Nesfréttir - 01.12.2022, Síða 11

Nesfréttir - 01.12.2022, Síða 11
Nesfrétt ir 11 heima á Unnarbraut 20 og hann á Unnarbraut 14. Hann starfaði þá sem yfirverkstjóri hjá Ísbirninum. Hann tók okkur litlu strákana í vinnu. Ég var ellefu ára þegar ég byrjaði að vinna hjá honum. Vinnan fólst í því að taka þorska upp með krók og setja þá í bala. Svo tóku stærri menn en við þeim og gerðu að eins og það var kallað. Fólk skrapp heim í hádeginu. Mömmur okkar litlu strákanna voru heima og trúlega flestar eiginkonur hinna eldri. Þetta var áður en almenn útivinna eiginkvenna hófst. Ég man að Guðmundur leyfði okkur stundum að sitja í bílnum hjá sér þegar við fórum heim í hádeginu. Þarna voru líka fyrstu aurarnir sem maður fékk í vasann. Að fá peninga í umslagi var nýtt fyrir okkur litlu strákana. Þarna voru fyrstu skrefin lögð. Þetta gerði okkur ekkert annað en gott. Maður er þakklátur þessum ágætu mönnum að gefa litla fólkinu gaum og tækifæri og leyfa okkur að vera samferða.“ Fermdur í Neskirkju „Ég var fermdur í Neskirkju. Þá var ekki búið að byggja kirkju á Seltjarnarnesi. Heitið Neskirkja var þá komið í Vesturbærinn í Reykjavík þótt að ætti betur heim á Seltjarnarnesi. Ef til hefur það orðið óafvitandi. Menn hafa trúlega ekki gert ráð fyrir að Seltjarnes yrði sjálfstætt prestakall og myndi eignast sína eigin kirkju. Þá voru séra Frank M. Halldórsson og Jón Thorarensen prestar við unga kirkju í Vesturbænum.“ Harðviðarval og Egill Árnason Svo fórstu af Nesinu. „Já, ég fór af Nesinu um tvítugt þegar ég var komin með heimili við höfðum eignast okkar fyrstu íbúð. En það hafði myndast tenging við Seltjarnarnesið sem var og er gríðarlega sterk. Ég held að hún hafi orðið til hjá flestum eða öllum sem voru að alast þar upp á þessum árum. Aðstæðurnar voru góðar. Þarna mynduðust tengsl við æskuvinina sem hafa haldist alveg til dagsins í dag.“ Skólagöngunni á Nesinu lauk með grunnskólanum. Hvert lá leiðin þá. „Þaðan lá leiðin í Lindagötuskólann. Ég vissi ekki alveg hvað ég vildi eins og gerist stundum á þessum árum. Svo fór ég í Verslunarskólann. Ég lauk verslunarprófi 1974. Strax eftir að ég lauk prófi fór ég að vinna með föður mínum Gottskálk Þ. Eggertssyni sem þá rak fyrirtæki sem starfaði við innflutning á timbri ásamt öðrum manni. Fjórum árum síðar 1978 stofnuðum við feðgarnir fyrirtækið Harðviðarval. Okkur gekk strax vel og fyrirtækið óx og dafnaði og þar vann ég með föður mínum í 30 ár. Í hruninu 2008 festum ég og mín fjölskylda kaup á grónu fyrirtæki sem heitir Egill Árnason. Faðir minn var þá kominn á aldur eins og sagt er og hættur að vinna. Ég hef verið að reka þessi fyrirtæki með fjölskyldunni síðan. Ég á tvo syni og eina dóttur og þau eru öll að vinna með okkur í þessum fyrirtækjum. Egill Árnason var stofnað árið 1934 af manni með sama nafni. Mér hefur verið sagt að þar hafi farið góður maður. Saga að baki starfi mínu fyrir Dómkirkjuna Einar hefur sinnt starfi fyrir Dómkirkjuna um árabil. Hvernig kom það til. Hann segir sögu að baki því. „Föðuramma mín Ragnhildur Gottskálksdóttir í Tjarnargötunni var lækningamiðill. Hún hjálpaði mörgum með sínum krafti. Mér er minnisstætt varðandi hana að á heimili hennar var stríður straumur af fólki. Síminn stoppaði stundum ekki. Eggert Ólafsson afi minn starfaði sem lýsismatsmaður. Var eini konunglegi lýsismatsmaðurinn hér á landi. Hann hafi ærinn starfa en tók líka að sér að aðstoða ömmu. Hann svaraði í símann og tók niður skilaboð og beðnir um fyrirbænir frá allskonar fólki. Hann áttaði sig á hvað þetta starf hennar var mörgum mikilvægt. Þetta mótaði vissulega viðhorf mín til trúarinnar. En lífið heldur áfram og árið 2005 fer ég að leggja komur mínar í Dómkirkjuna. Ég hef verið í sóknarnefnd Dómkirkjunnar síðan 2006. Lengst hef ég starfað með Marinó Þorsteinssyni vini mínum í sóknarnefnd sem var búinn að vera formaður hátt í tvo áratugi. Við Marinó höfum átt mikið og farsælt samstarf. Mér finnst hafa verið mjög gefandi að hafa fengið tækifæri til að vinna með öllu því góða fólki sem þar hefur verið við störf. Ágætlega hefur farið á með fólki og okkur hefur tekist að láta það jákvæða og góða vera í fyrirrúmi. Láta kærleikann njóta sín. Ég tók við sem formaður í september á þessu ári eftir að hafa verið varaformaður í nokkuð mörg ár.“ Við höfum setið í Sigríðarstofu í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar sem er í Iðnaðarmannahúsinu við Lækjargötu. Fast á Tjarnar bakkanum. Hugur Einars hvarflar aftur til Seltjarnarness. „Þar lagði maður grunnin að lífi sínu. Ég lít á það sem tækifæri að hafa alist þar upp.“ Gjöf sem hittir alltaf í mark Gjafakort Íslandsbanka

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.