Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 71
Ráðstefna
á
Akureyri
Eins og getið var um í síðasta tölublaði ARKITEKT-
ÚRS OG SKIPULAGS var haldin ráðstefna um um-
hverfismál á Akureyri dagana 23.-25. sept.
Þátttaka varð framar öllum vonum eða um 150 manns víðs
vegar að af landinu.
Þátttakendur voru fuiltrúar ýmissa stofnana, ráðuneyta,
fulltrúar sveitarfélaga, garðyrkjustjórar, garðyrkjumenn, arki-
tektar, tæknifræðingar, landslagsarkitektar og fleiri áhuga-
menn.
Hópurinn safnaðist saman á Hótel KEA seinni hluta föstu-
dags og hlustaði á Finn Birgisson skipulagsstjóra Akureyrar-
bæjar lýsa á skörulegan hátt skipulagi bæjarins og ýmsum
vandamálum er því fylgdu. Finnur lét skoðanir sínar óspart í
ljós og er það vel þegar fagmenn þora að vera gagnrýnir á op-
inberum vettvangi.
Eftir kvöldmat skoðuðu ráðstefnugestir verðlaunatillögur
að Skátagili svokölluðu og Ráðhústorgi þeirra Akureyringa,
einnig héngu á veggjum sýnishorn af hverfaskipulagi í Reykja-
vík og aðalskipulag höfuðborgarinnar. Allt var þetta kynnt og
fólki gefinn kostur á umræðum.
Þegar líða tók á kvöldið tók ráðstefnustjórinn, Árni Steinar
Jóhannsson, til máls, var strangur og skipaði fólki í háttinn því
erfiður dagur væri framundan. Nokkur ofurmenni virtu þó
þau orð að vettugi og stungu nefinu aðeins inn fyrir dyr Sjall-
ans.
Laugardagurinn var aðalráðstefnudagurinn og hann hófst
með erindi Svens Ingvars Andersons prófessors við Aka-
demíuna í Kaupmannahöfn.
Sven Ingvar er sænskur; landslagsarkitekt að mennt en hef-
ur starfað í mörg ár í Danmörku sem prófessor. Hann er og
vinsæll fyrirlesari víða um heim.
Sven hreif áheyrendur fljótt með sér þegar hann í máli og
myndum lýsti tilfinningum sínum fyrir landslaginu og mannin-
um í því. Hann lagði áherslu á samræmingu landslags (um-
hverfis) og menningar hvers staðar fyrir sig og mikilvægi þess
að varðveita séreinkennin.
Hann skýrði frá nýjustu hugmyndum um skipulag útisvæða,
þ.e.a.s. garða í þéttbýli, og sýndi hugmynd þá er vann til 1.
verðlauna í Parc de la Villette í París og lýst er á öðrum stað
hér í blaðinu.
Sven Ingvar fór víða, en í lok erindis síns varaði hann við
eftirhermum, tískufyrirbærum í skipulagi og í umhverfismót-
un, en lagði áherslu á menningu og manninn sjálfan á úti-
svæðunum.
Eftir erindi Svens Ingvars hefðum við þurft smáhlé til að
geta dregið andann djúpt og leyft orðum hans að síast betur
inn í hugann, en fundarstjórinn, Reynir Vilhjálmsson, sýndi
enga miskunn og kynnti næsta fyrirlesara, Hallgrím Guð-
mundsson sveitarstjóra á Höfn.
Hallgrímur var eins og við hin hálfdasaður eftir erindi Svens
Ingvars, en með einni léttri sögu tókst að ná stjórn á heila-
frumunum áður en hann lýsti skoðun sinni á stjórnsýsluvand-
anum í stjórn ríkis og sveitarfélaga, svo gripið sé í hans orð:
„Ég er ekki þeirrar skoðunar að ríkisstofnanir séu skipaðar
illa innrættum embættismönnum, sem eru undirrót að vanda
sveitarstjórna. Vandi þeirra er af allt öðrum toga. Ég er held-
ur ekki þeirrar skoðunar, að innri stjórnsýsla sveitarfélaga sé
til fyrirmyndar, - því fer fjarri. Stjórnsýsla sveitarfélaga er yf-
irleitt fámenn og fáliðuð og hefur að mjög takmörkuðu leyti
sérhæfðu starfsfólki á að skipa. Ef frá eru talin 4-6 stærstu
sveitarfélögin í landinu, þá er starfsskipulagið þannig að einn
og sami starfsmaðurinn gæti verið í erfiðu félagslegu vanda-
máli fyrir hádegi, í byggingareftirliti eftir hádegi, losa um
klóakstíflu um kaffileytið og á rekstrarstjórnarfundi heilsu-
gæslustöðvar eftir kvöldmat."
Hallgrímur talaði einnig um gildi góðrar ráðgjafar, sem skil-
aði sér í bættri stefnumótun, aukinni þátttöku íbúa og al-
mennt vaxandi áhuga. Á ráðgjöfum hvílir því mikil ábyrgð að
skila góðu verki og áætlunum á réttum tíma.
Lokaorð Hallgríms voru þessi: „Brýna nauðsyn ber til að
bæta strax umhverfi hafna og fiskvinnslufyrirtækja víða um
land og er mér ekki grunlaust að samhengi sé á milli umhverf-
is hafna og fiskvinnslufyrirtækja og álits margra Islendinga á
sjálfri lífsbjörginni? Áhugi sveitarfélaga og fyrirtækja til úr-
bóta er mjög mismunandi en í mörgum tilfellum ræðst hann af
ólíkum aðstæðum þeirra. I opinberri stjórnarstefnu er ekki
stefnt að mismun í heilbrigðisþjónustu eftir byggðarlögum, -
en hversu mikinn mismun ætlum við að líða á sviði umhverfis-
mála?“
Fundarmenn setti hljóða við þennan lestur og greinilegt að
margur sveitarstjórnarmaðurinn kinkaði ákaft kolli við ýms-
um fullyrðingum Hallgríms.
En áfram var haldið og næstur tók til máls Einar E. Sæ-
mundsen garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar.
Hann benti á kollsteypuna í búsetuháttum íslensku þjóðar-
innar síðastliðin 100 ár og sagði m.a.: „Eftirsjáin eftir menn-
ingu bændasamfélagsins átti svo sterk ítök í hugum okkar að
við gleymdum að beina athyglinni að kringumstæðum líðandi
stundar í þéttbýlinu. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi
verður mest vör við þann skort á menningu, sem viðgengst í
umhverfismálefnum þéttbýlisins.
Lærir hún að bera virðingu fyrir umhverfi sínu ef hún kemst
ekki á auðveldan hátt í snertingu við náttúruna þar sem hún
býr? Viðhorf almennings til umhverfisins og þeirra aðstæðna
sem það býr við í þéttbýli eru óðum að breytast. Krafan til úr-
bóta á umhverfinu næst þar sem maðurinn býr vex með hverj-
um degi. Nærtækt dæmi um breytt hugarfar er stofnun um-
hverfisflokka eða græningjaflokka í löndunum allt í kringum
okkur.“
Einar hvatti til að gaumgæfa vel öll landnotkunaráform,
sérstaklega með það í huga að eyðileggja ekki framtíðarkosti
til útivistar næst byggð.
Hann vakti líka athygli á umfjöllun „Norrænu ráðherra-
nefndarinnar“ um þennan málaflokk og áskorun hennar til
norrænna stjórnmálamanna um það að búa öllum Norður-
landabúum betri útivistarskilyrði til daglegra nota.
Að lokum skýrði Einar frá stjórnun umhverfismála hjá
Kópavogsbæ og vakti athygli fundarmanna á mikilvægi sam-
starfs umhverfisráðs við hinar ýmsu nefndir bæjarfélagsins.
Erindinu lauk svo með góðri myndasýningu um umhverfis-
mál Kópavogs.
ARKITEKTÚR OG SKIPULAG