Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 65

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 65
Athugun á rakaheldni íslensks Portlandsements í steinsteypu Aárunum 1970-80 taldi eg mig hafa rökstuddan grun um að það sement sem framleitt var í Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi sýndi afbrigðileg einkenni, miðað við það sem eðlilegt er hjá portlandsementi. Bar þar helst til of hraða storknun ásamt storknunarsprung- um (rýrnun), einnig of háan brotstyrk miðað við tíma. Oft mátti sjá plötur, jafnt botnplötur sem plötur steyptar á undir- slátt, klofna í mynstur eins og sést í leirflögum sem þorna upp. Einnig varð eg var við í einu húsi þar sem steypt var í stál- mót, að þegar mót voru tekin frá að morgni dags eftir að steypt hafði verið, höfðu myndast sprungur ofan í veggbrún- irnar mislangt niður eftir veggjunum, Þó mest um 3o cm. Greinilegt var að þetta voru storknunarsprungur, þar sem loftþurrkunar gætti við yfirborð. Þó að athuganir mínar byggðust aðeins á sjón, virtust þær þó gefa þá heildarmynd, að þegar kom að því að kaþólska kirkjan réðist í byggingu biskupsbústaðar og prestahúsa í Landakoti eftir uppdráttum mínum þá lagði eg það til, við dr. Hinrik Frehen biskup, að leitað yrði annarra sementstegunda en þess íslenska. Biskup Frehen hafði fylgst með þeirri um- ræðu sem fram fór í blöðunum um alkalískemmdir og hafði áhyggjur af því að byggja við þau skilyrði. Eg fékk til fundar við okkur og álitsgerðar prófessorana dr. Óttar P. Halldórsson verkfræðing og dr. Þorstein Helgason verkfræðing auk burðarþolsverkfræðings húsanna, Braga Þor- steinsson, og var það álit þeirra að fýsilegt væri að kanna möguleika á notkun betur skilgreinds sements. Leitaði biskup Frehen fyrir sér og fékk tilboð frá nokkrum aðilum í Evrópu. Að athuguðu máli varð að ráði að hann samdi um kaup á sementi frá Robur sementsverksmiðjunum í Hollandi. Um var að ræða portland-háofnasement, en það virtist vera öruggt þó um væri að ræða þó nokkuð alkalívirk fylliefni. Portland-háofnasement er malað úr blöndu af port- landsementsgjalli og háofnagjalli í nokkuð mismunandi hlut- föllum í ýmsum löndum. I hollensku háofnasementi er miðað við 70% háofnagjall. Ákveðið var að steypa undirstöður og botnplötur úr íslensku portlandsementi en að öðru leyti yrðu húsin steypt úr háofnasementi, Robur A, frá Hollandi. Ákveðið var að nota Rauðamelsefni sem fylliefni, bæði möl og sand. Sementsmagn var 350 kg pr. rúmmetra. Sigmál var ákveðið sem næst 8 cm, loftblendi var 5% og engin flot- eða mýkingarefni. Steypuframleiðandi var B.M. Vallá. Þegar komið var fram á vetur 1980 óskaði eg eftir því við Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins að framkvæmdar væru rakamælingar í steypunni. Sú mæling fór fram í því húsi sem enn var opið og steypa aðgengileg að innan. Niðurstöður þeirrar mælingar voru sem hér segir: Dagsetning mælingar var 10.12.1980 Veggur á 1. hæð steyptur 11.8.80 Gólf á 1. hæð steypt 11.4.80 Veggur í Kjall. steyptur 1.4.80 GólfíKjall. steypt 2.11.79 Raki 6,5% Robur A Raki 6,4% Robur A Raki 6,3% Robur A Raki 7,7% ísl.portland. hafði biskup Frehen mikinn áhuga fyrir þessu vandamáli okk- ar íslendinga. Ofanskráð athugun varð til þess að eg ákvað að fylgjast með rakanum í steypunni enn um sinn. Þar sem steypunni var smám saman lokað innanhúss varð stoðveggurinn til saman- burðar um rakamælingarnar, ásamt bflskúrsvegg sem er í ca. þriggja metra fjarlægð frá stoðveggnum. Á þessum tíma var íslenska portlandsementið íblandað 5% kísilryki sbr. bréf frá Rb. dags. 9.12.1979, og Sementsyfirlit Rb. 1980. Steypan í stoðveggnum var eins og önnur steypa í húsunum að öllu öðru leyti en sementinu. Steinefni voru þau sömu, sigmál það sama og verkið framkvæmt af sömu mönnum. Veggirnir virðast búa við mjög svipuð veðurskilyrði, ef nokkur munur er, þá er stoðveggurinn ögn meira til hlés. Eg tel að athuganir á báðum ættu að vera sambærilegar, og hefi eg látið Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins gera rakamælingar nokkuð reglulega síð- an. Yfirlit yfir niðurstöður mælinganna fer hér á eftir: Bflskúrsveggur var steyptur 3.6.1980 Stoðveggur var steyptur 2.6.1980 Dagsetning Staður Raki % Mismunur 16.6.1981 Bflskúrsveggur 5,3% Stoðveggur 6,3% 18,8% 24.5.1983 Bflskúrsveggur 4,9% 4,5% =4,7% » Stoðveggur 5,6% 19,1% 21.8.1985 Bflskúrsveggur 4,3% 4,1% =4,2% Stoðveggur 5,4% „ 5,3% =5,35% 27,3% 4.6.1987 Bflskúrsveggur 4,0% >5 »í 3,9% =3,95% »» Stoðveggur 4,8% 4,4% =4,6% 16,4% 27.5 1988 Bflskúrsveggur 4,1% »» „ 4,0% =4,05% „ Stoðveggur 5,0% >» 4,8% =4,9% 20,9% Eins og sést af yfirlitinu var þann 24.5 bætt við mælistað í bflskúrsvegg og þá nær stoðveggnum. Sá staður gaf alltaf ívið lægri gildi en hinn fyrri. Þann 21.8.85 var svo einnig bætt við mælistað í stoðveggnum og sama dag voru einnig teknar upp mælingar á tveim öðrum stöðum í húsinu, kjallaravegg og stoðvegg við kjallaratröppur. Á báðum þessum stöðum var einnig um Robur A sement að ræða og steypan eins og áður var lýst. Þær athuganir koma fram í eftirfarandi töflu: Dagsetning Raki % af mælingar Staður steypuþunga Hér vakti það athygli mína hversu miklu meiri raki var í 21.8.1985 þeirri steypu sem var með íslenska sementinu, þó var sú „ steypa til muna eldri. í samráði við biskup Frehen hafði frítt 4.6.1987 standandi stoðveggur, utanhúss, verið steyptur úr íslenska „ sementinu svo hægt væri að fylgjast með honum í framtíðinni 27.5 1988 til samanburðar um alkalískemmdir, en eins og áður sagði Kjallaraveggur 4,3% Stoðveggur 11 4,4% Kjallaraveggur 3,7% Stoðveggur 11 4,4% Kjallaraveggur 4.0% Stoðveggur 11 4,2% ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.