Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 61

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 61
SKÚLAGÖTUSKIPULAG ÚTVÖRÐUR BYGGÐAR AÐ SUNDUM Hugmyndir um þétta íbúðarbyggð á Skúlagötusvæðinu (Skuggahverfi) eiga sér nokkurn aðdraganda. í greinargerð með Aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-83 er þegar bent á Skúlagötu sem eitt hinna þriggja byggingar- svæða í miðbænum, sem skipta sérstöku máli, að því er varðar yfirbragð borgarinnar. Þar segir t.d.: „Þeir verða margir, sem á komandi árum aka Kleppsveginn og Skúlagötu í áttina að Miðbænum. Allt frá Laugarnesi blasir við húsaröðin við Skúlagötu sem forgrunnur borgarinnar. . .“ Ráðgjafar frá danska ráðgjafafyrirtækinu Anders Nyvig A/S, sem hafa verið ráðgefandi aðilar við skipulagsstörf borg- arinnar, bentu einnig á hversu nýting þessa svæðis væri orðin léleg. Svæðinu hafði hnignað og óljóst var hvaða kostir lágu fyrir varðandi endurnýjun og uppbyggingu (eins og reyndar í miðborginni allri), vegna þess að ekki var gengið frá skipulagi þessara svæða. Iðnaðarlóðirnar stóru við Skúlagötu voru illa nýttar og sumar ekkert. Stór auð svæði voru til lýta og íbúðar- byggðin sundurlaus og víða án umhverfisgæða, sem við gerum kröfur til að íbúðarbyggð hafi í dag. Með uppbyggingu þéttrar íbúðarbyggðar þar sem gerðar eru strangar kröfur varðandi bflastæði, töldu „Nyvigsmenn" að mynda mætti sterkan bak- hjarl fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi á Laugavegssvæð- inu og í Kvosinni, og einnig leysa bílastæðavanda svæðisins að nokkru með samnýtingu bflastæða. Þessi rök geta sennilega flestir fallist á. Það skipulag sem nú er byrjað að hanna og byggja eftir við Skúlagötu er hluti þeirrar vinnu sem unnin var samhliða end- urskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur og er því samtvinnað skipulagi miðbæjarins og heildarmynd borgarinnar. Það má einnig segja að þessar framkvæmdir allar, sem í heild tengjast endurnýjun, endurbótum og uppbyggingu mið- bæjarins, séu nokkuð samstíga því sem víða er að gerast í borgum bæði austan hafs og vestan. Vegna breyttra atvinnuhátta og nýrrar flutningatækni hafa not hafnarsvæða víða breyst og gefið kost á endurskipulagn- ingu. Þekkt dæmi eru t.d.: Osló með gríðarlegri uppbyggingu í kringum gamla miðkjarnann og endurbótum á umferðaræð- um við höfnina; Gautaborg þar sem unnið er með stórbrotnar hugmyndir um þétta og háa íbúðarbyggð á bökkum Gautelf- ar. Þar voru fram á síðustu ár fimbulstórar skipasmíðastöðvar sem nú eru verkefnislausar. Samkeppni hefur farið fram um hafnarsvæðin í Kaupmannahöfn. I Baltimore og Boston hafa hafnarsvæðin verið endurskipulögð til mikillar fyrirmyndar og við þekkjum góða viðleitni við Thames í London, á Manhatt- an í New York og fleiri dæmi mætti nefna. Með þessum hugmyndum við Skúlagötuna og reyndar víðar í námunda við miðborgina, s.s. á fyrrverandi lóð BUR við Álagranda og á Rauðarárholti þar sem Timburverslun Árna Jónssonar var til skamms tíma, er tekin sú stefna að reisa þétta íbúðabyggð með það að leiðarljósi að styrkja og efla miðborgina. Vegna þess að Skúlagötusvæðið hefur þá sérstöðu að vera opið að hafi til norðurs og frá því er eitt fegursta útsýni í Reykjavík um eyjar og sund, þótti sjálfsagt að gefa sem flest- um kost á þessum gæðum. Um leið er mönnum ljóst að hár en uppbrotinn veggur húsa næst ströndinni verður gott skjól fyrir íbúðabyggðina á holtinu fyrir sunnan. Reynt er að halda í einkenni og verðmæti íbúðarbyggðar- innar ofar í holtinu og má þegar sjá þess merki að hafin er lag- færing, endurbygging og uppbygging, þegar nú loks liggur fyr- ir skipulag og þannig fastur grunnur fyrir íbúana að miða ákvarðanir við. Sumir fá endurbyggingarrétt og geta gert framtíðaráætlanir, aðrir lagfært hús, lóðamörk eða aðra að- stöðu og þannig bætist aðstaða flestra. Auðvitað missa nokkr- ir hluta útsýnis sem þeir hafa haft og aðstaða breytist en í staðinn munu um þúsund til fimmtán hundruð manns fá möguleika á þessu sérstæða útsýni og njóta návistar við mið- borgina og hafið. Það er svo með allt skipulag að einhverju þarf að fórna ef ná skal settu marki. Með skipulaginu fylgir ít- arleg greinargerð, þar sem höfundarnir lýsa hugmyndum og markmiðum og er rétt að þættir úr henni fylgi hér með til skýringar. Höfundar hins staðfesta deiliskipulags sem nefnt er Skúla- götu-skipulag eru Arkitektar G.Ó.B., þeir Guðmundur Kr. Guðmundsson, Ólafur Sigurðsson og Björn Hallsson, sem var verkefnisstjóri. Utdráttur úr greinargerð höfunda: Sú skoðun hefur verið ráðandi við gerð skipulagstillögunn- ar, að um sé að ræða skipulag miðborgarhverfis. Helsti kostur svæðisins (auk útsýnismöguleika) er nálægð þess við aðal- menningar-, þjónustu- og atvinnuhúsnæði höfuðborgar-svæð- isins. Hafa verður í huga mikilvægi mjög þéttrar byggðar við miðborgir, eigi þar að þrífast fjölbreytileg starfsemi og mann- líf. Gerð þessa hverfis er því ekki sambærileg við íbúðarhverfi annars staðar í borginni. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.