Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Qupperneq 64

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Qupperneq 64
varnargarða (hljóðmön) milli þjónustuhúsa norðan Skúlagötu. Gera má ráð fyrir að þessi mannvirki dragi úr hávaða sem nemur 5-15 dB (A) upp undir 4.-5. hæð (minnkandi með hæð). Af ýmsum ástæðum er æskilegt að fjölskyldusamsetning í íbúðarhverfum sé nokkuð fjölbreytileg. Meðal atriða má nefna eðlileg samskipti fólks eins og þau gerast í þjóðfélaginu, milli aldurshópa og starfsstétta. Með einhliða smáum íbúða- gerðum eru líkur til að eigendaskipti verði tíð. Reynsla frá öðrum borgum sýnir að slíkar aðstæður leiða til óstöðugleika í almennum samskiptum, ásamt áhugaleysi og óreiðu í hirðingu og viðhaldi sameigna, sem hins vegar leiðir til öryggisleysis og neikvæðs umhverfis í mörgu tilliti. íbúðir innan skipulagssvæðisins eru nú um 267. Með nýt- ingu endurbyggingarréttar, að frátöldum íbúðum í húsum sem áætlað er að víki, hækkar sú tala í um 285-290. Heildaríbúða- fjöldi innan svæðisins lætur því nærri að geta orðið um 770 íbúðir. Núverandi byggð á svæðinu skiptist í íbúðarhúsnæði og at- vinnuhúsnæði. Þau íbúðarhús sem standa innan svæðisins eru byggð frá seinni hluta 19. aldar og fram til um 1920. Síðan hef- ur lítið verið byggt af íbúðum í hverfinu. Eldri húsin eru vel- flest járnklædd timburhús, sum hver síðar forsköluð, byggð á steinsteyptum kjöllurum eða hlöðnum. Yngri húsin á svæðinu eru flest steinsteypt. Svo er einnig um viðbyggingar margra timburhúsa og skúrbyggingar í baklóðum. Ástand húsa er mjög misjafnt, sum eru léleg, önnur heilleg og nokkur hafa nýlega verið endurbyggð að verulegu leyti. Ljóst er að velflest íbúðarhús á svæðinu munu standa til frambúðar, því er í tillögunni reynt að laga nýja byggð að formi og einkennum þeirrar eldri. Á þann hátt getur hverfið virkað í heild sinni, sem jafnframt skilur eftir opinn möguleika til endurbygginga eða nýbygginga á einstökum lóðum inni í hverfinu eftir aðstæðum, innan ramma sem skipulagið og gamla byggðin móta. I því sambandi hefur sérstaklega verið athuguð húsform og stærðarhlutföll í íbúðarbyggð skipulagssvæðisins. Sú athugun gefur nokkurn samnefnara hvað varðar formeinkenni í grunn- mynd, hæðarhlutföllum og þakgerðum. Með þau einkenni hefur verið unnið við gerð tillögunnar, í samræmi við framan- greind markmið um heildaryfirbragð byggðarinnar. Endurbyggingarréttur er hugsaður sem hvatning til úrbóta innan skipulagssvæðisins, en felur ekki í sér kvöð á eiganda viðkomandi lóðar um framkvæmdir eða framkvæmdatíma. Sé rétturinn hins vegar fyrir hendi vinna breytingar samkvæmt honum að bættu heildarsvipmóti hverfisins eftir því sem fram Iíður. Hugsanleg íbúðaaukning með byggingu skv. endur- byggingarrétti skipulagsins í heild lætur nærri að vera um 20- 25 íbúðir, að frádregnum íbúðum í húsum sem áætlað er að víki. Eitt meginmarkmið að baki tillögunni er að nýja byggðin geti fallið að þeirri eldri. í því sambandi hafa formeinkenni eldri byggðarinnar verið athuguð sérstaklega í höfuðatriðum og er tillagan í heild sinni byggð á niðurstöðum þess. Hús eru byggð upp af einingarstærð 11 m x 11 m í grunn- mynd. Þau greinast í aðalatriðum í tvennt, þ.e.a.s. hús sem standa tvö og tvö saman, 5 hæðir eða lægri, og hús sem eru samsett af fjórum grunneiningum og eru hærri en 5 hæðir. Þök eru brött með halla 35° til 45°, einhalla eða mænisþök og eru stefnur þeirra yfirleitt langs eftir viðkomandi götu. Undan- tekning er gerð á þessu við Skúlagötu þar sem stefnur snúa frekar að götu. Undir húsum og inngörðum á milli þeirra verður komið fyrir bílskýlum íbúða. Akstur í þau er frá norðri og er gólfhæð þeirra áætluð svipuð og viðkomandi götuhæð, þannig að garðar íbúðanna ofan á bílageymsluloftum standi í réttri hæð með hliðsjón af birtuskilyrðum, og frárennsli virki eðlilega. Skuggahverfi er innan þess borgarhluta þar sem miðbæjar- starfsemi fer aðallega fram, þ.e.a.s. hvers konar stjórnsýsla, menningarstarfsemi, viðskipti og þjónusta. Æskilegt hlýtur því að vera, að slíkri starfsemi sé markvisst blandað í nýja byggð hverfisins í skipulagi þess. Fyrirkomulag hennar þarf að vera þannig að starfsemin sé aðgengileg og aðlaðandi til af- nota fyrir borgarbúa almennt og gesti borgarinnar, auk íbúa svæðisins. í fyrirliggjandi skipulagstillögu er fyrirkomulag á þjónustuhúsnæði áætlað þrenns konar. í fyrsta lagi er um að ræða húsnæði fyrir frekar smáa starfsemi, sem staðsett verður á jarðhæðum bygginga í götulínu við Skúlagötu og hugsanlega á jarðhæðum bygginga í götum upp holtið. Einnig er hugsanlegt að staðsetja hótelbyggingu, með til- heyrandi þjónustustarfsemi, í sjálfstæðri byggingu eða þyrp- ingu innan svæðisins. Leiksvæði fyrir smábörn og almenna leiki barna eru ráð- gerð í inngörðum íbúðarhúsa (sameiginleg svæði). Inngörðum er komið fyrir innan húsaþyrpinga, í skjóli fyrir helstu vindáttum, umferð og umferðarhávaða, en opnir fyrir sólaráttum. Inngangar húsa, ásamt hugsanlegum sameiginleg- um garðskálum, tengjast inngörðum beint. Áætlað er að bflskýli verði byggð undir húsum á nýbygg- inga-reitum og undir sameiginlegum svæðum þeirra (inngörð- um), eftir því sem við á hverja íbúð og einu fyrir hverja 50 m2 í þjónustuhúsnæði, í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar. Vegna skorts á langtíma bílastæðum fyrir atvinnusvæði við Laugavegsásinn, er nokkur samnýting æskileg á bflastæðum á einkalóðum. Samkvæmt tillögunni er hugsanlegt að bflastæði opin al- menningi innan skipulagssvæðisins geti orðið allt að 1100-1200 á mismunandi tímum sólarhrings. Framkvæmd skipulagsins. Nú hafa þegar verið samþykktar teikningar á tveimur stór- um lóðum í skipulaginu og var skemmtilega að hvoru tveggja staðið. Á lóðinni vestan Vitastígs sem borgin keypti og hyggst reisa á íbúðir fyrir aldraða í samræmi við hugmyndir skipulagsins var boðið til lokaðrar samkeppni meðal nokkurra arkitekta- stofa. Tillaga Vinnustofu arkitekta h.f. (arkitektarnir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Ólafur Briem, Sigurður Björgúlfsson og Sigríður Sigþórsdóttir) var valin til útfærslu og er nú langt komin í teiknivinnu. Framkvæmdir munu því geta hafist á næsta ári. Tillagan fellur einkar vel að hugmyndum skipulagsins og hefur verið kynnt víða á sýningum og vakið verðskuldaða at- hygli. (Sjá meðfylgjandi myndir). Verktakafyrirtækið Steintak hf. keypti Völundarlóð og efndi einnig til lokaðrar samkeppni meðal arkitekta um út- færslu íbúðaeininga. Allar tillögurnar sem voru kynntar voru mjög athyglisverðar en tillaga þeirra Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar var valin til útfærslu og framkvæmdir þegar hafnar á lóðinni. (Sjá meðfylgjandi teikningu). Einnig þessi tillaga fellur mjög vel að meginhugmyndum skipulagsins og hefur alla burði til að vera verðugur útvörður byggðar að Sundum. Eins og áður er getið er Skúlagötuskipulagið einn hluti stórrar heildarmyndar sem skipulag borgar er og skal þannig skilið og rætt. Menn eiga stundum erfitt með að ná heildaryfirsýn í stórri borg og láir þeim enginn, en fagmenn verða a.m.k. að setja sig inn í forsendur og hugmyndir. Skipulag er mjög viðkvæmt og hver breyting getur haft áhrif á aðstæður eða umhverfi einhvers. Sá sem heldur að hægt sé að skipuleggja þannig að allir séu sáttir og vel líki ætti ekki að snúa sér að skipulagsstörfum, hann mun aldrei koma neinu í framkvæmd. Þetta munu nokkuð þekkt sannindi, geri ég ráð fyrir. ■ Þorvaldur S. Þorvaldsson ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.