Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 71

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Síða 71
Ráðstefna á Akureyri Eins og getið var um í síðasta tölublaði ARKITEKT- ÚRS OG SKIPULAGS var haldin ráðstefna um um- hverfismál á Akureyri dagana 23.-25. sept. Þátttaka varð framar öllum vonum eða um 150 manns víðs vegar að af landinu. Þátttakendur voru fuiltrúar ýmissa stofnana, ráðuneyta, fulltrúar sveitarfélaga, garðyrkjustjórar, garðyrkjumenn, arki- tektar, tæknifræðingar, landslagsarkitektar og fleiri áhuga- menn. Hópurinn safnaðist saman á Hótel KEA seinni hluta föstu- dags og hlustaði á Finn Birgisson skipulagsstjóra Akureyrar- bæjar lýsa á skörulegan hátt skipulagi bæjarins og ýmsum vandamálum er því fylgdu. Finnur lét skoðanir sínar óspart í ljós og er það vel þegar fagmenn þora að vera gagnrýnir á op- inberum vettvangi. Eftir kvöldmat skoðuðu ráðstefnugestir verðlaunatillögur að Skátagili svokölluðu og Ráðhústorgi þeirra Akureyringa, einnig héngu á veggjum sýnishorn af hverfaskipulagi í Reykja- vík og aðalskipulag höfuðborgarinnar. Allt var þetta kynnt og fólki gefinn kostur á umræðum. Þegar líða tók á kvöldið tók ráðstefnustjórinn, Árni Steinar Jóhannsson, til máls, var strangur og skipaði fólki í háttinn því erfiður dagur væri framundan. Nokkur ofurmenni virtu þó þau orð að vettugi og stungu nefinu aðeins inn fyrir dyr Sjall- ans. Laugardagurinn var aðalráðstefnudagurinn og hann hófst með erindi Svens Ingvars Andersons prófessors við Aka- demíuna í Kaupmannahöfn. Sven Ingvar er sænskur; landslagsarkitekt að mennt en hef- ur starfað í mörg ár í Danmörku sem prófessor. Hann er og vinsæll fyrirlesari víða um heim. Sven hreif áheyrendur fljótt með sér þegar hann í máli og myndum lýsti tilfinningum sínum fyrir landslaginu og mannin- um í því. Hann lagði áherslu á samræmingu landslags (um- hverfis) og menningar hvers staðar fyrir sig og mikilvægi þess að varðveita séreinkennin. Hann skýrði frá nýjustu hugmyndum um skipulag útisvæða, þ.e.a.s. garða í þéttbýli, og sýndi hugmynd þá er vann til 1. verðlauna í Parc de la Villette í París og lýst er á öðrum stað hér í blaðinu. Sven Ingvar fór víða, en í lok erindis síns varaði hann við eftirhermum, tískufyrirbærum í skipulagi og í umhverfismót- un, en lagði áherslu á menningu og manninn sjálfan á úti- svæðunum. Eftir erindi Svens Ingvars hefðum við þurft smáhlé til að geta dregið andann djúpt og leyft orðum hans að síast betur inn í hugann, en fundarstjórinn, Reynir Vilhjálmsson, sýndi enga miskunn og kynnti næsta fyrirlesara, Hallgrím Guð- mundsson sveitarstjóra á Höfn. Hallgrímur var eins og við hin hálfdasaður eftir erindi Svens Ingvars, en með einni léttri sögu tókst að ná stjórn á heila- frumunum áður en hann lýsti skoðun sinni á stjórnsýsluvand- anum í stjórn ríkis og sveitarfélaga, svo gripið sé í hans orð: „Ég er ekki þeirrar skoðunar að ríkisstofnanir séu skipaðar illa innrættum embættismönnum, sem eru undirrót að vanda sveitarstjórna. Vandi þeirra er af allt öðrum toga. Ég er held- ur ekki þeirrar skoðunar, að innri stjórnsýsla sveitarfélaga sé til fyrirmyndar, - því fer fjarri. Stjórnsýsla sveitarfélaga er yf- irleitt fámenn og fáliðuð og hefur að mjög takmörkuðu leyti sérhæfðu starfsfólki á að skipa. Ef frá eru talin 4-6 stærstu sveitarfélögin í landinu, þá er starfsskipulagið þannig að einn og sami starfsmaðurinn gæti verið í erfiðu félagslegu vanda- máli fyrir hádegi, í byggingareftirliti eftir hádegi, losa um klóakstíflu um kaffileytið og á rekstrarstjórnarfundi heilsu- gæslustöðvar eftir kvöldmat." Hallgrímur talaði einnig um gildi góðrar ráðgjafar, sem skil- aði sér í bættri stefnumótun, aukinni þátttöku íbúa og al- mennt vaxandi áhuga. Á ráðgjöfum hvílir því mikil ábyrgð að skila góðu verki og áætlunum á réttum tíma. Lokaorð Hallgríms voru þessi: „Brýna nauðsyn ber til að bæta strax umhverfi hafna og fiskvinnslufyrirtækja víða um land og er mér ekki grunlaust að samhengi sé á milli umhverf- is hafna og fiskvinnslufyrirtækja og álits margra Islendinga á sjálfri lífsbjörginni? Áhugi sveitarfélaga og fyrirtækja til úr- bóta er mjög mismunandi en í mörgum tilfellum ræðst hann af ólíkum aðstæðum þeirra. I opinberri stjórnarstefnu er ekki stefnt að mismun í heilbrigðisþjónustu eftir byggðarlögum, - en hversu mikinn mismun ætlum við að líða á sviði umhverfis- mála?“ Fundarmenn setti hljóða við þennan lestur og greinilegt að margur sveitarstjórnarmaðurinn kinkaði ákaft kolli við ýms- um fullyrðingum Hallgríms. En áfram var haldið og næstur tók til máls Einar E. Sæ- mundsen garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar. Hann benti á kollsteypuna í búsetuháttum íslensku þjóðar- innar síðastliðin 100 ár og sagði m.a.: „Eftirsjáin eftir menn- ingu bændasamfélagsins átti svo sterk ítök í hugum okkar að við gleymdum að beina athyglinni að kringumstæðum líðandi stundar í þéttbýlinu. Sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi verður mest vör við þann skort á menningu, sem viðgengst í umhverfismálefnum þéttbýlisins. Lærir hún að bera virðingu fyrir umhverfi sínu ef hún kemst ekki á auðveldan hátt í snertingu við náttúruna þar sem hún býr? Viðhorf almennings til umhverfisins og þeirra aðstæðna sem það býr við í þéttbýli eru óðum að breytast. Krafan til úr- bóta á umhverfinu næst þar sem maðurinn býr vex með hverj- um degi. Nærtækt dæmi um breytt hugarfar er stofnun um- hverfisflokka eða græningjaflokka í löndunum allt í kringum okkur.“ Einar hvatti til að gaumgæfa vel öll landnotkunaráform, sérstaklega með það í huga að eyðileggja ekki framtíðarkosti til útivistar næst byggð. Hann vakti líka athygli á umfjöllun „Norrænu ráðherra- nefndarinnar“ um þennan málaflokk og áskorun hennar til norrænna stjórnmálamanna um það að búa öllum Norður- landabúum betri útivistarskilyrði til daglegra nota. Að lokum skýrði Einar frá stjórnun umhverfismála hjá Kópavogsbæ og vakti athygli fundarmanna á mikilvægi sam- starfs umhverfisráðs við hinar ýmsu nefndir bæjarfélagsins. Erindinu lauk svo með góðri myndasýningu um umhverfis- mál Kópavogs. ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.