Fréttablaðið - 31.03.2023, Page 23

Fréttablaðið - 31.03.2023, Page 23
 5. FH n Lykilmaður: Björn Daníel Sverrisson n Þjálfari: Heimir Guðjónsson n Heimavöllur: Kaplakriki n Íslandsmeistarar: 8 sinnum Mikill meðbyr er með FH eftir að Heimir Guðjónsson tók við stjórnartaumum síðasta haust. Eitt er öruggt, að festa fylgir Heimi sem kann fræðin betur en flestir. Sindri Kristinn Ólafsson mun standa vaktina í markinu og munar um minna, líklega vantar FH-inga einn miðvörð til að vera með sterkt ellefu manna byrjunarlið. Það gustaði um Fimleika- félagið á síðustu leiktíð þegar þrír þjálfarar stýrðu liðinu, liðið þarf stöðugleika utan vallar svo árangur fari að nást innan vallar. FH er með sterkari hóp en á síðustu leiktíð en liðið þarf að byrja vel svo gamlir draugar frá síðasta ári fari ekki að vakna. Því skal haldið til haga að FH var næstum því fallið úr deildinni á síðasta ári. 4. KR n Lykilmaður: Kristján Flóki Finnbogason n Þjálfari: Rúnar Kristinsson n Heimavöllur: KR-völlur n Íslandsmeistarar: 27 sinnum Það er ágætlega jákvætt andrúms- loft yfir KR komandi inn í tíma- bilið en nokkur kynslóðaskipti hafa átt sér stað hjá KR í vetur. Mikill meðbyr virðist vera með nýjum aðstoðarþjálfara liðsins, Ole Martin Nesselquist. Norski að- stoðarmaður Rúnars Kristinssonar hefur fengið mikla ábyrgð í vetur og fengið lof fyrir starf sitt. Jóhannes Kristinn Bjarnason er mættur heim úr atvinnumennsku en hann hefur mikla hæfileika. KR-ingar þurfa á því að halda að Kristján Flóki Finnbogason haldi heilsu og verði á meðal bestu leik- manna tímabilsins. Heilsan hefur ekki staðið með honum síðustu ár og KR-ingar hafa fundið fyrir því. KR er með vel mannaðan hóp en breiddin er ekki mikil og þurfa því lykilmenn að haldast heilir heilsu svo KR berjist um Evrópusæti. Komnir Simen Lillevik Kjellevold Jakob Franz Pálsson (lán) Jóhannes Kristinn Bjarnason Luke Rae Olav Öby Farnir Emil Ásmundsson Hallur Hansson Kjartan Henry Finnbogason Arnór Sveinn Aðalsteinsson Beitir Ólafsson Pálmi Rafn Pálmason Þorsteinn Már Ragnarsson 3. Víkingur n Lykilmaður: Nikolaj Hansen n Þjálfari: Arnar Gunnlaugsson n Heimavöllur: Víkingsvöllur n Íslandsmeistarar: 6 sinnum Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkings þarf á nýjan leik að finna ný púsl sem geta smollið saman en kvarnast hefur úr liði Víkings frá síðustu leiktíð. Meir en margur heldur. Kristall Máni Ingason var seldur síðasta haust og Júlíus Magnús- son fór í atvinnumennsku á dögunum, segja má að um sé að ræða tvo bestu leikmenn Víkings síðustu ár. Báðir fóru til Noregs. Kristall samdi við Rosenborg en Júlíus fór til Fredrikstad. Víkingur hefur í vetur verið rólegt á markaðnum en Matthías Vilhjálmsson kom til félagsins frá FH og er búist við því að hann verði í stóru hlutverki. Nikolaj Hansen var mikið meiddur á síðustu leiktíð en hefur í vetur náð að halda heilsu og virðist í góðu formi fyrir tíma- bilið. Meiðsli Kyle McLagan á dögunum komu á versta tíma og leitar liðið nú að miðverði. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins hefur ekki farið í felur með það að hann gæti þurft að breyta leik- stíl liðsins til að ná þeim árangri sem Víkingar vilja. Komnir Matthías Vilhjálmsson Sveinn Gísli Þorkelsson Farnir Adam Ægir Pálsson Júlíus Magnússon 2. Breiðablik n Lykilmaður: Damir Muminovic n Þjálfari: Óskar Hrafn Þorvaldsson n Heimavöllur: Kópavogsvöllur n Íslandsmeistarar: 2 sinnum Íslandsmeistarar Breiðabliks eru til alls líklegir en að mati Frétta- blaðsins verður það of stór biti að kyngja að hafa misst Dag Dan Þórhallsson og Ísak Snæ Þorvalds- son sem voru tveir bestu leikmenn Blika í fyrra. Breiðablik hefur keypt til sín átta nýja leikmenn í vetur og stærsti hausverkur Óskars Hrafns þjálfara liðsins verður að finna byrjunarlið- ið og síðan að halda öllum góðum. Ekkert lið hefur álíka breidd sem gæti þó orðið styrkleiki ef vel tekst að spila úr því. Breiðablik hefur einu sinni áður reynt að verja titil og var það ein sorgarsaga árið 2011. Komnir Klæmint Olsen (lán) Oliver Stefánsson Patrik Johannesen Alex Freyr Elísson Arnór Sveinn Aðalsteinsson Ágúst Eðvald Hlynsson Ágúst Orri Þorsteinsson Eyþór Aron Wöhler Farnir Pétur Theódór Árnáson (lán) Sölvi Snær Guðbjargarson Omar Sowe Adam Örn Arnarson Benedikt Warén Dagur Dan Þórhallsson Elfar Freyr Helgason Ísak Snær Þorvaldsson Mikkel Qvist 1. Valur n Lykilmaður: Aron Jóhannsson n Þjálfari: Arnar Grétarsson n Heimavöllur: Origo-völlurinn n Íslandsmeistarar: 23 sinnum Með Arnar Grétarsson í brúnni telja spámenn Fréttablaðsins að Valur verði Íslandsmeistari í sumar. Í vetur hefur sést að Arnar hefur múrað fyrir alla leka og Valur varla fær á sig mark. Ef Aron Jóhannsson nær vopnum sínum er næsta víst að sóknarleikur Vals verður í góðu lagi. Andri Rúnar Bjarnason og Patrick Pedersen eiga að sjá um að skora mörkin fyrir Val en báðir hafa verið meiddir í vetur. Valur hefur hins vegar á að skipa mikilli breidd. Miðsvæðið er eina spurningar- merkið hjá Val en búist er við því að Arnar Grétarsson styrki liðið um einn eða tvo leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokast. Komnir Kristinn Freyr Sigurðsson Lúkas Logi Heimisson Óliver Steinar Guðmundsson Adam Ægir Pálsson Elfar Freyr Helgason Andri Rúnar Bjarnason Hlynur Freyr Karlsson Farnir Guy Smit (lán) Heiðar Ægisson Jesper Juelsgaard Lasse Petry Andri Adolphsson Arnór Smárason Ágúst Eðvald Hlynsson Rasmus Christiansen Sebastian Hedlund Sverrir Páll Hjaltested Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, er einn besti, ef ekki sá besti, leikmaður deildarinnar. FréttabLaðið/Ernir Rúnar Kristinsson og KR ætla sér alltaf titilinn. KA verður aðeins í sjöunda sæti ef spáin rætist. Þeir eru komnir með Hallgrím Jónas- son í brúna og ætlar hann sér stærri hluti.Blikum tekst ekki að verja Íslandsmeistaratitlinn gangi spáin eftir. Komnir Dani Hatakka Eetu Mömmö (lán) Gyrðir Hrafn Guðbrandsson Kjartan Henry Finnbogason Kjartan Kári Halldórsson (lán) Sindri Kristinn Ólafsson Farnir Atli Gunnar Guðmundsson Baldur Logi Guðlaugsson Guðmundur Kristjánsson Gunnar Nielsen Kristinn Freyr Sigurðsson Matthías Vilhjálmsson Fréttablaðið íþróttir 1131. mars 2023 FÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.