem- ur eftirfarandi í ljós: 8.587,20 þúsund m3 eða 17,7% eru eldri en 30 ára 10.798,70 þúsund m3 eða 22,3% eru 20 til 30 ára 16.208,90 þúsund m3 eða 33,4% eru 10 til 20 ára 12.916,60 þúsund m3 eða 26,6% eru yngri en 10 ára Samkvæmt þessu er um 60% húsnæðis 20 ára og yngra en u.þ.b. 82% 30 ára og yngra. Þetta segir okkur að viðhaldsþörf húsnæðis eigi eftir að stóraukast á næstu 20 árum. Á hinn bóg- inn er ekki enn séð hvort kostnaðurinn verður meiri eða minni en áætlað var hér að framan. Þættir sem hafa áhrif á viðhaldsþörf Álag á byggingu, hvort sem um er að ræða ytra eða innra álag, veldur sliti, þ.e. öldrun á byggingunni. Hraði öldrunar- innar ræðst augljóslega af álaginu en einnig af hönnun og framkvæmd á byggingartíma. í hönnun er kveðið á um gerð og lögun byggingar, upp- byggingu og efnisnotkun. í hönnuninni er einnig tekið mið af notkun hússins og staðsetningu. Við hönnunina eru því teknar ákvarðanir sem munu ráða miklu um síðari viðhaldsþörf. Góð hönnun ein sér mun alltaf minnka viðhaldsþörfina og almennt gildir að vönduð efni sem jafnframt eru oft fremur dýr hafa lengri endingartíma heldur en þau ódýrari. Á hönnunarstigi þarf því að vera ljóst hvort leggja eigi áherslu á sem minnstan viðhaldskostnað þar sem slíkt mun væntanlega krefjast eitt- hvað dýrari hönnunar og byggingarefna. Þetta er þó ekki ein- hlítt þar sem oft má stuðla að tiltölulega litlum viðhaldskostn- aði með einfaldri uppbyggingu og efnisnotkun. Slíkar lausnir henta þó ekki alltaf né falla að tísku og tíðaranda. Þegar hús er hannað skiptir enn fremur máli að valdar séu lausnir sem heppnast nokkuð örugglega í framkvæmd án þess að gerðar séu óheyrilegar kröfur til aðstæðna eða fram- kvæmdaraðila. Byggingarframkvæmdin sjálf ræður jafnframt miklu um endanleg gæði, og því áríðandi að meðhöndlun efnis og vinnu- brögð öll séu eins góð og kostur er. Viðhaldsþörf - viðhaldsaðgerðir Tæpur helmingur alls húsnæðis á íslandi er byggður fyrir 1960, og því ekki óeðlilegt að viðhaldsþörf sé allnokkur. Á árunum eftir 1963 jukust byggingar í landinu til muna og á árunum 1972-1978 var árleg aukning á byggðu húsnæði tæplega tvöföld á við það sem gerðist kringum 1960. Viðhaldsþörf sumra húsa sem byggð eru eftir 1960 er veruleg umfram það sem vænta mátti, og er orsakanna annars vegar að leita í misheppnaðri hönnun og framkvæmd, hins vegar í lélegra byggingarefni heldur en vonir stóðu til. Sem dæmi um það fyrrnefnda nægir að nefna þökin, en þak er sá byggingarhlutinn sem verðúr fyr- ir mestu ytra álagi. Upp úr 1960 voru byggð mörg hús með nánast eða alveg flöt þök sem mörg hver hafa reynst við- haldsfrek. Á seinni árum eru mörg dæmi um að þök séu lek þótt halli sé sæmilegur þegar notuð er báruð málmklæðning (oft með kantaðri báru). Ótrúlega mörg dæmi eru um vand- ræði af þéttingu raka í þökum. Sem dæmi um síðarnefnda at- riðið má nefna að viðhaldsþörf bygginga frá árunum 1965-1980 er mjög mikil vegna lítils veðrunarþols steypu og alkalíverk- unar. Ýmis málningarvinna er sennilega algengust af öllum við- haldsaðgerðum en ætla má að eigendur eða notendur húsnæð- is sjái sjálfir um verulegan hluta þeirrar vinnu. Annað algengt viðhald, t.d. steypu- og þakviðgerðir og skipti á gleri og gluggakörmum, er fremur í höndum fagmanna. Endurnýjun og viðhald innanhúss, t.d. á lögnum, gólfefnum og innréttingum, er sennilega talsvert, en lætur lítið yfir sér. Af ofanskráðu má vera ljóst að viðhaldsþörf húsa mun auk- ast á næstu árum, samfara hækkandi meðalaldri húsnæðis. Þess er þó tæpast að vænta að eðli viðhaldsaðgerðanna muni breytast samfara auknum umsvifum. ■ Björn Marteinsson Benedikt Jónasson ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.