Fréttablaðið - 31.03.2023, Page 32

Fréttablaðið - 31.03.2023, Page 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 eða næsta sölustað inná lotto.is Þægilegt í appinu LEIKURINN OKKAR bakþankar | Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur Því betur sem ég kynnist mönn- unum, því vænna þykir mér um hundinn minn. Friðrik II. konungur Prússa virðist á þessum tímapunkti nokkuð þreyttur á samferða- mönnum sínum. Mannkynssagan er skrifuð af sigurvegurum. Fullyrðingin hefur að einhverju leyti staðist tímans tönn, enda festa þeir sem skrifa söguna þar með heimsmynd sína og gildi í sessi, hversu slæm sem þau eru. Staðreyndirnar sem birtast í sögunni verða sannleikurinn sem heimsmynd okkar byggir á. Hugtök eins og staðreyndir og sannleikur eru líka, líkt og mannkynssagan, hlaðin gildismati og það byggir á samfélaginu sem við sprettum úr. Heimskt er heimaalið barn. Máls- hátturinn stenst ekki alveg nútíma- kröfur þegar litið er til fordóma. Það breytir því þó ekki að gildismat þess sem kíkir aldrei út úr sínum eigin litla bergmálshelli getur orðið ansi heimóttarlegt. Þegar við kynnumst menningu og skoðunum sem eru ólíkar okkar er aftur á móti hætta á því að sjóndeildarhringur- inn víkki. Við gætum jafnvel upp- götvað að eigin skoðanir eru ekki heilagur sannleikur. Albert Einstein hélt því fram að allir væru snillingar. Einstein sagði líka að ef við dæmdum fisk út frá hæfileikum hans til að klifra upp tré þá myndi fiskurinn, og allir aðrir, halda að hann væri heimskur. Ef við reynum að nota fjölbreyttari mælistikur en þær sem henta okkur þá gætum við komist að því að aðrir hafa meira til málanna að leggja. Útgáfustarfsemi handhafa sann- leikans, sófaspekinga okkar tíma, hefur vaxið fiskur um hrygg með tilkomu samfélagsmiðla. Væntum- þykja í garð hundsins míns hefur aukist, í sama hlutfalli. n Handan sannleikans Við erum öll í þessu saman LEIKURINN OKKAR POTTURINN STEFNIR Í 170 MILLJÓNIR! GETRAUNIR.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.