FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 5

FLE blaðið - 01.01.2017, Blaðsíða 5
3FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2017 un haustið 2015 sem beint var annars vegar til einstaklinga og hins vegar til stærri fyrirtækja. Niðurstöður þeirrar könnunar lágu fyrir í upphafi ársins og staðfesta þær því miður að traust til stéttarinnar hefur minnkað mjög og einnig gefa niðurstöð- urnar vísbendingu um að lítil þekking sé til staðar á þeirri vinnu sem við innum af hendi og hver ábyrgð okkar sé annars vegar og stjórnar hins vegar þegar kemur að ársreikningum félaga. Stjórnin ákvað í framhaldinu að skipa sérstaka ímyndarnefnd síðast liðið vor sem í sitja formaður, Ljósbrá Baldursdóttir, Pétur Hansson, Eymundur Sveinn Einarsson og Erik Ingvar Bjarnason. Við skipan nefndarinnar var haft að leiðarljósi að fá til liðs við stjórnina fulltrúa frá bæði stærri og minni endurskoð- unarfyrirtækjum auk fulltrúa frá ungum endurskoðendum og endurskoðendum sem starfa utan fagsins. Verkefni nefndar- innar er að að greina niðurstöður viðhorfskönnunarinnar, gera tillögu að því hvaða þætti þarf að bæta og finna leiðir til að styrkja stöðu endurskoðandans sem fagmanns í hugum stjór- nenda í fyrirtækjum og meðal almennings. Nefndin hefur hist þrisvar, hefur fengið kynningu á niður- stöðum viðhorfskönnunarinnar og mun í framhaldi af því setja niður áætlun. Gert er ráð fyrir að félagsmenn séu virkjaðir í þessa vinnu eins og hægt er, meðal annars með opnum fundi félagsmanna. Nefnd þessi var skipuð í apríl 2016 og er ætlað að starfa í þrjú ár. Þrátt fyrir að nefndin hafi rétt hafið störf hefur stjórn samt ekki setið auðum höndum hvað ímyndamál varðar og er með nokkur verkefni því tengdu í stöðugri vinnslu. Má þar nefna utanumhald um greinarskrif í Morgunblaðinu og markvissar heimsóknir til hagsmunaaðila. Einnig eru ráðstefnur FLE stundum auglýstar í fjölmiðlum og haft beint samband við full- trúa fjölmiðla og þeim boðið á valdar ráðstefnur. FLE blaðinu er dreift sem víðast og einnig hefur bæklingi FLE um útboð verið dreift. Eins er tekið vel í að mæta í viðtöl í fjölmiðla þar sem málefni stéttarinnar eru til umræðu. Stjórn námsstyrkjasjóðs auglýsti styrki til umsóknar úr sjóðnum og var tveimur slíkum úthlutað á árinu og síðast en ekki síst færði FLE hjartadeild Landsspítalans gjöf að fjárhæð ein milljón króna í tilefni af 80 ára afmælis FLE á seinasta ári. Öllu þessu er ætlað að auka kynningu á stéttinni og auka traust til hennar. Í umræðu um traust til stéttarinnar er áhugavert að skoða niðurstöður úr skoðanakönnun sem Gallup birti á í haust en þar kemur fram að: • 52,1% af Íslendingum bera lítið eða alls ekkert traust til lífeyrirssjóða • 38,2% bera lítið eða alls ekkert traust til ASÍ, • 43,3% af svarendum bera lítið eða alls ekkert traust til Samtaka atvinnulífsins Til upprifjunar þá var niðurstaða í könnunni sem við létum gera að það voru 22% sem báru lítið eða alls ekkert traust til endurskoðenda. Að sjálfsögðu er úrtakið annað og spurningar kannski öðruvísi en þó veltir maður því fyrir sér hvort það sé ekki heilt yfir verkefni á Íslandi að endur- vekja traust í samfélaginu og það eigi alls ekki bara við um okkar stétt og kannski erum við að mála stöðuna óþarflega dökka. En það er spennandi að nefndin hefur hafið störf og nú þegar er hafin hugmyndavinna um hvað sé hægt að gera. Stjórn FLE 2015-2016 frá vinstri: Ágúst, Anna Birgitta, Margrét, Ljósbrá og Guðni

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.