AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Qupperneq 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Qupperneq 61
Bókarumsögn: Saga Reykjavíkur, Borgin 1940-1990, fyrri hluti. Höfundur Eggert Þór Bemharðsson. Útgefandi: Iðunn, 1998 - 410 bls. undanförnum árum hefur stórt yfirl- itsverk um sögu Reykjavíkur verið að koma út í nokkrum bindum. Að ritinu hafa þrír sagnfræðingar starf- að, kostaðir af borginni. Sögunni er skipt í þrjú tímabil, þ.e. frá upphafi til 1870, sem Þorleifur Óskarsson ritar, tímabilið 1870 til 1940 sem Guðjón Friðriksson fjallaði um og loks hefur Eggert Þór Bernharðsson skrifað um tímabilið 1940 til 1990. Rit Þorleifs er enn óútkom- ið. Rit Guðjóns „Bærinn vaknar" kom út í tveimur bindum fyrir um átta árum, en rit Eggerts „Borgin", - einnig í tveimur bindum -, kom út fyrir nokkrum mánuðum. Þemaskiptingin milli binda Eggerts er skýr; það fyrra fjallar um byggðarþróunina, en hið seinna um félags- og menningarsögu tímabilsins. Hefði farið vel á að bindin tvö hefðu fengið heiti sem gæfu þetta til kynna. í þessari bókarumsögn verður nokkuð fjallað um fyrra bindið fyrir lesendur aVs því efni þessa rits snertir mjög áhugasvið lesenda- hóps tímaritsins. Kaflar bókarinnar eru átta. Fjalla tveir þeir fyrstu (Borgarbylting og Sveit, bær, borg) um tengsl borgarsögunnar við hina miklu umbyltingu þjóðlíf- sins og „fólksflóttann" á mölina sem henni tengist. Fer ágætlega á að miða kaflaskipti í þeirri sögu við upphaf styrjaldaráranna 1940 því með hernáminu umbyltist margt í þróun þjóðfélagsins og sérstak- lega jókst flutningur fólks til Reykjavíkur, mikið vegna yfirdrifinnar vinnu og uppgripa vegna her- setunnar. Með stríðinu urðu íslendingar rík þjóð og geysi- legt stökk varð í uppbyggingu atvinnuvega og útþenslu byggðar, en til 1940 var byggðin í Reykjavík innan Hring-Snorrabrautar auk eins- konar sveitaþorpa út við Skerjafjörð, í Langholti og inni í Fossvogi, sem Eggert eyðir allmiklu rými í að segja frá. Kaflar 3,4 og 5 fjalla síðan um nýsköpðun at- vinnulífsins, þ.e. útgerðar, verslunar og iðnaðar. Þessir kaflar um atvinnusöguna rjúfa nokkuð þann þráð sem byrjað var að rekja um þróun byggð- arinnar í fyrsta og öðrum kafla. Mælir undirritaður Saga Reykjavíkur Borgin 1940-1990 Fyrri hluti Eggert Þór Bernharðsson BYGGÐAÞRÓUN REYKJAYÍKUR með því við þá, sem vilja ná út þræði byggðar- þróunar, að sleppa þessum köflum við lesturinn. Sjötti kafli bókarinnar fjallar síðan hinsvegar um „skipulag og útþenslu byggðarinnar". Þar er sagt frá landakaupum, í hvaða röð hverfin byggðust og loks frá skipulagsstarfi, fyrst út frá einstökum skipulagsuppdráttum og síðan út frá formlegri skipulagsvinnu sem hófst um 1960. Eru skipulags- uppdrættirnir birtir, auk mynda og loftmynda úr nýju hverfunum. Frásögnin er mikið byggð á tilvitn- unum í skrif fræðimanna um þessi mál og einnig á upplýsingum úr viðtölum sem Eggert tók. Vegna Ijósmyndanna gefst í þessum kafla nokkur innsýn í sögu hverfaskipulags og næsti kafli á eftir, „Þak yfir höfuðið" spinnur þann þráð nokkuð áfram, en þó frekar með áherslu á sögu húsnæðismála. Hér er t.d. sagt frá bæjarblokkun- um og hverfum verkamannabústaða og birtar teikningar af skipulagi hverfa og grunnfleti húsa. Hér hefði ítarlegra ágrip sögu byggingarlistar verið 59 TRAUSTI VALSSON, ARKITEKT OG SKIPULAGSFRÆÐINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.