AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 69

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.08.1999, Page 69
áratug. Arkitektahlutinn var unninn á vegum ÍSARK, sem er samstarfsvettvangur nokkurra íslenskra arkitektastofa um verkefni á erlendri grund. Að ÍSARK standa ARKÍS, BATTERÍIÐ, ÚTI OG INNI og ARKITEKTAR OG RÁÐGJAFAR. Hér var um endurskipulagningu, stækkun og nýbyggingu að ræða, alls um 3500 m^. Öll tækni við framleiðslulínur og vélar var einnig hönnuð og útfærð hér á landi. Verkefnið var alútboð á Græn- landi þar sem verktakafyrirtækið Hagvirki atti kappi við danska risa á sviði sjávarútvegsbygginga. íslenska tillagan var valin og byggð vegna þess að hún leysti verkefnið best og var hagkvæmust í byggingu. Hlutar byggingarinnar og búnaðar voru flutt til Grænlands frá íslandi m.a. vogir frá Marel. Að þessu verkefni komu eingöngu íslenskir arki- tektar og tæknimenn. Verkefnið gekk vel og sýndi að íslenskt hugvit og verkþekking er fær um að annast slík verk utan við landsteinanna. ÍSARK er einnig heiti á starfsemi sem undanfarin ár hefur undirbúið jarðveginn til þess að stofna hér íslen- skan arkitektaskóla. IBUÐASKIPULAG UNDIR AHRIFUM VETRARSTORMA f NORÐUR- NOREGI Myndir 2. Hér var um skipulagsverkefni að ræða í Tromsö í norður Noregi. Til eru samtök um byg- gingar á norðlægum slóðum sem heita Winter City 67

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.