Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 75

Arkitektúr og skipulag - 01.12.1988, Side 75
GÆÐI OG egar reynt er að meta hversu skipulagsáætlun er vel heppnuð líta embættismenn venjulega til þess hvort lögum um málsmeðferð, reglugerð eða skilmálum er fylgt eftir, þ.e. hvernig skipulagsáætlun reynist sem það stjórntæki sem henni er ætlað að vera. Petta gildir um nánast allar gerðir skipulagsáætlana, hvort sem þær eru á svæðis-, að- al- eða deiliskipulagssviði þar sem það síðastnefnda er það sem er næst okkur í umhverfinu. í löndum þar sem löng hefð er komin á framkvæmd laga og reglugerða hefur málsmeðferð skipulags- og byggingarmála verið að þróast í þá átt að það er ekki á færi nema lærðustu sérfræðinga að kunna skil á öllum nauðsynlegum reglugerð- arákvæðum. Hönnuðir hafa þurft að fylgjast með útgáfu reglugerða í staflavís og sveitarfélögin hafa þurft að koma sér upp fjölmennu liði tæknimanna til að fara yfir allar teikningar sem berast inn til samþykktar. Á undanförnum árum hefur verið mikið um það rætt á Norðurlöndum að draga úr skrifinnskunni og leitað hefur ver- ið leiða til að einfalda málsmeðferð án þess að það þurfi að hafa í för með sér ringulreið. í Svíþjóð er t.d. farið að heimila tilteknar minniháttar byggingarframkvæmdir án þess að leggja þurfi inn byggingarleyfisumsókn. Á íslandi á umræðan um einföldun fullan rétt á sér en sú einföldun á málsmeðferð byggingarmála sem gera mætti hér á landi snýr miklu fremur að framkvæmd og eftirliti í dreifðum byggðum heldur en einföldun laga og reglugerða því hér gilda og hafa gilt einfaldar reglur ef miðað er við það sem gerist meðal nágrannaþjóða. Á skipulagssviðinu hafa verið að gerast hlutir sem að öllum líkindum eiga eftir að breyta hugmyndum manna um skipu- lag, hlutverk þess og gildi. í fyrsta lagi má reikna með að í auknum mæli verði farið að líta á skipulagsáætlun sem niður- stöðu samningaviðræðna milli hagsmunaaðila og yfirvalda þar sem hlutverk skipuleggjenda er að gera tillögur og færa þær í m.a. raunhæfan fagurfræðilegan búning. Hagsmunaaðilar eru þá fbúar, félagasamtök eða atvinnurekendur og yfirvaldið er til þess að farið verði að gera ákveðnari gæðakröfur til skipu- lagsáætlana. Þær gæðakröfur miðast ekki eingöngu við full- komnar boðleiðir, staðla eða stimplanotkun heldur við hug- SKIPULAG myndina að baki skipulaginu og árangur að framkvæmdum loknum. Hefur okkur ekki tekist vel upp? Margir ferðamenn virðast eiga það sameiginlegt komi þeir til ókunnra landa að vilja skoða annars vegar gamla miðbæinn og það mannlíf sem þar þrífst og hins vegar náttúruna, ströndina, skóginn eða fjöllin fyrir utan borgirnar. Miklu minni áhugi virðist vera á því að skoða það sem þar er á milli, þ.e. íbúðar- og iðnaðarsvæðin sem hafa verið að byggjast eftir seinni heimsstyrjöld. Par hefur þó tekist að skipuleggja þannig að áhersla er lögð á hreint loft og birtu. Hávaðamengun á íbúð- arsvæðum frá iðnaði er í lágmarki. Fjöldi bflastæða er ekkert vandamál, græn opin svæði og leikvellir ætíð í næsta nágrenni og inn á milli má sjá dæmi um góðan og spennandi arkitektúr. Umferð þeirra sem eru akandi er aðskilin frá þeim sem eru gangandi og sums staðar eru almenningssamgöngur svo góðar að einkabifreiðar verða nánast óþarfar til daglegra nota. Hús- in sem við sjáum eru byggð samkvæmt ströngustu fyrirmælum laga og reglugerða, litirnir fölbleikir og fölbláir og breytingar eru ekki gerðar á umhverfinu nema með tilskildum kynning- um og leyfum yfirvalda. Er þetta þá ekki nægjanlegt? Hefur ekki tekist á fáeinum áratugum að skapa hið fullkomna borgarumhverfi? Svarið við þessum spurningum er að tæknilega hafa orðið miklar fram- farir. Hvað snertir „umhverfisleg gæði“ snýr málið öðruvísi við. Þau er erfitt að meta og enginn viðurkenndur mælikvarði að miða við. Umhverfið utan dyra er ekki einkamál eins eða neins og þar sem fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvernig hlut- irnir eigi að líta út getur orðið erfitt að samræma þær skoðan- ir. Hvað er gott og hvað er verra? Áður en hægt er að meta þau umhverfislegu gæði sem tiltekið skipulag boðar, þarf að skilgreina gæðahugtakið. Gæðin geta komið inn í myndina strax í vali á forsendum sem lagðar eru til grundvallar skipulaginu eða með öðrum orðum í þeim markmiðum og þeim upplýsingum sem skipulagstillagan bygg- ist á. Það getur verið mikill munur á skipulagstillögu þar sem ARKITEKTÚR OG SKIPULAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.