AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 62
æskilegt, en um leið er Ijóst hversu erfitt það er að skrifa yfirlitssögu um byggðarþróunina á meðan saga ýmissa grunngreina hefur ekki verið rituð. Þannig kom loks fyrir síðustu jól bók Harðar Ágústssonar „íslensk byggingararfleifð 1“ út, en hún nær þó aðeins til ársins 1940 og hefði því lítið nýst Eggerti við ritun bókarinnar. Síðasti kafli bókarinnar fjallar síðan um „Stjórnmál og stjórnsýslu" og lokar hann á ágætan hátt ramma byggðarsögunnar, sem opnaður var með fyrsta kaflanum „Borgarbylting“. Hér, eftir að bókin hefur rakið þróunarsöguna gefst betra tæki- færi til að meta þátt Reykjavíkur í þjóðlífsþróun- inni. Borgin hafði á þessu tímabili frá 1940 til 1990 smám saman orðíð meiri miðstöð menntunar, verslunar og stjórnmála, en rígurinn milli borgar og landsbyggðar er ennþá allmikill, ekki síst vegna þess að landsbyggðin hefur áfram átt mjög undir högg að sækja vegna „fólksflóttans" til höfuðborg- arsvæðisins. Er það þjóðarógæfa að ekki tókst að koma á stjórnun þessarar þróunar í tæka tíð. En höfuðborgarsvæðið er á hinn bóginn komið upp í þá stærð að það er orðið það sterka bakland sem mörg nútímastarfsemi þarfnast. Eins og eðlilegt er, er yfirlitsverk um sögu borgar eins konar mósaikmynd af borginni, sett saman af hinu ólíkasta efni. Kostir þess að raða slíkri mynd saman úr myndbrotum er að út kemur heildar- mynd og heildartilfinning sem aldrei fæst með að skoða einstaka þætti borgarlífsins. Ókosturinn við slíka mósaikbók er hins vegar sá að erfitt er að velja þræði einstakra söguþátta, eins og t.d. skipu- lags- og byggðarsögunnar. En það er hægt ef unnið er eftir lestrarskipulagi eins og því sem hér hefur verið gerð tillaga um. Eggert Þór hefur hér skrifað bók sem er mikil- væg öllum þeim sem starfa við skipulags- bygg- ingar- og byggðamál á íslandi. Aðeins í Ijósi sög- unnar verður Ijóst hverjar forsendur þróunarinnar hafa verið. Sagan kennir okkur einnig hvað hefur reynst vel og hvar menn hafa farið villir vegar. Skortur á skilningi á íslenskum aðstæðum ollu t.d. því að Danirnir sem skipulögðu borgina á 7da áratugnum settu íbúðarbyggðina upp á heiðar, en tóku strandsvæðin fögru og veðursælu undir hafnir og óþrifalegan iðnað. Vonandi verður eitthvað sem ritað hefur verið um reykvíksk skipulagsmál þýtt fyrir Danina sem nú eru leiðandi í gerð nýs skipu- lags fyrir höfuðborgarsvæðið. Með því móti má án efa koma í veg fyrir mörg mistökin. ■ 1969-1999 30 ára reynsla Einangrunargler Q GLERVERKSMIÐJAN Samx/ehk Eyjasandur 2 • 850 Hella * 487 5888 • Fax 487 5907 Bretta- rekkar MECALUX Góðir rekkar tryggja hámarksnýtingu á dýrmætu plássi. Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi. Jafnt rúllurekka sem innkeyrslurekka, jafnvel færanlega rekka. Mjög gott verð! Lyftitæki og trillur færðu einnig hjá okkur. Lagerlausnir eru okkar sérgrein MECALUX mi - gæði fyrir gott verð UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Siraumvr shf SUNDABORQ 1 • SlMI 568-3300

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.